Heimir um markmannsstöðuna: Það má ekki nota orðið samkeppni í dag Árni Gísli Magnússon skrifar 4. júlí 2022 20:55 Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét KA og Valur skildu jöfn, 1-1, á Greifavellinum á Akureyri nú í kvöld. Heimi Guðjónssyni, þjálfara Vals, fannst jafntefli vera sanngjörn niðurstaða . „Mér fannst við fínir á köflum í þessum leik, vorum með góð tök á honum, komumst að mínu mati sanngjarnt yfir og voru forsendur fyrir því að sigla þessu heim en svo gerum við mistök sem verður þess valdandi að við missum mann út af og KA liðið er gríðarlega sterkt og við þurftum að bakka til baka og þeir sköpuðu sér færi og í endann þá held ég að við getum alveg þakkað fyrir þetta stig, erfiður útivöllur og við verðum að taka það og halda áfram.” Guðmundur Andri Tryggvason fékk að líta rauða spjaldið á 68. mínútu þegar hann slæmdi hendi í andlitið á Kristijan Jajalo, markmanni KA, og telur Heimir að það hafi verið rétt en hann var þó ekki sáttur við dómgæsluna heilt yfir í leiknum. „Ég held að þetta hafi verið réttur dómur þaðan sem ég stóð, ég held að hann hafi slæmt hendinni í hann, viljandi eða óviljandi, ég veit það ekki en Elli (Erlendur Eiríksson dómari) var vel staðsettur og bara í engum vafa þannig ég treysti honum í því en mér fannst hann reyndar í leiknum dæma þannig að eins og bara þegar Sigurður Egill var að komast upp vænginn og Dusan missir hann og grípur um andlitið á sér og hann dæmir aukaspynu, mér fannst svona atriði sem að voru ekki að falla með okkur.” „Já nokkurnveginn, komum og pressuðum í byrjum og fengum eitt, tvö góð færi, áttum skalla í slá frá Hólmari og KA liðið er mjög vel skipulagt og góðir í skyndisóknum með Ásgeir og Elfar frammi þannig að þú þarft að vera klókur í varnarleiknum og mér fannst við gera það og eins og ég segi þurfum við bara að halda áfram”, bætti Heimir við aðspurður hvort leikurinn hafi spilast eins og hann bjóst við. Frederik Schram er genginn til liðs við Val á láni út tímabilið en hann byrjaði á bekknum í dag og Guy Smit stóð á milli stanganna. Er Frederik Schram mættur til þess að veita Guy Smit beina samkeppni? „Já auðvitað, en það er alltaf þannig í dag að það má ekki nota orðið samkeppni en það er samkeppni. Það næst aldrei árangur að mínu mati án þess að það sé samkeppni.” Eru einhverjar vendingar á leikmannamarkaðnum hjá Val um þessar mundir? „Nei ekki eins og staðan er í dag, ég viðurkenni það, við náttúrulega misstum Almarr og við erum að skoða leikmannamarkaðinn en hann er erfiður núna, það er ekkert að gerast.” Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KA-Valur 1-1 | KA og Valur skiptu stigunum á milli sín KA og Valur fengu eitt stig hvort er liðin gerði 1-1 jafntefli í 11. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið hefðu nálgast toppbaráttuna með sigri, en liðin þurfa að gera sér jafntefli að góðu. 4. júlí 2022 19:52 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira
„Mér fannst við fínir á köflum í þessum leik, vorum með góð tök á honum, komumst að mínu mati sanngjarnt yfir og voru forsendur fyrir því að sigla þessu heim en svo gerum við mistök sem verður þess valdandi að við missum mann út af og KA liðið er gríðarlega sterkt og við þurftum að bakka til baka og þeir sköpuðu sér færi og í endann þá held ég að við getum alveg þakkað fyrir þetta stig, erfiður útivöllur og við verðum að taka það og halda áfram.” Guðmundur Andri Tryggvason fékk að líta rauða spjaldið á 68. mínútu þegar hann slæmdi hendi í andlitið á Kristijan Jajalo, markmanni KA, og telur Heimir að það hafi verið rétt en hann var þó ekki sáttur við dómgæsluna heilt yfir í leiknum. „Ég held að þetta hafi verið réttur dómur þaðan sem ég stóð, ég held að hann hafi slæmt hendinni í hann, viljandi eða óviljandi, ég veit það ekki en Elli (Erlendur Eiríksson dómari) var vel staðsettur og bara í engum vafa þannig ég treysti honum í því en mér fannst hann reyndar í leiknum dæma þannig að eins og bara þegar Sigurður Egill var að komast upp vænginn og Dusan missir hann og grípur um andlitið á sér og hann dæmir aukaspynu, mér fannst svona atriði sem að voru ekki að falla með okkur.” „Já nokkurnveginn, komum og pressuðum í byrjum og fengum eitt, tvö góð færi, áttum skalla í slá frá Hólmari og KA liðið er mjög vel skipulagt og góðir í skyndisóknum með Ásgeir og Elfar frammi þannig að þú þarft að vera klókur í varnarleiknum og mér fannst við gera það og eins og ég segi þurfum við bara að halda áfram”, bætti Heimir við aðspurður hvort leikurinn hafi spilast eins og hann bjóst við. Frederik Schram er genginn til liðs við Val á láni út tímabilið en hann byrjaði á bekknum í dag og Guy Smit stóð á milli stanganna. Er Frederik Schram mættur til þess að veita Guy Smit beina samkeppni? „Já auðvitað, en það er alltaf þannig í dag að það má ekki nota orðið samkeppni en það er samkeppni. Það næst aldrei árangur að mínu mati án þess að það sé samkeppni.” Eru einhverjar vendingar á leikmannamarkaðnum hjá Val um þessar mundir? „Nei ekki eins og staðan er í dag, ég viðurkenni það, við náttúrulega misstum Almarr og við erum að skoða leikmannamarkaðinn en hann er erfiður núna, það er ekkert að gerast.”
Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KA-Valur 1-1 | KA og Valur skiptu stigunum á milli sín KA og Valur fengu eitt stig hvort er liðin gerði 1-1 jafntefli í 11. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið hefðu nálgast toppbaráttuna með sigri, en liðin þurfa að gera sér jafntefli að góðu. 4. júlí 2022 19:52 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira
Leik lokið: KA-Valur 1-1 | KA og Valur skiptu stigunum á milli sín KA og Valur fengu eitt stig hvort er liðin gerði 1-1 jafntefli í 11. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið hefðu nálgast toppbaráttuna með sigri, en liðin þurfa að gera sér jafntefli að góðu. 4. júlí 2022 19:52