Trump hótaði Svíþjóð viðskiptastríði vegna rappara Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2022 15:13 Dómsmálaráðherra Svía hefur greint frá því að árið 2019 hafi Donald Trump hótað landinu með viðskiptastríði og viðskiptaþvingunum vegna fangelsunar bandaríska rapparans A$AP Rocky. EPA/Kamil Krzaczynski Donald Trump hótaði Svíum viðskiptastríði vegna fangelsunar bandaríska rapparans A$AP Rocky árið 2019 segir Morgan Johansson, dómsmálaráðherra Svía, í viðtali við Dagens Nyheter. Bandaríski rapparinn A$AP Rocky var handtekinn og ákærður fyrir líkamsárás árið 2019 eftir að myndband af honum að ráðast á aðdáenda úti á götu kom í ljós. Trump tjáði sig mikið um mál Rocky á samfélagsmiðlum og sagði opinberlega að Stefan Lofven, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hafi valdið sér vonbrigðum. Trump krafði Svía um frelsun A$AP Rocky.Skjáskot „Veitið A$AP Rocky FRELSI,“ stóð í færslu Trumps á Twitter og þar stóð enn fremur „Við gerum svo mikið fyrir Svíþjóð en það virðist ekki ganga í báðar áttir. Svíþjóð ætti að einblína á sitt raunverulega glæpavandamál.“ A$AP Rocky var á endanum fundinn sekur og hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Beitti Svía þrýstingi Í viðtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter á þriðjudag sagði Morgan Johansson, dómsmálaráðherra Svía, að Trump hefði varað sænsku ríkisstjórnina við viðskiptaþvingunum ef A$AP Rocky yrði ekki veitt frelsi. Trump fagnaði heimkomu Rocky með orðagrínsfærslu á Twitter.Skjáskot Að sögn Johansson hafi Trump einnig sagst vera búinn að óska eftir stuðningi framkvæmdastjórnar ESB. „Þessi saga sýnir hve mikilvægt það er að standa með lagalegum meginreglum og taka lýðræðinu ekki sem gefnu,“ sagði sænski dómsmálaráðherrann. „Ef þú getur reynt að gera eitthvað svona gegn Svíþjóð, hvað ætlarðu þá að reyna að gera við lönd sem eru veikbyggðari og hafa ekki Evrópusambandið á bak við sig.“ Svíþjóð Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þykir dómurinn yfir A$AP Rocky vægur en áfrýja þó ekki Sænskir saksóknarar munu ekki áfrýja dómnum yfir bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás í Stokkhólmi um miðjan ágúst. 27. ágúst 2019 07:45 ASAP Rocky hlaut dóm í Svíþjóð Þessi þrítugi rappari var viðriðinn slagsmál í höfuðborg Svíþjóðar í júní síðastliðnum. 14. ágúst 2019 12:27 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky var handtekinn og ákærður fyrir líkamsárás árið 2019 eftir að myndband af honum að ráðast á aðdáenda úti á götu kom í ljós. Trump tjáði sig mikið um mál Rocky á samfélagsmiðlum og sagði opinberlega að Stefan Lofven, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hafi valdið sér vonbrigðum. Trump krafði Svía um frelsun A$AP Rocky.Skjáskot „Veitið A$AP Rocky FRELSI,“ stóð í færslu Trumps á Twitter og þar stóð enn fremur „Við gerum svo mikið fyrir Svíþjóð en það virðist ekki ganga í báðar áttir. Svíþjóð ætti að einblína á sitt raunverulega glæpavandamál.“ A$AP Rocky var á endanum fundinn sekur og hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Beitti Svía þrýstingi Í viðtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter á þriðjudag sagði Morgan Johansson, dómsmálaráðherra Svía, að Trump hefði varað sænsku ríkisstjórnina við viðskiptaþvingunum ef A$AP Rocky yrði ekki veitt frelsi. Trump fagnaði heimkomu Rocky með orðagrínsfærslu á Twitter.Skjáskot Að sögn Johansson hafi Trump einnig sagst vera búinn að óska eftir stuðningi framkvæmdastjórnar ESB. „Þessi saga sýnir hve mikilvægt það er að standa með lagalegum meginreglum og taka lýðræðinu ekki sem gefnu,“ sagði sænski dómsmálaráðherrann. „Ef þú getur reynt að gera eitthvað svona gegn Svíþjóð, hvað ætlarðu þá að reyna að gera við lönd sem eru veikbyggðari og hafa ekki Evrópusambandið á bak við sig.“
Svíþjóð Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þykir dómurinn yfir A$AP Rocky vægur en áfrýja þó ekki Sænskir saksóknarar munu ekki áfrýja dómnum yfir bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás í Stokkhólmi um miðjan ágúst. 27. ágúst 2019 07:45 ASAP Rocky hlaut dóm í Svíþjóð Þessi þrítugi rappari var viðriðinn slagsmál í höfuðborg Svíþjóðar í júní síðastliðnum. 14. ágúst 2019 12:27 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Þykir dómurinn yfir A$AP Rocky vægur en áfrýja þó ekki Sænskir saksóknarar munu ekki áfrýja dómnum yfir bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás í Stokkhólmi um miðjan ágúst. 27. ágúst 2019 07:45
ASAP Rocky hlaut dóm í Svíþjóð Þessi þrítugi rappari var viðriðinn slagsmál í höfuðborg Svíþjóðar í júní síðastliðnum. 14. ágúst 2019 12:27
Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53