Ísland tæplega „norrænt velferðarríki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2022 23:25 Í Kjarafréttum Eflingur segir þó að það sé ekki allt kolsvart í íslenska velferðarríkinu. Vísir/Egill Erfitt er að kalla Ísland „norrænt velferðarríki“ samkvæmt Kjarafréttum stéttarfélagsins Eflingar. Útgjöld til velferðarríkisins á Íslandi eru minni að vöxtum en á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt ritinu sem kom út í dag munar verulega á útgjöldum Íslands og annarra Norðurlandaþjóða á sumum sviðum þegar kemur að velferð. Sérstaklega áberandi er munur á barnabótum en í Svíþjóð eru bæturnar tæplega sex sinnum hærri sé miðað við prósentu af meðallaunum. Taflan sýnir hvernig Ísland stendur miðað við aðrar OECD-þjóðir þegar kemur að barnabótum.Efling „Áður stóð Ísland betur að vígi í samanburði á útgjöldum til velferðarþjónustu, en þar hefur hallað á eftir að útgjöld til heilbrigðisþjónustu hafa dregist umtalsvert saman á síðasta einum og hálfum áratugnum,“ segir í ritinu. Ísland var borið saman við önnur OECD-ríki í flokkunum opinber útgjöld til velferðamála, heildarútgjöld velferðarmála, opinber útgjöld í tekjutilfærslur, tekjutilfærslur til vinnandi fólks, barnabætur fyrir hjón með tvö börn, heildarútgjöld hins opinbera til lífeyrisgreiðslna og heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ísland skoraði lægst af öllum Norðurlandaþjóðunum í öllum flokkum nema í flokknum sem fjallar um tekjutilfærslur til vinnandi fólks. Taflan sýnir stöðu Íslands þegar kemur að tekjutilfærslum til vinnandi fólks samanborið við aðrar OECD-þjóðir.Efling Ábyrgðarmaður ritsins er Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, og telur hann með þessum gögnum blasi við að íslenska velferðarríkið nái ekki máli sem „norrænt velferðarríki“. „Hvernig stendur á þessu? Nærtæk skýring er sú að stjórnvöld hafi ekki haft nægan skilning eða vilja til að standa betur að uppbyggingu og rekstri íslenska velferðarríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem lengst af hefur haldið uppi mestri andstöðu gegn aukningu velferðarútgjalda til kjarabóta fyrir þjóðina og raunar oft talað gegn tilvist velferðarríkisins og hafnað meginleið norrænu velferðarríkjanna,“ segir í ritinu. Þá er sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að umtalsverðu leyti náð fram markmiðum sínum í velferðarmálum með því að „tryggja að íslenska velferðarríkið sé veigaminna og vanbúnara en tíðkast á hinum Norðurlöndunum“. Í ritinu segir þó að þó það sé ekki allt kolsvart í íslenska velferðarríkinu þá sé staðan í meginþáttum þess of lök miðað við frændþjóðir okkar. Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Samkvæmt ritinu sem kom út í dag munar verulega á útgjöldum Íslands og annarra Norðurlandaþjóða á sumum sviðum þegar kemur að velferð. Sérstaklega áberandi er munur á barnabótum en í Svíþjóð eru bæturnar tæplega sex sinnum hærri sé miðað við prósentu af meðallaunum. Taflan sýnir hvernig Ísland stendur miðað við aðrar OECD-þjóðir þegar kemur að barnabótum.Efling „Áður stóð Ísland betur að vígi í samanburði á útgjöldum til velferðarþjónustu, en þar hefur hallað á eftir að útgjöld til heilbrigðisþjónustu hafa dregist umtalsvert saman á síðasta einum og hálfum áratugnum,“ segir í ritinu. Ísland var borið saman við önnur OECD-ríki í flokkunum opinber útgjöld til velferðamála, heildarútgjöld velferðarmála, opinber útgjöld í tekjutilfærslur, tekjutilfærslur til vinnandi fólks, barnabætur fyrir hjón með tvö börn, heildarútgjöld hins opinbera til lífeyrisgreiðslna og heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ísland skoraði lægst af öllum Norðurlandaþjóðunum í öllum flokkum nema í flokknum sem fjallar um tekjutilfærslur til vinnandi fólks. Taflan sýnir stöðu Íslands þegar kemur að tekjutilfærslum til vinnandi fólks samanborið við aðrar OECD-þjóðir.Efling Ábyrgðarmaður ritsins er Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, og telur hann með þessum gögnum blasi við að íslenska velferðarríkið nái ekki máli sem „norrænt velferðarríki“. „Hvernig stendur á þessu? Nærtæk skýring er sú að stjórnvöld hafi ekki haft nægan skilning eða vilja til að standa betur að uppbyggingu og rekstri íslenska velferðarríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem lengst af hefur haldið uppi mestri andstöðu gegn aukningu velferðarútgjalda til kjarabóta fyrir þjóðina og raunar oft talað gegn tilvist velferðarríkisins og hafnað meginleið norrænu velferðarríkjanna,“ segir í ritinu. Þá er sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að umtalsverðu leyti náð fram markmiðum sínum í velferðarmálum með því að „tryggja að íslenska velferðarríkið sé veigaminna og vanbúnara en tíðkast á hinum Norðurlöndunum“. Í ritinu segir þó að þó það sé ekki allt kolsvart í íslenska velferðarríkinu þá sé staðan í meginþáttum þess of lök miðað við frændþjóðir okkar.
Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira