„Við verðum að gera betur“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júlí 2022 20:01 Loftslagsráð og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna stjórnvöld fyrir óskýr markmið í loftslagsmálum á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda eykst gríðarlega hratt eftir heimsfaraldur. Ráðherra tekur undir þetta og vill gera betur. Eftir mikinn samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu í faraldrinum er hún á hraðri uppleið aftur. Samkvæmt nýrri Hagsjá Landsbankans jókst losun á Íslandi um rúm þrjú prósent í fyrra og um 6 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Við útreikningana er þó ekki miðað við alþjóðlega staðla eins og ríkið gerir og niðurstöðurnar mun grófari. Hér er til dæmis losun vegna rekstrar íslenskra aðila hvar sem hann á sér stað í heiminum tekin með í reikninginn. „Hún hefði þurft að vera sex prósent niður en ekki þrjú prósent upp. Og þetta sýnir ef til vill hvað það skortir á festu og framfylgni af hálfu stjórnvalda til að draga úr losun. Og þau eru ekki alveg búin að setja það fyrir sig hvað þau ætla að gera og hvernig þau ætla að gera það,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hvað eiga stjórnvöld að gera? „Sennilega er mikilvirkast að draga úr losun í vegasamgöngu, það er að segja frá bílum. Það þarf að skipta hraðar yfir í raforku, leggja gömlum bílum sem brenna bensíni og olíu og hækka gjaldið sem að fólk fær greitt fyrir að leggja þeim,“ segir Árni. „Þau þurfa bara að gefa skýrari skilaboð um að þau ætli að draga úr losun. Það hefur skort á það.“ Árni segir 25 prósent aukningu hafa orðið í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum.vísir/sigurjón Breytingarnar farnar að segja til sín Fréttir af náttúruhamförum sem tengja má beint við hlýnun jarðar berast reglulega víðs vegar að úr heiminum. Það á til dæmis við um jökulskriðu sem varð í ítölsku Ölpunum í fyrradag þar sem sjö létust og 13 er enn saknað. Árni segir loftslagsbreytingar farnar að hafa bein áhrif á líf okkar. „Líka hér á landi. Það hefur verið 25 prósent aukning í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum í fyrra eða hitt í fyrra. Þannig að við erum með þetta líka. Við þurfum að aðlaga okkur að breyttum tímum,“ segir Árni. Verkefnið alls ekki fullskapað Loftslagsráð hefur kallað eftir því að stjórnvöld skýri það nánar hvernig þau hyggjast ná markmiðum sínum í loftslagsmálum og láti beinar aðgerðir fylgja loforðum sínum. „Ég er bara sammála því að við þurfum að gera miklu betur. Auðvitað er tiltölulega stutt síðan við hófum þessa vegferð. En það breytir því ekki að verkefnið er stórt og þetta eru líka mjög metnaðarfull markmið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Eru markmiðin ekki nógu skýr núna? „Í mínum huga er þetta bara þannig að þetta er í þróun og það var alveg vitað. Þegar þú ferð í verkefni sem þetta þá kemurðu ekki með það fullskapað. Það er alveg vitað. Og í mínum huga, og ég hef sagt það alls staðar, við verðum að gera betur og við þurfum að vera einbeitt í þessu. Við erum svo sannarlega að vinna að því hér, ekki bara í ráðuneytinu og ríkisstjórninni, heldur er ánægjulegt að sjá hvað er mikil vitundarvakning alls staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að skerpa á þessu enn frekar og við erum að leggja sérstaka áherslu á það, ekki bara að markmiðin séu skýrari og við náum árangri, heldur líka að þetta séu mælanleg markmið þannig að allir viti hvernig gengur. Þannig náum við árangri.“ En hvernig nær ríkisstjórnin að draga úr losun? Guðlaugur nefnir að mikilvægt sé að geta mælt losunina í hverjum geira fyrir sig til að fylgjast með árangrinum. Sú vinna sé þegar hafin með atvinnulífinu og sveitarfélögum. „Þetta er fíll. Og þú gleypir hann ekki í einum bita. Þú verður að skera hann niður og þú verður að vinna með öðrum,“ segir Guðlaugur Þór. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Eftir mikinn samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu í faraldrinum er hún á hraðri uppleið aftur. Samkvæmt nýrri Hagsjá Landsbankans jókst losun á Íslandi um rúm þrjú prósent í fyrra og um 6 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Við útreikningana er þó ekki miðað við alþjóðlega staðla eins og ríkið gerir og niðurstöðurnar mun grófari. Hér er til dæmis losun vegna rekstrar íslenskra aðila hvar sem hann á sér stað í heiminum tekin með í reikninginn. „Hún hefði þurft að vera sex prósent niður en ekki þrjú prósent upp. Og þetta sýnir ef til vill hvað það skortir á festu og framfylgni af hálfu stjórnvalda til að draga úr losun. Og þau eru ekki alveg búin að setja það fyrir sig hvað þau ætla að gera og hvernig þau ætla að gera það,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hvað eiga stjórnvöld að gera? „Sennilega er mikilvirkast að draga úr losun í vegasamgöngu, það er að segja frá bílum. Það þarf að skipta hraðar yfir í raforku, leggja gömlum bílum sem brenna bensíni og olíu og hækka gjaldið sem að fólk fær greitt fyrir að leggja þeim,“ segir Árni. „Þau þurfa bara að gefa skýrari skilaboð um að þau ætli að draga úr losun. Það hefur skort á það.“ Árni segir 25 prósent aukningu hafa orðið í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum.vísir/sigurjón Breytingarnar farnar að segja til sín Fréttir af náttúruhamförum sem tengja má beint við hlýnun jarðar berast reglulega víðs vegar að úr heiminum. Það á til dæmis við um jökulskriðu sem varð í ítölsku Ölpunum í fyrradag þar sem sjö létust og 13 er enn saknað. Árni segir loftslagsbreytingar farnar að hafa bein áhrif á líf okkar. „Líka hér á landi. Það hefur verið 25 prósent aukning í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum í fyrra eða hitt í fyrra. Þannig að við erum með þetta líka. Við þurfum að aðlaga okkur að breyttum tímum,“ segir Árni. Verkefnið alls ekki fullskapað Loftslagsráð hefur kallað eftir því að stjórnvöld skýri það nánar hvernig þau hyggjast ná markmiðum sínum í loftslagsmálum og láti beinar aðgerðir fylgja loforðum sínum. „Ég er bara sammála því að við þurfum að gera miklu betur. Auðvitað er tiltölulega stutt síðan við hófum þessa vegferð. En það breytir því ekki að verkefnið er stórt og þetta eru líka mjög metnaðarfull markmið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Eru markmiðin ekki nógu skýr núna? „Í mínum huga er þetta bara þannig að þetta er í þróun og það var alveg vitað. Þegar þú ferð í verkefni sem þetta þá kemurðu ekki með það fullskapað. Það er alveg vitað. Og í mínum huga, og ég hef sagt það alls staðar, við verðum að gera betur og við þurfum að vera einbeitt í þessu. Við erum svo sannarlega að vinna að því hér, ekki bara í ráðuneytinu og ríkisstjórninni, heldur er ánægjulegt að sjá hvað er mikil vitundarvakning alls staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að skerpa á þessu enn frekar og við erum að leggja sérstaka áherslu á það, ekki bara að markmiðin séu skýrari og við náum árangri, heldur líka að þetta séu mælanleg markmið þannig að allir viti hvernig gengur. Þannig náum við árangri.“ En hvernig nær ríkisstjórnin að draga úr losun? Guðlaugur nefnir að mikilvægt sé að geta mælt losunina í hverjum geira fyrir sig til að fylgjast með árangrinum. Sú vinna sé þegar hafin með atvinnulífinu og sveitarfélögum. „Þetta er fíll. Og þú gleypir hann ekki í einum bita. Þú verður að skera hann niður og þú verður að vinna með öðrum,“ segir Guðlaugur Þór.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira