Ted Cruz brjálaður út í brúðurnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júní 2022 10:04 Ted Cruz er ekki sáttur við að Sesamstræti fjalli um bólusetningar. Samsett mynd Bandaríski þingmaðurinn Ted Cruz er ekki par sáttur við brúðuna Elmo eftir að sjónvarpsþátturinn Sesamstræti deildi myndbandi af Elmo þar sem hann segist hafa fengið bólusetningu við Covid-19. Þingmaðurinn segir Elmo ekki hafa neina vísindalega þekkingu sem styðji bólusetningar barna undir fimm ára aldri. Sjónvarpsþátturinn Sesamstræti deildi myndbandi á Twitter á þriðjudag sem sýnir brúðuna Elmo spjalla við föður sinn eftir að hafa fengið bólusetningu við Covid-19. Í myndbandinu segist Elmo hafa fundið fyrir smá klípu en að það hafi verið allt í lagi. Þá segir Louie, pabbi Elmo, í myndbandinu að hann hafi lært að besta leiðin til að halda Elmo, vinum þeirra, nágrönnum og öllum öðrum heilbrigðum og gera þeim kleift að njóta hlutanna sem þau elska væri að Elmo fengi bólusetningu við Covid-19. Segir brúðurnar bera út áróður Í kjölfarið deildi Cruz færslu Sesamstrætis á Twitter og þakkaði þættinum fyrir að sýna foreldra sem spyrja spurninga um bólusetningar. Þá sagði hann Elmo mæla harkalega fyrir bólusetningum barna undir 5 ára aldri í myndbandinu án nokkurra vísindalegra gagna. Thanks, @sesamestreet for saying parents are allowed to have questions!You then have @elmo aggressively advocate for vaccinating children UNDER 5. But you cite ZERO scientific evidence for this. Learn more:https://t.co/Ss20TmFTSB https://t.co/tr67QyfRyC— Ted Cruz (@tedcruz) June 28, 2022 Það eru minna en tvær vikur síðan CDC og FDA gáfu leyfi fyrir því að um 20 milljón bandarískra barna undir fimm ára aldri mættu fá bólusetningu við Covid-19. Fyrirtækið sem stendur á bak við Sesamstræti greindu frá því að þau hefðu unnið að myndbandinu í samstarfi við CDC og samtök bandarískra barnalækna en þau hafa gert nokkur sambærileg myndbönd um Covid-19. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Cruz á í deilum við brúður Sesamstrætis. Eftir að brúðan Stóri fugl greindi frá því að hann hefði verið bólusettur við Covid-19 í færslu á Twitter í nóvember á síðasta ári. Ted Cruz kallaði færsluna ríkisáróður fyrir fimm ára. Government propaganda for your 5 year old! https://t.co/lKUlomnpq1— Ted Cruz (@tedcruz) November 6, 2021 Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttindi barna Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn Sesamstræti deildi myndbandi á Twitter á þriðjudag sem sýnir brúðuna Elmo spjalla við föður sinn eftir að hafa fengið bólusetningu við Covid-19. Í myndbandinu segist Elmo hafa fundið fyrir smá klípu en að það hafi verið allt í lagi. Þá segir Louie, pabbi Elmo, í myndbandinu að hann hafi lært að besta leiðin til að halda Elmo, vinum þeirra, nágrönnum og öllum öðrum heilbrigðum og gera þeim kleift að njóta hlutanna sem þau elska væri að Elmo fengi bólusetningu við Covid-19. Segir brúðurnar bera út áróður Í kjölfarið deildi Cruz færslu Sesamstrætis á Twitter og þakkaði þættinum fyrir að sýna foreldra sem spyrja spurninga um bólusetningar. Þá sagði hann Elmo mæla harkalega fyrir bólusetningum barna undir 5 ára aldri í myndbandinu án nokkurra vísindalegra gagna. Thanks, @sesamestreet for saying parents are allowed to have questions!You then have @elmo aggressively advocate for vaccinating children UNDER 5. But you cite ZERO scientific evidence for this. Learn more:https://t.co/Ss20TmFTSB https://t.co/tr67QyfRyC— Ted Cruz (@tedcruz) June 28, 2022 Það eru minna en tvær vikur síðan CDC og FDA gáfu leyfi fyrir því að um 20 milljón bandarískra barna undir fimm ára aldri mættu fá bólusetningu við Covid-19. Fyrirtækið sem stendur á bak við Sesamstræti greindu frá því að þau hefðu unnið að myndbandinu í samstarfi við CDC og samtök bandarískra barnalækna en þau hafa gert nokkur sambærileg myndbönd um Covid-19. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Cruz á í deilum við brúður Sesamstrætis. Eftir að brúðan Stóri fugl greindi frá því að hann hefði verið bólusettur við Covid-19 í færslu á Twitter í nóvember á síðasta ári. Ted Cruz kallaði færsluna ríkisáróður fyrir fimm ára. Government propaganda for your 5 year old! https://t.co/lKUlomnpq1— Ted Cruz (@tedcruz) November 6, 2021
Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttindi barna Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira