Hollywood fréttir: Hata allir Chris Pratt? Heiðar Sumarliðason skrifar 3. júlí 2022 10:14 „Hvað gerði ég eiginlega?“ Sjónvarpsframleiðandinn Amy Berg velti því upp á Twitter árið 2020 hver væri óvinsælasti leikarinn með fornafnið Chris: Hemsworth, Evans, Pine eða Pratt. Pratt var þar níddur af miklum meirihluta svarenda. Síðan þá hefur hann þurft að þola að vera sagður óvinsælasti leikarinn með nafnið Chris í Hollywood. Amy Berg ætlaði að vera sniðug, en það sprakk í andlitið á henni. Chris Pratt velti því fyrir sér í nýlegu viðtali við Men's Health hvers vegna netverjar hötuðu hann? Sjálfur telur hann það tengjast misskilningi varðandi trúarskoðanir hans, þá helst vegna þakkarræðunnar sem hann hélt á kvikmyndaverðlaunum MTV árið 2018. Pratt tók þar á móti svokölluðu „Generation Award,“ og notaði tækifærið til að þakka Guði og sagði: Guð er raunverulegur. Guð elskar þig. Guð vill aðeins það besta fyrir þig. Síðar hefur Pratt sagst ekki vilja vera settur fram sem einhverskonar andlit kristinna trúarbragða. Hann segir mun á því að trúa á Guð og hins vegar að beygja sig undir venjur og siði skapaða af mönnum til að hafa stjórn á öðru fólki, hirða af þeim peninga, misnota börn, stela landsvæði og réttlæta hatur. Hann segir Guð raunverulegan, en illsku mannanna hafi hrifsað til sín trúna og misnotað hana. Einnig hefur Pratt verið sagður tilheyra Hillsong kirkjunni sem hefur verið gagnrýnd fyrir hatursfullar skoðanir á hinsegin fólk. Hann segir þetta alrangt, að hann tengist söfnuðinum ekki neitt, hafi aldrei komið inn í kirkjuna og þekki ekki nokkurn mann sem tilheyrir henni. Einnig hefur forstöðumaður kirkjunnar staðfest að Pratt sé ekki meðlimur hennar. Pratt skaut sig þó í fótinn þegar hann setti færslu á Instagram og tjáði sig um hve hamingjusamur hann væri með að eiginkona hans, Katherine Schwarzenegger, hefði fætt heilbrigða og fallega dóttur. Ýmsir tóku þessu sem skoti á fyrrum eiginkonu hans, leikkonuna Önnu Farris, en sonur þeirra fæddist sjö vikum fyrir tímann og hefur átt við ýmis heilsufarsvandamál að stríða. Þrátt fyrir að gagnrýna skipulögð trúarbrögð í viðtali við Men's Healt, þá talar Pratt samt um kirkjusókn sína í færslunni umdeildu. Pratt sagði þetta fjarri lagi og að hann hafi grátið yfir þeim illgjörnu hlutum sem skrifaðir voru um hann á netinu í kjölfarið. Verst þætti honum ef sonur hans, sem nú er níu ára gamall, myndi í framtíðinni lesa skrifin. Leikstjórinn Peter Gunn, sem stýrði Pratt í Guardians of the Galaxy hefur komið leikaranum til varnar. Hann segir hann einstaklega góðhjartaðan mann sem leggur sig fram við að hjálpa börnum í neyð og vera frábæran föður. Vinsældir hans meðal þorra almennings virðast þó enn miklar og hefur aðsókn á nýjustu kvikmynd hans Jurassic World Dominion farið fram úr vonum. Einnig hefur nýfrumsýnd þáttaröð með honum í aðalhlutverki á Amazon Prime fengið góðar viðtökur áhorfenda, því virðist það fjarri lagi að allir hati Chris. Stranger Things setur áhorfsmet Áhorfendur horfðu á Stranger Things í samtals 7,2 milljarða mínútur vikuna 30. maí til 5. júní, sem er mesta áhorf á staka þáttaröð síðan byrjað var að birta vikulegar streymistölur fyrir tveimur árum. Einnig náði þáttaröðin mesta áhorfi á staka þáttaröð yfir tveggja vikna tímabil frá upphafi mælinga, en það var 12,34 milljarðar mínútna. Krakkarnir mættir í fjórða sinn. Hingað til hafði engin þáttaröð farið yfir 6 milljarða mínútna markið á einni viku. Einu seríurnar sem áður höfðu farið yfir 5 milljarða mínútur voru Tiger King og Ozark vorið 2020 í miðju tímabili mikilla Covid lokanna. Þó ber að taka fram að þessi tala inniheldur einnig áhorf á fyrstu þrjár þáttaraðir Stranger Things á þessu tímabili, þó var langmestur hluti áhorfsins á nýju seríuna. Svona lítur topp 5 áhorfslistinn út fyrir 30. maí til 5. júní. 1. Stranger Things (Netflix), 7.2 milljarður mínútna. 2. The Lincoln Lawyer (Netflix), 966 milljónir mínútna. 3. Obi-Wan Kenobi (Disney+), 958 milljónir mínútna. 4. The Boys (Prime Video), 919 milljónir mínútna. 5. Ozark (Netflix), 644 milljónir mínútna. Minions setja aðsóknarmet Minions: The Rise of Gru er mest sótta kvikmyndin þessa helgina, en hún er sú fimmta í Despicable Me/Minions-seríunni. Hún fjallar um hvernig Gru fór frá því að vera venjulegur drengur í að verða það ofurillmenni sem aðdáendur kvikmyndabálksins þekkja. Aðsóknin Minions: The Rise of Gru hefur farið fram úr vonum. Samkvæmt spám mun innkoma myndarinnar enda í tæplega 130 milljónum dollara yfir fjögurra daga þjóðhátíðarhelgina í Bandaríkjunum. Þetta er mesta aðsókn á teiknimynd síðan Frozen 2 kom út árið 2019. Það staðfestir að fjölskyldur eru mættar aftur í kvikmyndahús, en getgátur voru um að ástæðan fyrir slælegri aðsókn á Lightyear væri að fjölskyldufólk væri enn hikandi við að mæta í bíó eftir Covid-19. Svo virðist þó ekki vera og sennilega var slöpp aðsóknin eingöngu myndinni sjálfri að kenna. Ef fram fer sem horfir mun The Rise of Gru bæta met Transformers: Dark of the Moon sem aðsóknarmesta kvikmyndin sem frumsýnd er fyrir þjóðhátíðarhelgina í Bandaríkjunum, en innkoman af henni var tæplega 116 milljónir dollara árið 2011. Á vefsíðunni Rotten Tomatoes er myndin með 66% jákvæða dóma, en meðaleinkunn helstu gagnrýnenda sem Metacritic tekur saman er þó aðeins 56 (sú einkunn er yfirleitt lægri en RT einkunnin sem tekur inn stærra mengi gagnrýnenda). Áhorfendaeinkunnin á Imdb.com stendur nú í 7,2 og 91% þeirra sem gefið hafa einkunn á RT eru jákvæðir gagnvart henni. Louis C.K. snýr aftur Snemma í júní sendi grínistinn Louis C.K. frá sér óvænta tilkynningu þar sem hann sagði frá því að hann hefði skrifað, leikstýrt, klippt og leikið í nýrri kvikmynd. Myndin heitir Fourth of July og er kómísk dramamynd. Hún var frumsýnd í vikunni sem leið fyrir fullum sal í Beacon kvikmyndahúsinu í New York. Myndin er ekki aðeins endurkoma Louis C.K. í kvikmyndagerð, heldur er hún hluti af tilraun hans til að koma sér aftur í náðina hjá almenningi, en árið 2017 sökuðu fimm konur hann um að hafa óumbeðið fróað sér fyrir framan þær. Hann játaði sakir og baðst afsökunar, en þó nokkur fyrirtæki í bransanum sneru baki við honum í kjölfarið. Myndina fjármagnaði hann sjálfur og fékk ýmsa vini sína og fyrrum samstarfsfólk til að aðstoða við að koma henni á koppinn. Þeir gagnrýnendur sem sáu frumsýninguna hafa þó verið allt annað en jákvæðir og fer endurkoma Louis C.K. því ekki sérlega vel af stað. Dómar gagnrýnenda hafa verið allt annað en jákvæðir. Nýtt í streymi fær slæma dóma Þeir nýju þættir og kvikmyndir sem komið hafa út að undanförnu á streymisveitum hafa ekki hlotið sérlega góðar viðtökur gagnrýnenda. Um miðjan júní frumsýndi Netflix kvikmyndina Spiderhead með Chris Hemsworth og Miles Teller í aðalhlutverkum. Meðaleinkunn gagnrýnenda á Metacritic er aðeins 54 og áhorfendur er álíka lítið hrifnir og er einkunn hennar frá notendum Imdb.com 5,4. Ekki minnst vinsæli Chris, Hemsworth nær ekki til áhorfenda. The Man from Toronto frá sömu streymisveitu fær enn verri útreið, en Woody Harrelson-myndin er eldrauð hjá Metacritic með meðaleinkunnina 34, á meðan hún er með einkunnina 5,7 frá notendum Imdb.com. Disney + frumsýndi sl. föstudag ævintýramyndina The Princess. Gagnrýnendur hafa almennt ekki farið mjúkum höndum um hana og er meðaleinkunnin hjá Metacritic 47. Áhorfendur eru ekki heldur hrifnir og er einkunn hennar á Imdb.com 5,4. Amazon Prime frumsýndi í sl. viku The Terminal List, nýja þætti með Chris Pratt í aðalhlutverki en gjá er milli gagnrýnenda og áhorfenda þar. Meðaleinkunn gagnrýnenda hjá Metacritic er 40 á meðan hún stendur í 8,1 frá áhorfendum á Imdb.com. Hollywood Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Amy Berg ætlaði að vera sniðug, en það sprakk í andlitið á henni. Chris Pratt velti því fyrir sér í nýlegu viðtali við Men's Health hvers vegna netverjar hötuðu hann? Sjálfur telur hann það tengjast misskilningi varðandi trúarskoðanir hans, þá helst vegna þakkarræðunnar sem hann hélt á kvikmyndaverðlaunum MTV árið 2018. Pratt tók þar á móti svokölluðu „Generation Award,“ og notaði tækifærið til að þakka Guði og sagði: Guð er raunverulegur. Guð elskar þig. Guð vill aðeins það besta fyrir þig. Síðar hefur Pratt sagst ekki vilja vera settur fram sem einhverskonar andlit kristinna trúarbragða. Hann segir mun á því að trúa á Guð og hins vegar að beygja sig undir venjur og siði skapaða af mönnum til að hafa stjórn á öðru fólki, hirða af þeim peninga, misnota börn, stela landsvæði og réttlæta hatur. Hann segir Guð raunverulegan, en illsku mannanna hafi hrifsað til sín trúna og misnotað hana. Einnig hefur Pratt verið sagður tilheyra Hillsong kirkjunni sem hefur verið gagnrýnd fyrir hatursfullar skoðanir á hinsegin fólk. Hann segir þetta alrangt, að hann tengist söfnuðinum ekki neitt, hafi aldrei komið inn í kirkjuna og þekki ekki nokkurn mann sem tilheyrir henni. Einnig hefur forstöðumaður kirkjunnar staðfest að Pratt sé ekki meðlimur hennar. Pratt skaut sig þó í fótinn þegar hann setti færslu á Instagram og tjáði sig um hve hamingjusamur hann væri með að eiginkona hans, Katherine Schwarzenegger, hefði fætt heilbrigða og fallega dóttur. Ýmsir tóku þessu sem skoti á fyrrum eiginkonu hans, leikkonuna Önnu Farris, en sonur þeirra fæddist sjö vikum fyrir tímann og hefur átt við ýmis heilsufarsvandamál að stríða. Þrátt fyrir að gagnrýna skipulögð trúarbrögð í viðtali við Men's Healt, þá talar Pratt samt um kirkjusókn sína í færslunni umdeildu. Pratt sagði þetta fjarri lagi og að hann hafi grátið yfir þeim illgjörnu hlutum sem skrifaðir voru um hann á netinu í kjölfarið. Verst þætti honum ef sonur hans, sem nú er níu ára gamall, myndi í framtíðinni lesa skrifin. Leikstjórinn Peter Gunn, sem stýrði Pratt í Guardians of the Galaxy hefur komið leikaranum til varnar. Hann segir hann einstaklega góðhjartaðan mann sem leggur sig fram við að hjálpa börnum í neyð og vera frábæran föður. Vinsældir hans meðal þorra almennings virðast þó enn miklar og hefur aðsókn á nýjustu kvikmynd hans Jurassic World Dominion farið fram úr vonum. Einnig hefur nýfrumsýnd þáttaröð með honum í aðalhlutverki á Amazon Prime fengið góðar viðtökur áhorfenda, því virðist það fjarri lagi að allir hati Chris. Stranger Things setur áhorfsmet Áhorfendur horfðu á Stranger Things í samtals 7,2 milljarða mínútur vikuna 30. maí til 5. júní, sem er mesta áhorf á staka þáttaröð síðan byrjað var að birta vikulegar streymistölur fyrir tveimur árum. Einnig náði þáttaröðin mesta áhorfi á staka þáttaröð yfir tveggja vikna tímabil frá upphafi mælinga, en það var 12,34 milljarðar mínútna. Krakkarnir mættir í fjórða sinn. Hingað til hafði engin þáttaröð farið yfir 6 milljarða mínútna markið á einni viku. Einu seríurnar sem áður höfðu farið yfir 5 milljarða mínútur voru Tiger King og Ozark vorið 2020 í miðju tímabili mikilla Covid lokanna. Þó ber að taka fram að þessi tala inniheldur einnig áhorf á fyrstu þrjár þáttaraðir Stranger Things á þessu tímabili, þó var langmestur hluti áhorfsins á nýju seríuna. Svona lítur topp 5 áhorfslistinn út fyrir 30. maí til 5. júní. 1. Stranger Things (Netflix), 7.2 milljarður mínútna. 2. The Lincoln Lawyer (Netflix), 966 milljónir mínútna. 3. Obi-Wan Kenobi (Disney+), 958 milljónir mínútna. 4. The Boys (Prime Video), 919 milljónir mínútna. 5. Ozark (Netflix), 644 milljónir mínútna. Minions setja aðsóknarmet Minions: The Rise of Gru er mest sótta kvikmyndin þessa helgina, en hún er sú fimmta í Despicable Me/Minions-seríunni. Hún fjallar um hvernig Gru fór frá því að vera venjulegur drengur í að verða það ofurillmenni sem aðdáendur kvikmyndabálksins þekkja. Aðsóknin Minions: The Rise of Gru hefur farið fram úr vonum. Samkvæmt spám mun innkoma myndarinnar enda í tæplega 130 milljónum dollara yfir fjögurra daga þjóðhátíðarhelgina í Bandaríkjunum. Þetta er mesta aðsókn á teiknimynd síðan Frozen 2 kom út árið 2019. Það staðfestir að fjölskyldur eru mættar aftur í kvikmyndahús, en getgátur voru um að ástæðan fyrir slælegri aðsókn á Lightyear væri að fjölskyldufólk væri enn hikandi við að mæta í bíó eftir Covid-19. Svo virðist þó ekki vera og sennilega var slöpp aðsóknin eingöngu myndinni sjálfri að kenna. Ef fram fer sem horfir mun The Rise of Gru bæta met Transformers: Dark of the Moon sem aðsóknarmesta kvikmyndin sem frumsýnd er fyrir þjóðhátíðarhelgina í Bandaríkjunum, en innkoman af henni var tæplega 116 milljónir dollara árið 2011. Á vefsíðunni Rotten Tomatoes er myndin með 66% jákvæða dóma, en meðaleinkunn helstu gagnrýnenda sem Metacritic tekur saman er þó aðeins 56 (sú einkunn er yfirleitt lægri en RT einkunnin sem tekur inn stærra mengi gagnrýnenda). Áhorfendaeinkunnin á Imdb.com stendur nú í 7,2 og 91% þeirra sem gefið hafa einkunn á RT eru jákvæðir gagnvart henni. Louis C.K. snýr aftur Snemma í júní sendi grínistinn Louis C.K. frá sér óvænta tilkynningu þar sem hann sagði frá því að hann hefði skrifað, leikstýrt, klippt og leikið í nýrri kvikmynd. Myndin heitir Fourth of July og er kómísk dramamynd. Hún var frumsýnd í vikunni sem leið fyrir fullum sal í Beacon kvikmyndahúsinu í New York. Myndin er ekki aðeins endurkoma Louis C.K. í kvikmyndagerð, heldur er hún hluti af tilraun hans til að koma sér aftur í náðina hjá almenningi, en árið 2017 sökuðu fimm konur hann um að hafa óumbeðið fróað sér fyrir framan þær. Hann játaði sakir og baðst afsökunar, en þó nokkur fyrirtæki í bransanum sneru baki við honum í kjölfarið. Myndina fjármagnaði hann sjálfur og fékk ýmsa vini sína og fyrrum samstarfsfólk til að aðstoða við að koma henni á koppinn. Þeir gagnrýnendur sem sáu frumsýninguna hafa þó verið allt annað en jákvæðir og fer endurkoma Louis C.K. því ekki sérlega vel af stað. Dómar gagnrýnenda hafa verið allt annað en jákvæðir. Nýtt í streymi fær slæma dóma Þeir nýju þættir og kvikmyndir sem komið hafa út að undanförnu á streymisveitum hafa ekki hlotið sérlega góðar viðtökur gagnrýnenda. Um miðjan júní frumsýndi Netflix kvikmyndina Spiderhead með Chris Hemsworth og Miles Teller í aðalhlutverkum. Meðaleinkunn gagnrýnenda á Metacritic er aðeins 54 og áhorfendur er álíka lítið hrifnir og er einkunn hennar frá notendum Imdb.com 5,4. Ekki minnst vinsæli Chris, Hemsworth nær ekki til áhorfenda. The Man from Toronto frá sömu streymisveitu fær enn verri útreið, en Woody Harrelson-myndin er eldrauð hjá Metacritic með meðaleinkunnina 34, á meðan hún er með einkunnina 5,7 frá notendum Imdb.com. Disney + frumsýndi sl. föstudag ævintýramyndina The Princess. Gagnrýnendur hafa almennt ekki farið mjúkum höndum um hana og er meðaleinkunnin hjá Metacritic 47. Áhorfendur eru ekki heldur hrifnir og er einkunn hennar á Imdb.com 5,4. Amazon Prime frumsýndi í sl. viku The Terminal List, nýja þætti með Chris Pratt í aðalhlutverki en gjá er milli gagnrýnenda og áhorfenda þar. Meðaleinkunn gagnrýnenda hjá Metacritic er 40 á meðan hún stendur í 8,1 frá áhorfendum á Imdb.com.
Hollywood Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira