Aukning innbrota á heimili Ágúst Mogensen skrifar 30. júní 2022 12:01 Innbrotum á heimili fjölgaði um 40% í fyrra miðað við árið 2020. Fjölgunin nemur 25% ef horft er til meðaltals síðustu þriggja ára. Tilkynningar um innbrot voru um 450 og voru 90% frá höfuðborgarsvæðinu. Þessar upplýsingar má finna í bráðabirgðatölum ríkislögreglustjóra um fjölda innbrota á árinu 2021. Niðurstöður þolendakannana 2021, sem segja frá reynslu landsmanna af afbrotum og viðhorfi til lögreglu, benda til þess að helmingur allra innbrota er tilkynntur og því má ætla að rauntölur í fyrra séu mun hærri. Sumarið er tími sem mörg innbrot eru framin og nú, þegar landsmenn leggja land undir fót og fara í sumarleyfi, er mikilvægt að huga að ráðstöfunum sem varnað geta innbrotum. Farðu áhyggjulaus í fríið Það eru nokkur atriði sem þú getur gert til þess að draga úr líkindum á innbroti. Góð regla er að fá nágranna eða ættingja til að taka póstinn og jafnvel slá grasið ef farið er í langan tíma. Geymdu aukabíl í bílastæðinu þínu, segðu nágrönnum að þú sért að fara í frí og biddu þá að fylgjast með ferðum ókunnugra við eign þína og jafnvel leggja bílnum sínum stundum í stæðið þitt. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skarar skríða. Að sjálfsögðu á að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. Svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð eru líka inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Þínar ráðstafanir fara eftir því hvar og hvernig þú býrð en hugmyndin er að ekki sé hægt að lesa úr aðstæðum á einfaldan hátt, að enginn sé heima. Ef þú tekur myndir í sumarleyfinu og deilir með vinum þínum skaltu gæta þess að þær séu ekki sýnilegar öllum á vefnum. Tjón bæði tilfinningalegt og fjárhagslegt Innbrotum fylgja margvísleg óþægindi og tjón. Skemmdarverk geta verið unnin við innbrotið. Gluggar eða hurðir brotnar og kostnaður jafnvel meiri við lagfæringar en sem nemur andvirði þýfisins. Munir sem hafa tilfinningalegt gildi verða aldrei að fullu bættir með tryggingum en þess utan getur atburðurinn lagst þungt á sálina. Fólki finnst óþægilegt að ókunnugur aðili hafi gengið um heimili þess og rótað í innbúi og einkamunum. Eftirköstin geta verið langvinn og lýst sér í ótta, kvíða og að finnast óþægilegt að yfirgefa heimilið af ótta við innbrot. Reiði og sjálfsásökun eru einnig þekkt viðbrögð. Eftir hverju er verið að slægjast? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að meðfærilegum verðmætum sem auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur og fatnaður/merkjavara, skartgripir, lausafé og listmunir. Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Vefurinn reidhjolaskra.is býður eigendum reiðhjóla að skrá hjólin sín þar, sem getur auðveldað endurheimt sé þeim stolið. Gætum að eigum granna okkar Það er erfitt að alhæfa um hvatir og aðferðir innbrotsþjófa. Stundum er um skipulagða aðgerð að ræða en í öðrum tilvikum ræður tilviljun og tækifærið ferðinni. Ef við göngum vel frá heimili okkar áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. Gætum að eigum hvors annars í sumar og njótum frísins. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Tryggingar Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Innbrotum á heimili fjölgaði um 40% í fyrra miðað við árið 2020. Fjölgunin nemur 25% ef horft er til meðaltals síðustu þriggja ára. Tilkynningar um innbrot voru um 450 og voru 90% frá höfuðborgarsvæðinu. Þessar upplýsingar má finna í bráðabirgðatölum ríkislögreglustjóra um fjölda innbrota á árinu 2021. Niðurstöður þolendakannana 2021, sem segja frá reynslu landsmanna af afbrotum og viðhorfi til lögreglu, benda til þess að helmingur allra innbrota er tilkynntur og því má ætla að rauntölur í fyrra séu mun hærri. Sumarið er tími sem mörg innbrot eru framin og nú, þegar landsmenn leggja land undir fót og fara í sumarleyfi, er mikilvægt að huga að ráðstöfunum sem varnað geta innbrotum. Farðu áhyggjulaus í fríið Það eru nokkur atriði sem þú getur gert til þess að draga úr líkindum á innbroti. Góð regla er að fá nágranna eða ættingja til að taka póstinn og jafnvel slá grasið ef farið er í langan tíma. Geymdu aukabíl í bílastæðinu þínu, segðu nágrönnum að þú sért að fara í frí og biddu þá að fylgjast með ferðum ókunnugra við eign þína og jafnvel leggja bílnum sínum stundum í stæðið þitt. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skarar skríða. Að sjálfsögðu á að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. Svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð eru líka inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Þínar ráðstafanir fara eftir því hvar og hvernig þú býrð en hugmyndin er að ekki sé hægt að lesa úr aðstæðum á einfaldan hátt, að enginn sé heima. Ef þú tekur myndir í sumarleyfinu og deilir með vinum þínum skaltu gæta þess að þær séu ekki sýnilegar öllum á vefnum. Tjón bæði tilfinningalegt og fjárhagslegt Innbrotum fylgja margvísleg óþægindi og tjón. Skemmdarverk geta verið unnin við innbrotið. Gluggar eða hurðir brotnar og kostnaður jafnvel meiri við lagfæringar en sem nemur andvirði þýfisins. Munir sem hafa tilfinningalegt gildi verða aldrei að fullu bættir með tryggingum en þess utan getur atburðurinn lagst þungt á sálina. Fólki finnst óþægilegt að ókunnugur aðili hafi gengið um heimili þess og rótað í innbúi og einkamunum. Eftirköstin geta verið langvinn og lýst sér í ótta, kvíða og að finnast óþægilegt að yfirgefa heimilið af ótta við innbrot. Reiði og sjálfsásökun eru einnig þekkt viðbrögð. Eftir hverju er verið að slægjast? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að meðfærilegum verðmætum sem auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur og fatnaður/merkjavara, skartgripir, lausafé og listmunir. Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Vefurinn reidhjolaskra.is býður eigendum reiðhjóla að skrá hjólin sín þar, sem getur auðveldað endurheimt sé þeim stolið. Gætum að eigum granna okkar Það er erfitt að alhæfa um hvatir og aðferðir innbrotsþjófa. Stundum er um skipulagða aðgerð að ræða en í öðrum tilvikum ræður tilviljun og tækifærið ferðinni. Ef við göngum vel frá heimili okkar áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. Gætum að eigum hvors annars í sumar og njótum frísins. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar