Ætlum okkur stóra hluti en auðvitað þurfum við að spila mjög vel til að ná því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2022 10:01 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. Sanjin Strukic/Getty Images „Ég skal alveg játa það að þetta er ógnarsterkur riðill. Það er kannski helst að við fáum úr þriðja styrkleikaflokki – Ungverjar í okkar tilfelli – sem eru ógnarsterkt lið. Það svona gerir þennan riðil mjög erfiðan,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, er hann var spurður út í riðil Íslands á HM í handbolta. „Spennandi verkefni engu að síður að glíma við þessi lið en náttúrulega nánast sami riðill og við vorum að spila í á EM í Ungverjalandi. Þar vorum við að spila við Portúgal og mættum Ungverjum. Í staðinn fyrir Holland fáum við Suður-Kóreu sem er andstæðingur sem þarf að taka alvarlega,“ bætti Guðmundur við. „Síðan er milliriðillinn þannig að þar eru Svíar, Úrúgvæ og Brasilía sem eru með mjög gott lið líka ásamt einni Afríkuþjóð. Þannig að það leggst vel í mig en staðan er sú að við þurfum að gera mjög vel í riðlinum. Bæði til að komast inn í milliriðil og einnig af því við viljum komast eins vel inn í milliriðil og hægt er, komast með eins mörg stig og hægt er.“ „Við ætlum okkur stóra hluti en auðvitað þurfum við að spila mjög vel til að ná því, og við getum það alveg.“ Hversu langt ætlar Ísland sér á mótinu? „Maður tekur þetta í skrefum. Við viljum að sjálfsögðu fara upp úr riðlinum. Við viljum verða í einu af tveimur efstu sætunum í okkar milliriðli sem gæti gefið okkur möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Það er það sem við stefnum á, það er fyrsta markmið eins og staðan er í dag.“ Ísland á gríðarlegt magn af frambærilegum leikmönnum um þessar mundir. Er erfitt að velja landsliðshópinn? „Það getur verið það ef allir eru heilir, það er er mjög erfitt. Frábært fyrir þjálfara að hafa þennan kost, hópurinn hefur verið að breikka ár frá ári og leikmennirnir alltaf að þroskast, verða betri og hæfari. Þeir eru farnir að spila hjá sterkari liðum sem þýðir að þegar allir eru heilir er ekki auðvelt að velja þetta lið en það er bara frábært fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Guðmundu að endingu. Klippa: Guðmundur um riðilinn á HM Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
„Spennandi verkefni engu að síður að glíma við þessi lið en náttúrulega nánast sami riðill og við vorum að spila í á EM í Ungverjalandi. Þar vorum við að spila við Portúgal og mættum Ungverjum. Í staðinn fyrir Holland fáum við Suður-Kóreu sem er andstæðingur sem þarf að taka alvarlega,“ bætti Guðmundur við. „Síðan er milliriðillinn þannig að þar eru Svíar, Úrúgvæ og Brasilía sem eru með mjög gott lið líka ásamt einni Afríkuþjóð. Þannig að það leggst vel í mig en staðan er sú að við þurfum að gera mjög vel í riðlinum. Bæði til að komast inn í milliriðil og einnig af því við viljum komast eins vel inn í milliriðil og hægt er, komast með eins mörg stig og hægt er.“ „Við ætlum okkur stóra hluti en auðvitað þurfum við að spila mjög vel til að ná því, og við getum það alveg.“ Hversu langt ætlar Ísland sér á mótinu? „Maður tekur þetta í skrefum. Við viljum að sjálfsögðu fara upp úr riðlinum. Við viljum verða í einu af tveimur efstu sætunum í okkar milliriðli sem gæti gefið okkur möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Það er það sem við stefnum á, það er fyrsta markmið eins og staðan er í dag.“ Ísland á gríðarlegt magn af frambærilegum leikmönnum um þessar mundir. Er erfitt að velja landsliðshópinn? „Það getur verið það ef allir eru heilir, það er er mjög erfitt. Frábært fyrir þjálfara að hafa þennan kost, hópurinn hefur verið að breikka ár frá ári og leikmennirnir alltaf að þroskast, verða betri og hæfari. Þeir eru farnir að spila hjá sterkari liðum sem þýðir að þegar allir eru heilir er ekki auðvelt að velja þetta lið en það er bara frábært fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Guðmundu að endingu. Klippa: Guðmundur um riðilinn á HM
Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira