Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um skotárásina í dönsku verslunarmiðstöðinni Field's sem gerð var í gær þar sem þrír létu lífið og fjórir særðust. Við heyrum meðal annars í sendiherra Íslendinga í Kaupmannahöfn og Íslendingi sem starfar í verslunarmiðstöðinni. 

Þá fjöllum við áfram um mistökin sem gerð voru hjá Fjársýslu ríkisins en formaður dómarafélagsins segir stéttina enn harða á því að að ákvörðun um að krefjast endurgreiðslu ofgreiddra launa sé ekki í samræmi við lög. 

Einnig verður rætt við forstjóra Icelandair en félagið hefur bætt við sig breiðþotu til að anna eftirspurn og heyrum í fréttamanni okkar sem stödd er á Landsmóti hestamanna á Hellu en mótið fer nú loksins fram eftir hlé vegna kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×