Unnur Valborg ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2022 13:40 Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Aðsend Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ráðið Unni Valborgu Hilmarsdóttur í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni byggðarráðs Húnaþings vestra, en gert er ráð fyrir að Unnur taki til starfa í september. „Unnur er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands (MPA), B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands, viðbótardiplomu í rekstri og stjórnun frá EHÍ. Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þar áður var hún oddviti sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra. Hún starfaði um árabil við ráðgjöf og námskeiðahald, í eigin fyrirtæki og hjá Dale Carnegie á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Þorleifi Karli Eggertssyni, oddviti sveitarstjórnar, að það sé mikill fengur að fá eins öfluga konu og Unni til starfa fyrir sveitarfélagið. „Í störfum sínum undanfarin ár hefur hún öðlast yfirgripsmikla þekkingu á stjórnkerfinu sem mun nýtast vel í sveitarstjórahlutverkinu. Hún þekkir samfélagið hér vel og hefur metnað og kraft til að stuðla að enn frekari eflingu þess. Við í sveitarstjórn berum miklar væntingar til samstarfsins.“ Þá segir Unnur að hún sé þakklát og stolt yfir að fá tækifæri til að vinna í þágu Húnaþings vestra. „Hér er gott fólk sem myndar afar öflugt samfélag sem hefur alla burði til að eflast enn frekar á komandi árum. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til að svo megi verða,“ segir Unnur. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynda meirihluta sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Framsóknarflokkur fékk þrjá menn kjörna í sveitarstjórn í kosningunum í maí, en Sjálfstæðisflokkur tvo. Í minnihluta er N-listi sem fékk tvo menn kjörna. Þorleifur Karl Eggertsson, Framsóknarflokki, er oddviti sveitarstjórnar en Magnús Magnússon, Sjálfstæðisflokki er formaður byggðarráðs. Húnaþing vestra Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bættu við sig eftir endurtalningu Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna. 19. maí 2022 23:11 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni byggðarráðs Húnaþings vestra, en gert er ráð fyrir að Unnur taki til starfa í september. „Unnur er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands (MPA), B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands, viðbótardiplomu í rekstri og stjórnun frá EHÍ. Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þar áður var hún oddviti sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra. Hún starfaði um árabil við ráðgjöf og námskeiðahald, í eigin fyrirtæki og hjá Dale Carnegie á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Þorleifi Karli Eggertssyni, oddviti sveitarstjórnar, að það sé mikill fengur að fá eins öfluga konu og Unni til starfa fyrir sveitarfélagið. „Í störfum sínum undanfarin ár hefur hún öðlast yfirgripsmikla þekkingu á stjórnkerfinu sem mun nýtast vel í sveitarstjórahlutverkinu. Hún þekkir samfélagið hér vel og hefur metnað og kraft til að stuðla að enn frekari eflingu þess. Við í sveitarstjórn berum miklar væntingar til samstarfsins.“ Þá segir Unnur að hún sé þakklát og stolt yfir að fá tækifæri til að vinna í þágu Húnaþings vestra. „Hér er gott fólk sem myndar afar öflugt samfélag sem hefur alla burði til að eflast enn frekar á komandi árum. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til að svo megi verða,“ segir Unnur. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynda meirihluta sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Framsóknarflokkur fékk þrjá menn kjörna í sveitarstjórn í kosningunum í maí, en Sjálfstæðisflokkur tvo. Í minnihluta er N-listi sem fékk tvo menn kjörna. Þorleifur Karl Eggertsson, Framsóknarflokki, er oddviti sveitarstjórnar en Magnús Magnússon, Sjálfstæðisflokki er formaður byggðarráðs.
Húnaþing vestra Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bættu við sig eftir endurtalningu Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna. 19. maí 2022 23:11 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bættu við sig eftir endurtalningu Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna. 19. maí 2022 23:11