Mál lögreglumannanna tveggja, Sukhdev Jeer og Paul Hefford, var tekið fyrir á fundi hjá aganefnd lögreglunnar í London í dag. Niðurstaðan var sú að þeir skildu víkja úr starfi.
Meðal þess sem mennirnir gerðust uppvísir um var að líkja Meghan Markle við Golliwog sem er sögupersóna úr bókum Florence Kate Upton. Rasísku skilaboðin voru þó fleiri og fjölluðu þau flest öll um svart fólk.
„Birtingarnar í þessum hóp ollu miklu mannorðstapi fyrir lögregluna í heild sinni,“ sagði Maruice Cohen, formaður nefndarinnar, þegar málið var rætt.
Í hópnum voru fleiri lögreglumenn sem voru þó ekki tilkynntir til aganefndar.