Tryggvi Snær meðal bestu leikmanna umferðarinnar - Hægt að kjósa þann besta Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 12:02 Tryggvi Snær Hlinason á vítalínunni gegn Hollendingum VÍSIR/HULDA MARGRÉT Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Íslands hönd í sigrinum á Hollandi í gærkvöldi og leiddi hann liðið til sigurs ásamt Elvari Má Friðrikssyni. Tekið var eftir frammistöðunni hjá Tryggva og er hann í hóp með tveimur NBA leikmönnum sem taldir hafa staðið sig best í fimmtu umferð undankeppni HM í körfubolta 2023. Tryggvi Snær skilaði tvöfaldri tvennu í 67-66 sigri Íslendinga á Hollendinum í gær en kappinn skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Að auki varði Tryggvi þrjú skot en alls taldi þetta saman sem 31 framlagspunkt. Tryggva virðist líða vel í Ólafssal en í tvíframlengdum sigurleik á móti Ítalíu í febrúar síðastliðnum átti Tryggvi stórleik þar sem hann tók 34 stig og tók 21 frákast. Heimasíða FIBA velur besta leikmann hverrar umferðar og er Tryggvi Snær einn af fimm leikmönnum sem koma til greina sem sá besti í fimmtu umferð undankeppninnar að þessu sinni. Það eru engir aukvisar sem einnig eru tilnefndir en Slóvenin Luka Doncic og Finni Lauri Markkanen koma einnig til greina. Báðir leika þeir í NBA deildinni en Doncic spilar fyrir Dallas Mavericks og Markkanen fyrir Cleveland Cavaliers. Doncic leiddi lið Slóvena til sigurs gegn nágrönnum þeirra í Króatíu 97-69 og var nærrum því með þrefalda tvennu. Skoraði hann 21 stig, tók átta fráköst og gaf 10 stoðsendingar en Doncic var að snúa aftur í liði Slóvena síðan á Ólympíuleikunum í Tókíó. Sigurinn þýðir að Slóvenar fara áfram í næstu umferð. Markkanen leiddi sína menn frá Finnlandi til sigurs gegn Svíum og lagði mörg lóð á vogarskálarnar til þess en hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal fjórum boltum. Finnar eru einnig komnir áfram en þeir leika í sama riðli og Slóvenar. Who was the European Qualifiers GameDay 1 MVP? @luka7doncic x @kzs_si M.Ponitka x @KoszKadra A. Vezenkov x Bulgaria @MarkkanenLauri x @basketfinland T.Hlinason x @kkikarfa#FIBAWC x #WinForAll— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 2, 2022 Þá koma þeir Mateusz Ponitka frá Póllandi og Aleksandar Vezenkov frá Búlgaríu einnig til greina sem leikmenn umferðarinnar. Pólverjar unnu Ísrael í framlengdum leik 90-85 og Búlgarir töpuðu fyrir Litháum með tveimur stigum 72-70. Eins og áður segir þá er hægt að kjósa besta leikmann umferðarinnar en það er gert á heimasíðu FIBA. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. 2. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Tryggvi Snær skilaði tvöfaldri tvennu í 67-66 sigri Íslendinga á Hollendinum í gær en kappinn skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Að auki varði Tryggvi þrjú skot en alls taldi þetta saman sem 31 framlagspunkt. Tryggva virðist líða vel í Ólafssal en í tvíframlengdum sigurleik á móti Ítalíu í febrúar síðastliðnum átti Tryggvi stórleik þar sem hann tók 34 stig og tók 21 frákast. Heimasíða FIBA velur besta leikmann hverrar umferðar og er Tryggvi Snær einn af fimm leikmönnum sem koma til greina sem sá besti í fimmtu umferð undankeppninnar að þessu sinni. Það eru engir aukvisar sem einnig eru tilnefndir en Slóvenin Luka Doncic og Finni Lauri Markkanen koma einnig til greina. Báðir leika þeir í NBA deildinni en Doncic spilar fyrir Dallas Mavericks og Markkanen fyrir Cleveland Cavaliers. Doncic leiddi lið Slóvena til sigurs gegn nágrönnum þeirra í Króatíu 97-69 og var nærrum því með þrefalda tvennu. Skoraði hann 21 stig, tók átta fráköst og gaf 10 stoðsendingar en Doncic var að snúa aftur í liði Slóvena síðan á Ólympíuleikunum í Tókíó. Sigurinn þýðir að Slóvenar fara áfram í næstu umferð. Markkanen leiddi sína menn frá Finnlandi til sigurs gegn Svíum og lagði mörg lóð á vogarskálarnar til þess en hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal fjórum boltum. Finnar eru einnig komnir áfram en þeir leika í sama riðli og Slóvenar. Who was the European Qualifiers GameDay 1 MVP? @luka7doncic x @kzs_si M.Ponitka x @KoszKadra A. Vezenkov x Bulgaria @MarkkanenLauri x @basketfinland T.Hlinason x @kkikarfa#FIBAWC x #WinForAll— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 2, 2022 Þá koma þeir Mateusz Ponitka frá Póllandi og Aleksandar Vezenkov frá Búlgaríu einnig til greina sem leikmenn umferðarinnar. Pólverjar unnu Ísrael í framlengdum leik 90-85 og Búlgarir töpuðu fyrir Litháum með tveimur stigum 72-70. Eins og áður segir þá er hægt að kjósa besta leikmann umferðarinnar en það er gert á heimasíðu FIBA.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. 2. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
„Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. 2. júlí 2022 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20