Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2022 21:23 Michael Gove og Boris Johnson árið 2019. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. Fjöldaflótti er hlaupinn í ráðherra og aðra embættismenn Íhaldsflokksins í Bretlandi sem vilja knýja Boris Johnson forsætisráðherra til afsagnar. Hvert hneykslismálið hafi rekið annað þar sem forsætisráðherrann hafi ítrekað verið staðinn að því að ljúga að þingi og almenningi. Nýjasta hneykslið er skipan Johnsons forsætisráðherra á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Forsætisráðherrann viðurkenndi í gær að það hefði verið mistök skipa Pincher í embættið en Johnson hefur verið margsaga um vitnreskju sína af kvörtun þingmanns vegna kynferðislegrar áreitni Pinchers fyrir þremur árum. Sjá einnig: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Rishi Sunak fjármálaráðherra og Sajid Javid heilbrigðisráðherra sögðu af sér í gær. Eftir það hefur flóttinn úr liði forsætisráðherrans haldið áfram og eins og stendur hafa á annan tug annarra ráðherra sagt af sér og krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér. Farið var yfir flóttann úr ríkisstjórn Borisar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gove var ekki í hópi íhaldsmanna sem sóttu Boris heim nú undir kvöld, þar sem þau hvöttu hann til að láta af embætti. Forsætisráðherrann svaraði þeim á þann veg að hann myndi ekki segja af sér því hann stæði fram fyrir mörgum mjög mikilvægum málefnum. Samkvæmt frétt Guardian hafði ráðherrann fyrrverandi þó rætt við forsætisráðherrann fyrr í dag og sagt honum að hann nyti ekki stuðnings innan flokksins. Samkvæmt heimildum Guardian mun Gove hafa tilkynnt Johnson að hann myndi sjálfur ekki reyna að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Bandamenn Johnson eru þó sagðir telja að Gove væri búinn að vinna gegn forsætisráðherranum á bakvið tjöldin um nokkuð skeið. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Fjöldaflótti er hlaupinn í ráðherra og aðra embættismenn Íhaldsflokksins í Bretlandi sem vilja knýja Boris Johnson forsætisráðherra til afsagnar. Hvert hneykslismálið hafi rekið annað þar sem forsætisráðherrann hafi ítrekað verið staðinn að því að ljúga að þingi og almenningi. Nýjasta hneykslið er skipan Johnsons forsætisráðherra á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Forsætisráðherrann viðurkenndi í gær að það hefði verið mistök skipa Pincher í embættið en Johnson hefur verið margsaga um vitnreskju sína af kvörtun þingmanns vegna kynferðislegrar áreitni Pinchers fyrir þremur árum. Sjá einnig: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Rishi Sunak fjármálaráðherra og Sajid Javid heilbrigðisráðherra sögðu af sér í gær. Eftir það hefur flóttinn úr liði forsætisráðherrans haldið áfram og eins og stendur hafa á annan tug annarra ráðherra sagt af sér og krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér. Farið var yfir flóttann úr ríkisstjórn Borisar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gove var ekki í hópi íhaldsmanna sem sóttu Boris heim nú undir kvöld, þar sem þau hvöttu hann til að láta af embætti. Forsætisráðherrann svaraði þeim á þann veg að hann myndi ekki segja af sér því hann stæði fram fyrir mörgum mjög mikilvægum málefnum. Samkvæmt frétt Guardian hafði ráðherrann fyrrverandi þó rætt við forsætisráðherrann fyrr í dag og sagt honum að hann nyti ekki stuðnings innan flokksins. Samkvæmt heimildum Guardian mun Gove hafa tilkynnt Johnson að hann myndi sjálfur ekki reyna að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Bandamenn Johnson eru þó sagðir telja að Gove væri búinn að vinna gegn forsætisráðherranum á bakvið tjöldin um nokkuð skeið.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22
Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27
Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43