Nokkrum Íslendingum boðið á Michelin-verðlaunaathöfnina Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2022 14:00 Frá vinstri: Agne Petkeviciute, Guðgeir Ingi Kanneworff Steindórsson, Rúnar Pierre Heriveaux yfirkokkur á ÓX og Þráinn Freyr Vigfússon stofnandi og einn eigenda ÓX. Þeir Rúnar og Þráinn eru staddir í Stafangri. Aðsend Nýr Michelin-leiðarvísir verður kynntur við hátíðlega athöfn í Stafangri í Noregi í dag. Þá kemur í ljós hvaða veitingastaðir á Norðurlöndum hljóta hina eftirsóttu Michelin-stjörnu. Eigendur tveggja íslenskra veitingahúsa hafa fengið boð á athöfnina. Vísir frétti af því að Þráinn Freyr Vigfússon, stofnandi og einn eigenda ÓX á Laugarvegi, hefði lagt land undir fót um helgina og farið til Stafangurs. Í samtali við Vísi staðfesir Þráinn að hann sé í Noregi og ástæðan sé einföld; hann fékk boð á Michelin-athöfnina í kvöld. Þráinn Freyr hefur komið víða við í íslenska veitingabransanum. Um þessar mundir rekur hann ÓX, Sumac og Silfru.Aðsend Hann er ásamt samferðafólki sínu spenntur fyrir kvöldinu en bendir þó á að boð á athöfnina þýði ekki endilega að ÓX fái stjörnuna eftirsóttu. Það komi ekki í ljós fyrr en eftir að tilkynnt hefur verið um val dómnefndarinnar. Fari allt á besta veg fyrir Þráin og félaga mun ÓX verða annar veitingastaðurinn hér á landi sem hlýtur Michelin-stjörnu. Fyrir er veitingastaðurinn Dill með eina stjörnu. Vísir hefur einmitt öruggar heimildir fyrir því að Gunnar Karl Gíslason, yfirkokkur og einn eigenda Dill, sé einnig í Stafangri og hafi fengið boð á athöfnina í kvöld. Gunnar Karl hefur tvisvar farið utan og komið heim með stjörnu fyrir Dill, því er spennandi að sjá hvort honum takist að endurnýja stjörnuna sem hann tók með heim í fyrra. Gunnar Karl Gíslason er stofnandi og einn eigenda Dill, fyrsta íslenska veitingastaðarins sem hlaut Michelin-stjörnu.Aðsend Fylgjast má með athöfninni í beinni útsendingu hér að neðan en hún hefst klukkan 16:00. Michelin Noregur Veitingastaðir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Veitingastaðurinn DILL fær Michelin stjörnu Fékk eina stjörnu. 22. febrúar 2017 10:15 Dill fær Michelin-stjörnu á ný Veitingastaðurinn Dill á Laugavegi var rétt í þessu að endurheimta Michelin-stjörnu sína, en slíkar stjörnur eru veittar þeim veitingastöðum sem taldir eru skara fram úr. 17. febrúar 2020 17:03 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Vísir frétti af því að Þráinn Freyr Vigfússon, stofnandi og einn eigenda ÓX á Laugarvegi, hefði lagt land undir fót um helgina og farið til Stafangurs. Í samtali við Vísi staðfesir Þráinn að hann sé í Noregi og ástæðan sé einföld; hann fékk boð á Michelin-athöfnina í kvöld. Þráinn Freyr hefur komið víða við í íslenska veitingabransanum. Um þessar mundir rekur hann ÓX, Sumac og Silfru.Aðsend Hann er ásamt samferðafólki sínu spenntur fyrir kvöldinu en bendir þó á að boð á athöfnina þýði ekki endilega að ÓX fái stjörnuna eftirsóttu. Það komi ekki í ljós fyrr en eftir að tilkynnt hefur verið um val dómnefndarinnar. Fari allt á besta veg fyrir Þráin og félaga mun ÓX verða annar veitingastaðurinn hér á landi sem hlýtur Michelin-stjörnu. Fyrir er veitingastaðurinn Dill með eina stjörnu. Vísir hefur einmitt öruggar heimildir fyrir því að Gunnar Karl Gíslason, yfirkokkur og einn eigenda Dill, sé einnig í Stafangri og hafi fengið boð á athöfnina í kvöld. Gunnar Karl hefur tvisvar farið utan og komið heim með stjörnu fyrir Dill, því er spennandi að sjá hvort honum takist að endurnýja stjörnuna sem hann tók með heim í fyrra. Gunnar Karl Gíslason er stofnandi og einn eigenda Dill, fyrsta íslenska veitingastaðarins sem hlaut Michelin-stjörnu.Aðsend Fylgjast má með athöfninni í beinni útsendingu hér að neðan en hún hefst klukkan 16:00.
Michelin Noregur Veitingastaðir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Veitingastaðurinn DILL fær Michelin stjörnu Fékk eina stjörnu. 22. febrúar 2017 10:15 Dill fær Michelin-stjörnu á ný Veitingastaðurinn Dill á Laugavegi var rétt í þessu að endurheimta Michelin-stjörnu sína, en slíkar stjörnur eru veittar þeim veitingastöðum sem taldir eru skara fram úr. 17. febrúar 2020 17:03 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Dill fær Michelin-stjörnu á ný Veitingastaðurinn Dill á Laugavegi var rétt í þessu að endurheimta Michelin-stjörnu sína, en slíkar stjörnur eru veittar þeim veitingastöðum sem taldir eru skara fram úr. 17. febrúar 2020 17:03