Hart sótt að Johnson á breska þinginu: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júlí 2022 14:03 Boris Johnson á leiðinni á fyrirspurnartíma í þinginu. getty Hart var sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands í fyrirspurnartíma ráðherrans á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins sögðu af sér á meðan honum stóð og þrír þingmenn í röðum Johnson kölluðu eftir afsögn hans á þinginu í dag. Í upphafi þingfundar tók Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar til máls. Hann lýsti ásökunum á hendur Chris Pincher, þingmanni Íhaldsflokksins, sem Johnsons skipaði nýlega í embætti aðstoðarþingflokksformanns en í sjónvarpsviðtali viðurkenndi Johnson að hafa hækkað Pincher í tign vitandi af ásökunum á hendur Pincher. Til áminningar um alvarleika málsins rifjaði Starmer upp ásakanirnar: „Fórnarlambið segir: „hann greip í rassinn minn og síðan færði hann hönd sína hægt að náranum. Ég fraus.“ Ég skil að það er ekki auðvelt að hlusta á þetta en þetta er áminning fyrir alla þá sem standa enn að baki Johnson, um hve alvarlegt ástandið er. Hann vissi að embættismaðurinn hafði gerst sekur um kynferðislega áreitni, en hann [Johnson] veitti honum stöðuhækkun, hvers vegna? Keir Starmergetty Johnson ítrekaði að búið væri að víkja Pincher úr embætti og nú væri verið að rannsaka framferði hans. „Pincher by name, pincher by nature“ Ekkert af því útskýri þó hvers vegna Johnson gaf Pincher stöðuhækkun til að byrja með, sagði Starmer. Áður hafi Johnson verið staðinn að því að segja „Pincher by name, Pincher by nature,“ eða klípari að nafni, klípari að eðlisfari og minntist leiðtogi stjórnarandstöðunnar á það. „Hefur forsætisráðherrann einhvern tímann sagt eitthvað slíkt, já eða nei?“ Johnson sagði hvorki af eða á um það en sagðist ekki vilja gera lítið úr málinu, „Ég sé mikið eftir því að hann hafi haldið starfi sínu,“ sagði Johnson og vildi beina sjónum sínum að öðrum störfum í landinu, „líkt og þau 500 þúsund nýju störf sem við höfum skapað.“ Boris Johnson í þinginu í dag. skjáskot Aðgerðarleysi er meðvituð ákvörðun Svona gekk boltinn á milli forsætisráðherrans og sjórnarandstöðuliða sem ýmist hlógu eða kölluðu fram í á meðan Johnson klóraði í bakkann. Segja má að Johnson hafi aldrei náð sér almennilega frá köðlunum í þetta sinn og Keir Starmer stóð í hári hans allan tímann. Hann sagði Johnson nú ekki aðeins skorta heiðarleika og hæfi til að leiða ríkisstjórnina heldur hafi hann og starfslið Downingstrætis hylmt yfir með kynferðisbrotamanni og gert honum kleift að starfa áfram í umboði ríkisstjórnar. Sajid Javid sagði af sér sem heilbrigðisráðherra í gærkvöldi, en síðan hann og Rishi Sunak sögðu af sér hafa hátt í tuttugu ráðherrar, þingmenn og embættismenn Íhaldsflokksins sagt af sér. Javid tók að lok fyrirspurnartímans til máls og gaf frá sér yfirlýsingu. Þar sagðist hann efast um að Johnson sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina áfram og lýsti áhyggjum sínum af því að komandi kynslóðir muni líta Íhaldsflokkinn öðrum augum vegna málsins. „Ég óska kollegum mínum í ríkisstjórninni góðs gengis og ég sé að þau hafa ákveðið að vera áfram í ríkisstjórn. Þau hafa væntanlega sínar ástæður fyrir því en þetta er val. Ég veit að það er erfitt að velja en megi það vera ljóst; aðgerðarleysi er meðvituð ákvörðun.“ Sajid David, sem sagði af sér sem heilbrigðisráðherra í gærkvöldi, ávarpaði þingið í dag eftir fyrirspurnartíma forsætisráðherra.epa Bretland Tengdar fréttir Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43 Ríkisstjórn Borisar sögð riða til falls eftir afsagnir Tveir háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands hafa sagt af sér í dag. Það er eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenni að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum. 5. júlí 2022 18:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Í upphafi þingfundar tók Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar til máls. Hann lýsti ásökunum á hendur Chris Pincher, þingmanni Íhaldsflokksins, sem Johnsons skipaði nýlega í embætti aðstoðarþingflokksformanns en í sjónvarpsviðtali viðurkenndi Johnson að hafa hækkað Pincher í tign vitandi af ásökunum á hendur Pincher. Til áminningar um alvarleika málsins rifjaði Starmer upp ásakanirnar: „Fórnarlambið segir: „hann greip í rassinn minn og síðan færði hann hönd sína hægt að náranum. Ég fraus.“ Ég skil að það er ekki auðvelt að hlusta á þetta en þetta er áminning fyrir alla þá sem standa enn að baki Johnson, um hve alvarlegt ástandið er. Hann vissi að embættismaðurinn hafði gerst sekur um kynferðislega áreitni, en hann [Johnson] veitti honum stöðuhækkun, hvers vegna? Keir Starmergetty Johnson ítrekaði að búið væri að víkja Pincher úr embætti og nú væri verið að rannsaka framferði hans. „Pincher by name, pincher by nature“ Ekkert af því útskýri þó hvers vegna Johnson gaf Pincher stöðuhækkun til að byrja með, sagði Starmer. Áður hafi Johnson verið staðinn að því að segja „Pincher by name, Pincher by nature,“ eða klípari að nafni, klípari að eðlisfari og minntist leiðtogi stjórnarandstöðunnar á það. „Hefur forsætisráðherrann einhvern tímann sagt eitthvað slíkt, já eða nei?“ Johnson sagði hvorki af eða á um það en sagðist ekki vilja gera lítið úr málinu, „Ég sé mikið eftir því að hann hafi haldið starfi sínu,“ sagði Johnson og vildi beina sjónum sínum að öðrum störfum í landinu, „líkt og þau 500 þúsund nýju störf sem við höfum skapað.“ Boris Johnson í þinginu í dag. skjáskot Aðgerðarleysi er meðvituð ákvörðun Svona gekk boltinn á milli forsætisráðherrans og sjórnarandstöðuliða sem ýmist hlógu eða kölluðu fram í á meðan Johnson klóraði í bakkann. Segja má að Johnson hafi aldrei náð sér almennilega frá köðlunum í þetta sinn og Keir Starmer stóð í hári hans allan tímann. Hann sagði Johnson nú ekki aðeins skorta heiðarleika og hæfi til að leiða ríkisstjórnina heldur hafi hann og starfslið Downingstrætis hylmt yfir með kynferðisbrotamanni og gert honum kleift að starfa áfram í umboði ríkisstjórnar. Sajid Javid sagði af sér sem heilbrigðisráðherra í gærkvöldi, en síðan hann og Rishi Sunak sögðu af sér hafa hátt í tuttugu ráðherrar, þingmenn og embættismenn Íhaldsflokksins sagt af sér. Javid tók að lok fyrirspurnartímans til máls og gaf frá sér yfirlýsingu. Þar sagðist hann efast um að Johnson sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina áfram og lýsti áhyggjum sínum af því að komandi kynslóðir muni líta Íhaldsflokkinn öðrum augum vegna málsins. „Ég óska kollegum mínum í ríkisstjórninni góðs gengis og ég sé að þau hafa ákveðið að vera áfram í ríkisstjórn. Þau hafa væntanlega sínar ástæður fyrir því en þetta er val. Ég veit að það er erfitt að velja en megi það vera ljóst; aðgerðarleysi er meðvituð ákvörðun.“ Sajid David, sem sagði af sér sem heilbrigðisráðherra í gærkvöldi, ávarpaði þingið í dag eftir fyrirspurnartíma forsætisráðherra.epa
Bretland Tengdar fréttir Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43 Ríkisstjórn Borisar sögð riða til falls eftir afsagnir Tveir háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands hafa sagt af sér í dag. Það er eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenni að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum. 5. júlí 2022 18:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22
Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27
Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43
Ríkisstjórn Borisar sögð riða til falls eftir afsagnir Tveir háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands hafa sagt af sér í dag. Það er eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenni að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum. 5. júlí 2022 18:02