Innlent

Haförn sást í Mjóafirði

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Haförninn er hvað glæsilegastur þegar hann svífur gegnum loftið.
Haförninn er hvað glæsilegastur þegar hann svífur gegnum loftið. Helen María Björnsdóttir

Fjölskylda sá til hafarnar í Mjóafirði á leið þeirra til Þingeyrar. Ljósmyndarinn Helen María Björnsdóttir náði nokkrum frábærum myndum af fuglinum.

Samkvæmt vef Fuglaverndar verptu ernir um land allt í kringum aldamótin 1900 en þeim var næstum útrýmt á fyrri hluta 20. aldar með skotum og eitri. Nú verpa þeir aðeins á vestanverðu landinu. Stofninn hefur þó vaxið hægt og bítandi frá sjöunda áratugnum eftir að sett var bann við eitrun tófunnar árið 1964.

Íslenski arnarstofninn var kominn niður í örfáa fugla á sjöunda áratugnum en hefur stækkað hægt og bítandi síðan þá.Helen María Björnsdóttir

Krist­inn Hauk­ur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, áætlaði í fyrra að arn­ar­stofn­inn teldi á fjórða hundrað fugla. Stór hluti hans væru þó ung­fugl­ar, sem al­gengt væri að byrjuðu að verpa fimm til sex ára. Á sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar voru arna­pör­in aðeins tal­in vera ríf­lega 20.

Í fyrra gekk varp haf­arn­ar­ins vel og komust alls 58 ung­ar á legg.Helen María Björnsdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×