Viðskipti innlent

Icelandair fær fleiri MAX-vélar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Boeing 737 MAX vélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Boeing 737 MAX vélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Vélarnar koma inn í flota Icelandair haustið 2023 og mun félagið þá reka tuttugu MAX-flugvélar.

Í síðasta mánuði tilkynnti Icelandair að það hyggðist bæta við sig fjórum MAX-flugvélum en vélarnar tvær sem tilkynnt var um í dag eru til viðbótar við hinar fjóru.

Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í júní að Icelandair væri að skoða tvo kosti vegna framtíðarflotamála félagsins:

Kaup á Boeing Dreamliner-breiðþotum til að reka með Max-þotunum eða að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur.


Tengdar fréttir

Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum

Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×