Rishi Sunak, fjármálaráðherra, og Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sögðu báðir af sér seinni partinn í dag.
Áðurnefndur þingmaður heitir Chris Pincher. Hann var í síðustu viku sakaður um að káfa á tveimur mönnum en í kjölfarið hafa fregnir borist af fleiri ásökunum gegn honum á undanförnum árum. Þar á meðal ásakanir um að hann hafi brotið af sér þegar hann starfaði innan utanríkisráðuneyti Bretlands fyrir þremur árum, þegar Johnson var utanríkisráðherra.
Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að Johnson hafi vitað af ásökunum þá. Þrátt fyrir það skipaði hann Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns í febrúar.
Embætti forsætisráðherra hafði áður sagt að Johnson hefði ekki vitað af fyrri ásökunum gegn Pincher, en Johnson viðurkenndi það þó í viðtali í dag. Þá sagði hann að það hann hefði vitað af því. Pincher hefði beðist afsökunar á sínum tíma en Johnson sagði að hann hefði átt að vita að Pincher hefði ekki lært sína lexíu og myndi ekki breytast.
Johnson baðst svo afsökunar á því að hafa skipað Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns.
BBC hefur eftir nánum bandamanni Johnsons að ríkisstjórn hans verði fallin á morgun. Enginn forsætisráðherra geti lifað afsagnir sem þessar af.
Sendu Boris tóninn
Sunak, sem er næst æðsti meðlimur ríkisstjórnar Bretlands, birti í dag afsagnarbréf sem hann sendi Johnson. Í því bréfi segist hann stoltur af störfum sínum í ríkisstjórninni og þakklátur Johnson fyrir tækifærið.
Sunak segir að hann sé ekki sammála Johnson varðandi þá erfiðleika sem ríkið standi frammi fyrir og hvernig stýra eigi Bretlandi í gegnum þann ólgusjó sem framundan er.
The public rightly expect government to be conducted properly, competently and seriously.
— Rishi Sunak (@RishiSunak) July 5, 2022
I recognise this may be my last ministerial job, but I believe these standards are worth fighting for and that is why I am resigning.
My letter to the Prime Minister below. pic.twitter.com/vZ1APB1ik1
Javik birti afsagnarbréf sitt sömuleiðis og skýtur nokkrum skotum að Johnson. Í bréfinu segir hann að almenningur búist við heilindum frá ríkisstjórn Bretlands. Sá tónn sem Johnson hafi sett sem leiðtogi og þau gildi sem hann hafi í forgrunni, hafi áhrif á samstarfsmenn hans, flokksmeðlimi og ríkið allt.
Nú sé útlit fyrir að fólkið telji að ríkinu sé ekki stjórnað af heilindum.
Javki vísar til þess að vantrauststillaga sem lögð var fyrir þingið nýverið hafi sýnt fram á að margir meðlimir Íhaldsflokksins séu sammála. Það hafi verið tími fyrir auðmýkt og stefnubreytingu.
„Því miður er mér ljóst að ástandið mun ekki breytast undir þinni stjórn og þú hefur því einnig misst traust mitt,“ skrifaði Javik.
I have spoken to the Prime Minister to tender my resignation as Secretary of State for Health & Social Care.
— Sajid Javid (@sajidjavid) July 5, 2022
It has been an enormous privilege to serve in this role, but I regret that I can no longer continue in good conscience. pic.twitter.com/d5RBFGPqXp