Meirihluti sveitarfélaga uppfyllti ekki lágmarksviðmið um skuldahlutfall Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2022 10:27 Sveitarfélög landsins hafa mikinn fjölda fólks í vinnu. Ekki liggur fyrir hvort það orsaki fjárhagsvanda margra þeirra. Vísir/Vilhelm Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi í júní bréf til 43 sveitarfélaga, sem uppfylltu ekki lágmarksviðmið nefndarinnar um skuldahlutfall. Það var gert eftir að nefndin hafði yfirfarið ársreikninga allra sveitarfélaga fyrir árið 2021 fyrir A-hluta eða A- og B-hluta. Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Í skriflegu svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis segir að bréf nefndarinnar sé leiðbeinandi en markmið þess sé að vekja athygli á lágmarksviðmiðum nefndarinnar. Sveitarstjórnum sé raunar heimilt að víkja frá skilyrðum um skuldareglu og jafnvægisreglu út árið 2025 en í bréfinu eru sveitarstjórnir hvattar til að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur til að ná lágmarksviðmiðum og leita leiða til að uppfylla þau. Í bréfinu er óskað eftir því að það sé tekið fyrir á fundi viðkomandi sveitarstjórnar. Það gerði til að mynda bæjarstjórn Reykjanesbæjar á dögunum. Í fundargerð hennar frá 30. júní síðastliðnum má sjá að bréfið var lagt fyrir stjórnina. Mikil fjölgun bréfa á tímum heimsfaraldurs Í svarinu segir að samkvæmt ársreikningi 2021 hafi rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta verið neikvæð hjá 41 sveitarfélagi en þegar miðað sé við A- og B-hluta hafi rekstrarniðurstaða verið neikvæð hjá 36 sveitarfélögum. Í einhverjum tilvikum hafi rekstrarniðurstaða verið jákvæð en framlegð eða veltufé frá rekstri undir lágmarksviðmiðinu og þess vegna hafi alls 43 sveitarfélög fengið bréfið. „Sveitarfélögum, sem uppfylla ekki lágmarksviðmiðin, hefur fjölgað á tímum heimsfaraldurs. Árið 2018 var rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta neikvæð hjá 15 sveitarfélögum en miðað við A- og B-hluta var rekstrarniðurstaða þá neikvæð hjá 8 sveitarfélögum. Sjá nánar í töflu hér að neðan sem sýnir samanburð miðað við forsendur EFS,“ segir í svari innviðaráðuneytisins. Viðurlögum sjaldan beitt Í sveitarstjórnarlögum er að finna úrræði sem ráðuneyti sveitarstjórnarmála getur beitt ef fjármál sveitarfélaga eru í miklum ólestri. Í fyrsta lagi er sveitarstjórnum skylt að svara bréfi eftirlitsnefndarinnar og geri henni grein fyrir hvernig hún hyggst bregðast við aðvörun nefndarinnar innan tveggja mánaða. Stefni í óefni getur ráðuneytið að tillögu eftirlitsnefndar heimilað eða lagt fyrir sveitarstjórn í slíkum tilvikum að leggja álag á útsvar og fasteignaskatt sem nemi allt að 25 prósent. Í svari innarríkisráðuneytisins segir að það hafi nokkrum sinnum gerst að ráðherra hafi samþykkt beiðni sveitarstjórna um að leggja á álag á útsvar. Í allra verstu tilvikum getur ráðherra að tillögu eftirlitsnefndar svipt sveitarstjórn fjárforráðum og skipað sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn enda hafi sveitarstjórn vanrækt skyldur sínar samkvæmt sveitarstjórnarlögum og fjármál sveitarfélagsins verið í ólestri. Það hefur einu sinni verið gert en það var árið 2010 þegar sveitarfélagið Álftanes lenti í miklum fjárhagskröggum. Í kjölfarið var sveitarfélagið sameinað Garðabæ. Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Í skriflegu svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis segir að bréf nefndarinnar sé leiðbeinandi en markmið þess sé að vekja athygli á lágmarksviðmiðum nefndarinnar. Sveitarstjórnum sé raunar heimilt að víkja frá skilyrðum um skuldareglu og jafnvægisreglu út árið 2025 en í bréfinu eru sveitarstjórnir hvattar til að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur til að ná lágmarksviðmiðum og leita leiða til að uppfylla þau. Í bréfinu er óskað eftir því að það sé tekið fyrir á fundi viðkomandi sveitarstjórnar. Það gerði til að mynda bæjarstjórn Reykjanesbæjar á dögunum. Í fundargerð hennar frá 30. júní síðastliðnum má sjá að bréfið var lagt fyrir stjórnina. Mikil fjölgun bréfa á tímum heimsfaraldurs Í svarinu segir að samkvæmt ársreikningi 2021 hafi rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta verið neikvæð hjá 41 sveitarfélagi en þegar miðað sé við A- og B-hluta hafi rekstrarniðurstaða verið neikvæð hjá 36 sveitarfélögum. Í einhverjum tilvikum hafi rekstrarniðurstaða verið jákvæð en framlegð eða veltufé frá rekstri undir lágmarksviðmiðinu og þess vegna hafi alls 43 sveitarfélög fengið bréfið. „Sveitarfélögum, sem uppfylla ekki lágmarksviðmiðin, hefur fjölgað á tímum heimsfaraldurs. Árið 2018 var rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta neikvæð hjá 15 sveitarfélögum en miðað við A- og B-hluta var rekstrarniðurstaða þá neikvæð hjá 8 sveitarfélögum. Sjá nánar í töflu hér að neðan sem sýnir samanburð miðað við forsendur EFS,“ segir í svari innviðaráðuneytisins. Viðurlögum sjaldan beitt Í sveitarstjórnarlögum er að finna úrræði sem ráðuneyti sveitarstjórnarmála getur beitt ef fjármál sveitarfélaga eru í miklum ólestri. Í fyrsta lagi er sveitarstjórnum skylt að svara bréfi eftirlitsnefndarinnar og geri henni grein fyrir hvernig hún hyggst bregðast við aðvörun nefndarinnar innan tveggja mánaða. Stefni í óefni getur ráðuneytið að tillögu eftirlitsnefndar heimilað eða lagt fyrir sveitarstjórn í slíkum tilvikum að leggja álag á útsvar og fasteignaskatt sem nemi allt að 25 prósent. Í svari innarríkisráðuneytisins segir að það hafi nokkrum sinnum gerst að ráðherra hafi samþykkt beiðni sveitarstjórna um að leggja á álag á útsvar. Í allra verstu tilvikum getur ráðherra að tillögu eftirlitsnefndar svipt sveitarstjórn fjárforráðum og skipað sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn enda hafi sveitarstjórn vanrækt skyldur sínar samkvæmt sveitarstjórnarlögum og fjármál sveitarfélagsins verið í ólestri. Það hefur einu sinni verið gert en það var árið 2010 þegar sveitarfélagið Álftanes lenti í miklum fjárhagskröggum. Í kjölfarið var sveitarfélagið sameinað Garðabæ.
Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira