Listi yfir umsækjendur hefur verið birtur á vef Mosfellsbæjar, en það voru Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn sem komust að samkomulagi um myndun meirihluta eftir sveitarstjórnarkosningar í maí.
Í hópi umsækjenda eru Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar, Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri, Karl Óttar Pétursson, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Kristján Sturluson, fyrrverandi sveitarstjóri Dalabyggðar, Kristján Þór Magnússon, fyrrverandi sveitarstjóri Norðurþings, Matthildur Ásmundardóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Þórdís Sif Sigurðardóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar.
Að neðan má sjá lista yfir umsækjendur:
- Árni Jónsson – Forstöðumaður
- Gísli Halldór Halldórsson – Fyrrv. bæjarstjóri
- Glúmur Baldvinsson – Leiðsögumaður
- Gunnar Hinrik Hafsteinsson – Meistaranemi
- Gunnlaugur Sighvatsson – Ráðgjafi
- Gylfi Þór Þorsteinsson – Aðgerðastjóri
- Helga Ingólfsdóttir – Bæjarfulltrúi
- Ingólfur Guðmundsson – Forstjóri
- Jón Eggert Guðmundsson – Kerfisstjóri
- Jóna Guðrún Kristinsdóttir – Verkefnastjóri
- Karl Óttar Pétursson – Lögmaður
- Kristinn Óðinsson – Fjármálastjóri
- Kristján Sturluson – Bæjarstjóri
- Kristján Þór Magnússon – Fyrrv. sveitarstjóri
- Lína Björg Tryggvadóttir – Skrifstofustjóri
- Matthildur Ásmundardóttir – Fyrrv. sveitarstjóri
- Ólafur Dan Snorrason – Rekstrar- og starfsmannastjóri
- Óskar Örn Ágústsson – Fjármálastjóri
- Regína Ásvaldsdóttir – Sviðsstjóri
- Sigurður Erlingsson – Stjórnarformaður
- Sigurður Ragnarsson – Framkvæmdastjóri
- Sigurjón Nói Ríkharðsson – Nemi
- Þorsteinn Þorsteinsson – Deildarstjóri
- Þórdís Sif Sigurðardóttir – Lögfræðingur
- Þórdís Sveinsdóttir – Lánastjóri