Mi Vuoi sækir innblástur í ólíkar og andstæðar tónlistarstefnur og fylgir heimspekinni um að meira sé meira. Takturinn er undir áhrifum partý lagsins Better Off Alone með Alice Deejay frá árinu 1999. Tumi Magnússon spilar á saxófón og Kuntessa syngur á tjáningarfullan hátt á ítölsku.
Hljómsveitin Ultraflex er skipuð tónlistarkonunum Farao frá Noregi og Special-K frá Íslandi. Þær hafa spilað víða og gefið út fjöldan allan af lögum og myndböndum. Ásamt því hafa þær unnið til Íslensku Tónlistarverðlaunanna og hlotið önnur verðlaun á sínum sviðum.
Tónlistarmyndbandinu lýsa þær sem avant garde en listamaðurinn Douglas Dare sá um að taka það upp. Tökur fóru fram í London og sýnir meðlimi Ultraflex sinna vikuverkum sínum.
Hér má sjá myndbandið:
Aðdáendur sveitarinnar geta einnig glaðst yfir því að Ultraflex mun svo senda frá sér plötuna Infinite Wellness þann 7. október næstkomandi.