Richarlison að ganga í raðir Tottenham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2022 15:01 Richarlison í baráttu við Christian Romero í vor. Þeir verða að öllum líkindum liðsfélagar á næsta tímabili. Tony McArdle/Everton FC via Getty Images Brasilíski framherjinn Richarlison er við það að ganga í raðir Tottenham Hotspur frá Everton, en félögin tvö hafa náð samkomulagi um kaupverð á leikmanninum. Samkvæmt heimildum Sky Sports greiðir Tottenham allt að 60 milljónir punda fyrir leikmanninn, en þar af eru um tíu milljónir í árangurstengdar bónusgreiðslur. Þá segja þessir sömu heimildarmenn að forráðamenn Everton hafi ekki verið mjög ánægði með verðið sem þeir fá fyrir framherjann. Vegna fjárhagsstöðu Everton hafi þeir þó þurft að taka tilboðinu til að standast reglur ensku úrvalsdeildarinnar um ágóða og sjálfbærni. Félagsskiptasérfærðingurinn Fabrizio Romano hefur einnig sagt frá félagsskiptunum á Twitter-síðu sinni þar sem hann lætur orðin „here we go“ fylgja með, en það þýðir yfirleitt að hann hafi fengið fréttirnar staðfestar. Tottenham have signed Richarlison on a permanent deal, here we go! First part of paperworks now signed with Everton, after full agreement on personal terms. 🚨⚪️🇧🇷 #THFCFee will be £50m guaranteed plus add-ons. Richarlison, on his way for medical tests in Brasil. Done deal. pic.twitter.com/r5zFOJPK1f— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 30, 2022 Richarlison mun ganga í gegnum læknisskoðun í heimalandi sínu, Brasilíu, á næstu dögum áður en félagsskiptin til Tottenham ganga endanlega í gegn. Hann verður fjórði leikmaðurinn sem Antonio Conte fær til liðsins í sumar, en áður höfðu markvörðurinn Fraser Forster, miðjumaðurinn Yves Bissouma og kantmaðurinn Ivan Perisic skrifað undir samninga við liðið. Richarlison var markahæsti leikmaður Everton á seinustu leiktíð með tíu mörk í 30 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 43 mörk í 135 leikjum fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni og þá á hann að baki 36 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hefur skorað 14 mörk. Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Sjá meira
Samkvæmt heimildum Sky Sports greiðir Tottenham allt að 60 milljónir punda fyrir leikmanninn, en þar af eru um tíu milljónir í árangurstengdar bónusgreiðslur. Þá segja þessir sömu heimildarmenn að forráðamenn Everton hafi ekki verið mjög ánægði með verðið sem þeir fá fyrir framherjann. Vegna fjárhagsstöðu Everton hafi þeir þó þurft að taka tilboðinu til að standast reglur ensku úrvalsdeildarinnar um ágóða og sjálfbærni. Félagsskiptasérfærðingurinn Fabrizio Romano hefur einnig sagt frá félagsskiptunum á Twitter-síðu sinni þar sem hann lætur orðin „here we go“ fylgja með, en það þýðir yfirleitt að hann hafi fengið fréttirnar staðfestar. Tottenham have signed Richarlison on a permanent deal, here we go! First part of paperworks now signed with Everton, after full agreement on personal terms. 🚨⚪️🇧🇷 #THFCFee will be £50m guaranteed plus add-ons. Richarlison, on his way for medical tests in Brasil. Done deal. pic.twitter.com/r5zFOJPK1f— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 30, 2022 Richarlison mun ganga í gegnum læknisskoðun í heimalandi sínu, Brasilíu, á næstu dögum áður en félagsskiptin til Tottenham ganga endanlega í gegn. Hann verður fjórði leikmaðurinn sem Antonio Conte fær til liðsins í sumar, en áður höfðu markvörðurinn Fraser Forster, miðjumaðurinn Yves Bissouma og kantmaðurinn Ivan Perisic skrifað undir samninga við liðið. Richarlison var markahæsti leikmaður Everton á seinustu leiktíð með tíu mörk í 30 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 43 mörk í 135 leikjum fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni og þá á hann að baki 36 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hefur skorað 14 mörk.
Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Sjá meira