Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. Viðsnúningur á fordæmi Roe gegn Wade um rétt kvenna til þungunarrofs hefur vakið reiði meðal baráttufólks fyrir réttinum en einnig mikinn fögnuð meðal andstæðinga þess sem hafa barist fyrir því í marga áratugi að fá dómafordæmum snúið við. Á síðustu árum hafa Repúblikanar skipað þrjá íhaldssama dómara við réttinn sem eru nú í meirihluta í Hæstarétti, sex gegn þremur. Clarence Thomas hefur lengi verið talinn íhaldssamasti dómari réttarins.Getty Í sérálitum sínum síðustu ár hefur Clarence Thomas, sem hefur lengi verið tainn íhaldssamasti dómari réttarins, lýst því yfir að hann sjái ástæðu til að endurskoða aðra fordæmisgefandi dóma sem tengjast einkalífi fólks. Í því samhengi nefnir hann sérstaklega mál Griswald, Lawrence og Obergefell, mál sem kveða á um að ekki megi banna samkynja hjónabönd og kynlíf og um rétt hjóna á aðgengi að getnaðarvörnum. Sjá einnig: Röð hæstaréttardóma grefur undan aðskilnaði ríkis og kirkju Hingað til hefur Thomas verið einn um það að vilja endurskoða fyrrgreinda dóma en á undanförnum árum hefur rétturinn færst í átt til meiri íhaldssemi. Nú sé Thomas orðinn valdameiri en áður fyrr, að sögn Kára Hólmars Ragnarssonar lektors við lagadeild Háskóla Íslands. Áfram á íhaldsbraut Kári segist ekki eiga von á öðru í þróun réttarins en að Hæstiréttur Bandaríkjanna verði áfram mjög valdamikill og íhaldssamur dómstóll. Ekki sé þó víst að mörg önnur réttindi séu í húfi. Kári Hólmar Ragnarsson er lektor við lagadeild Háskóla Íslands.Vísir/Einar „Í samfélaginu almennt og í Hæstarétti sjálfum eru þetta líklega minnihlutasjónarmið, að snúa til baka frá þessum réttindum. Það er mjög ólíkt því sem var með þungunarrof, enda var mun meiri óánægja með Roe gegn Wade dóminn en þessa dóma sem Thomas hefur sagst vilja endurskoða. Það er almennt mun minni stuðningur við að snúa þeim dómum við.“ Fólk hafi barist þrotlaust fyrir því í marga áratugi að fordæmi Roe gegn Wade verði snúið við, engar sambærilegar hreyfingar með sambærilega vigt séu til staðar í dag sem berjist fyrir því að snúið verði frá fordæmisgefandi dómum um réttindi samkynhneigðs fólks, sem dæmi. Fagnað viðsnúningi Roe gegn Wade fyrir utan Hæstarétt.npr Slegið á putta Umhverfisstofunar Í síðustu viku lét Hæstiréttur svo kné fylgja kviði þegar rétturinn úrskurðaði að Umverfisstofnun Bandaríkjanna sé óheimilt að skylda ríki landsins til að draga úr útblæstri, án beinnar lagaheimildar. Úrskurðurinn var talsvert áfall fyrir Joe Biden sem lagt hefur mikla áherslu á að draga verulega úr útblæstri. Kári Hólmar segir dóminn þó ekki merki um að Bandaríkin verði að villta vestrinu hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda en dómurinn geti haft þýðingu gagnvart öðrum stofnunum alríkisins. „Ef maður les dóminn í því ljósi er dómurinn hluti af stærri áætlun íhaldsamra lögfræðinga og stjórnmálamanna í Bandaríkjunum til að vinda ofan af valdi alríkisstofnana.“ Með dómnum sé eitt verkfæri úr verkfærakistu Umhverfisstofnunar tekið úr sambandi. Nú þurfa allar skipanir því að eiga sér skýra stoð í settum lögum. „Það verður mun erfiðara fyrir Umhverfisstofnun að hamla losun því að það er ljóst að það er mjög ólíklegt að slík regla verði sett í lög . Niðurstaðan þýðir í raun að það verði engin regla sett.“ „Gerið eitthvað“ Hvíta húsið er undir stjórn Demókrata sem eru jafnframt í meirihluta í báðum deildum þingsins. Þeir hafa samt sem áður ekki nægilega sterkan meirihluta til að fá lunga stefnu sinnar samþykkta. „Þið hafið valdið til að kjósa leiðtoga ykkar sem munu vernda réttindi ykkar,“ skrifar Kamala Harris, varaforseti á Twitter í kjölfar viðsnúnings Hæstaréttar. Mörgum finnst ekki nóg að gert, „Við erum búin að kjósa, þetta er ykkar starf,“ skrifa margir í athugasemdum við tíst Kamölu. Mögulega er það ekki svo einfalt. My message to the American people: You have the power to elect leaders who will defend and protect your rights. And as the president said, with your vote, you can act. You have the final word. So this is not over.— Kamala Harris (@KamalaHarris) June 25, 2022 Að sögn Kára er ýmislegt hægt að gera til að tryggja réttindi íbúa en það fari þó eftir hvers eðlis réttindin eru. „Eins og staðan er núna hafa Demókratar mjög tæpan meirihluta í þingdeildunum, sérstaklega Öldungadeildinni og svo eru flestir sem búast við því að Demókratar muni tapa fylgi núna í nóvember. Það er meginhindrunin, að Demrókratar hafa ekki tekist að vinna kosningar á grundvelli sinnar stefnu, þó mörg stefnumál Demókrata séu oft vinsælli en mörg stefnumál Repúblikana. Þeim hefur bara ekki tekist að vinna kosningar sannfærandi.“ Meirihluti í ósamræmi við almenningsálit Hæstiréttur hefur einnig úrskurðað um mál innan kosningakerfisins sem hafa verið Repúblikönum í hag, en meginástæðan fyrir slæmu gengi Demókrata er þeirra eigin frammistaða. Demókratarnir telja að íhaldssamur meirihluti Hæstaréttar byggi á stolnum sætum sem Demókratar hefðu átt að skipa í en fengu ekki. Sjá einnig: Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Mitch McConnell, þáverandi leiðtogi Repúblikana á þingi hafi haldið einu dómarasætinu í gíslingu annars vegar, áður en Neil Gorsuch var skipaður árið 2017 en McConnell hafi svo flýtt skipun Amy Coney Barrett, rétt áður en kom að kosningum árið 2020. Mótmælendur í New York haldi á lofti spjöldum með andlitum íhaldsmannanna sex við Hæstarétt Bandaríkjanna. Fimm þeirra stóðu að meirihlutaáliti sem sneri við dómi Roe gegn Wade, þau Amy Coney Barrett, Clarence Thomas, Brett Kavanaugh, Samuel Alito og Neil Gorsuch. John Roberts, forseti Hæstaréttar, (lengst til vinstri), er talinn vilja ganga skemur en félagar sínir í að takmarka þungunarrof.Vísir/EPA „Almennt telja flestir demókratar að rétturinn endurspegli ekki viðhorf meirihlutans í Bandaríkjunum og því skuli breyta honum. Það er hægt að breyta honum lögfræðilega séð en það er meiri spurning hvort það sé pólitískt skynsamlegt,“ segir Kári. Hann nefnir þar breytingar líkt og að bæta við dómurum við réttinn eða fækka þeim, setja þak á kjörtímabil dómara eða takmarka lögsögu dómstólsins. „Þá eru einnig hugmyndir um að gera kröfu um aukinn meirihluta til að komast að þeirri niðurstöðu að lög standist ekki stjórnarskrá.“ Þessar hugmyndir séu allar umdeildar og ólíklegt að komi til framkvæmda. Einungis skipað af lista íhaldssamra lögfræðinga „Hæstiréttur er, eins og svo margt annað í Bandarísku þjóðfélagi, að póleríserast meira. Gjáin á milli þessara sex gegn þriggja hefur í raun aldrei aldrei verið meiri. Tölfræðin ber það einnig með sér, það eru mun færri dómar en venjulega sem eru einróma niðurstöður.“ Dómarar réttarins séu samt sem áður allt hæft fólk með langar og fagrar ferilskrár. Stóru söguna varðandi skipunarferlið síðustu ár segir Kári vera þátt Federalist society, stærstu samtök íhaldssamra lögfræðinga í Bandaríkjunum, í skipunum við réttinn. Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ „Fyrir nokkrum áratugum síðan byrjaði það verkefni að finna og hampa fólki sem þau samtök töldu að ætti að skipa sem dómara á öllum stigum. Þegar Donald Trump er að bjóða sig fram sem forseti var eitt af hans loforðum, sem hann stóð svo við, að skipa einungis dómara af lista Federalist society. Skipunarferlið er annars eins pólitískt og það gerist,“ segir Kári. Eitt af kosningaloforðum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, var að skipa einungis dómara við Hæstarétt af lista Samtaka íhaldssamra lögfræðinga í Bandaríkjunum.AP/Kenneth Ferriera Hann segir jafnframt að breyting hafi orðið á því hvernig öldungadeildin kýs með dómurum. „Iðulega voru Hæstaréttardómarar skipaðir með yfirgnæfandi stuðningi innan öldungadeildarinnar úr báðum flokkum. Það hefur gjörbreyst, nú er þetta nánast alveg eftir flokkslínum.“ segir Kári að lokum. Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Bandaríkin Umhverfismál Joe Biden Fréttaskýringar Tengdar fréttir Komu í veg fyrir úrskurð sem leyfði þungunarrof í Texas Hæstiréttur í Texas-ríki hefur komið í veg fyrir úrskurð undirréttar í ríkinu sem leyfði konum að fara í þungunarrof þrátt fyrir niðurfellingu Roe v Wade. 2. júlí 2022 14:16 Ketanji Jackson fyrsta svarta konan í hæstarétti Ketanji Brown Jackson var í dag fyrst svartra kvenna til að taka sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hún tekur við af Stephen Breyer sem er að setjast í helgan stein. 30. júní 2022 18:07 Biden segir þetta sorglegan dag fyrir bandarísku þjóðina Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína rétt í þessu vegna ákvörðunar Hæstaréttar um að hafna rétti kvenna til þungunarrofs. Hann segir daginn vera sorglegan fyrir Hæstarétt og þjóðina alla. 24. júní 2022 17:30 Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13 Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent
Viðsnúningur á fordæmi Roe gegn Wade um rétt kvenna til þungunarrofs hefur vakið reiði meðal baráttufólks fyrir réttinum en einnig mikinn fögnuð meðal andstæðinga þess sem hafa barist fyrir því í marga áratugi að fá dómafordæmum snúið við. Á síðustu árum hafa Repúblikanar skipað þrjá íhaldssama dómara við réttinn sem eru nú í meirihluta í Hæstarétti, sex gegn þremur. Clarence Thomas hefur lengi verið talinn íhaldssamasti dómari réttarins.Getty Í sérálitum sínum síðustu ár hefur Clarence Thomas, sem hefur lengi verið tainn íhaldssamasti dómari réttarins, lýst því yfir að hann sjái ástæðu til að endurskoða aðra fordæmisgefandi dóma sem tengjast einkalífi fólks. Í því samhengi nefnir hann sérstaklega mál Griswald, Lawrence og Obergefell, mál sem kveða á um að ekki megi banna samkynja hjónabönd og kynlíf og um rétt hjóna á aðgengi að getnaðarvörnum. Sjá einnig: Röð hæstaréttardóma grefur undan aðskilnaði ríkis og kirkju Hingað til hefur Thomas verið einn um það að vilja endurskoða fyrrgreinda dóma en á undanförnum árum hefur rétturinn færst í átt til meiri íhaldssemi. Nú sé Thomas orðinn valdameiri en áður fyrr, að sögn Kára Hólmars Ragnarssonar lektors við lagadeild Háskóla Íslands. Áfram á íhaldsbraut Kári segist ekki eiga von á öðru í þróun réttarins en að Hæstiréttur Bandaríkjanna verði áfram mjög valdamikill og íhaldssamur dómstóll. Ekki sé þó víst að mörg önnur réttindi séu í húfi. Kári Hólmar Ragnarsson er lektor við lagadeild Háskóla Íslands.Vísir/Einar „Í samfélaginu almennt og í Hæstarétti sjálfum eru þetta líklega minnihlutasjónarmið, að snúa til baka frá þessum réttindum. Það er mjög ólíkt því sem var með þungunarrof, enda var mun meiri óánægja með Roe gegn Wade dóminn en þessa dóma sem Thomas hefur sagst vilja endurskoða. Það er almennt mun minni stuðningur við að snúa þeim dómum við.“ Fólk hafi barist þrotlaust fyrir því í marga áratugi að fordæmi Roe gegn Wade verði snúið við, engar sambærilegar hreyfingar með sambærilega vigt séu til staðar í dag sem berjist fyrir því að snúið verði frá fordæmisgefandi dómum um réttindi samkynhneigðs fólks, sem dæmi. Fagnað viðsnúningi Roe gegn Wade fyrir utan Hæstarétt.npr Slegið á putta Umhverfisstofunar Í síðustu viku lét Hæstiréttur svo kné fylgja kviði þegar rétturinn úrskurðaði að Umverfisstofnun Bandaríkjanna sé óheimilt að skylda ríki landsins til að draga úr útblæstri, án beinnar lagaheimildar. Úrskurðurinn var talsvert áfall fyrir Joe Biden sem lagt hefur mikla áherslu á að draga verulega úr útblæstri. Kári Hólmar segir dóminn þó ekki merki um að Bandaríkin verði að villta vestrinu hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda en dómurinn geti haft þýðingu gagnvart öðrum stofnunum alríkisins. „Ef maður les dóminn í því ljósi er dómurinn hluti af stærri áætlun íhaldsamra lögfræðinga og stjórnmálamanna í Bandaríkjunum til að vinda ofan af valdi alríkisstofnana.“ Með dómnum sé eitt verkfæri úr verkfærakistu Umhverfisstofnunar tekið úr sambandi. Nú þurfa allar skipanir því að eiga sér skýra stoð í settum lögum. „Það verður mun erfiðara fyrir Umhverfisstofnun að hamla losun því að það er ljóst að það er mjög ólíklegt að slík regla verði sett í lög . Niðurstaðan þýðir í raun að það verði engin regla sett.“ „Gerið eitthvað“ Hvíta húsið er undir stjórn Demókrata sem eru jafnframt í meirihluta í báðum deildum þingsins. Þeir hafa samt sem áður ekki nægilega sterkan meirihluta til að fá lunga stefnu sinnar samþykkta. „Þið hafið valdið til að kjósa leiðtoga ykkar sem munu vernda réttindi ykkar,“ skrifar Kamala Harris, varaforseti á Twitter í kjölfar viðsnúnings Hæstaréttar. Mörgum finnst ekki nóg að gert, „Við erum búin að kjósa, þetta er ykkar starf,“ skrifa margir í athugasemdum við tíst Kamölu. Mögulega er það ekki svo einfalt. My message to the American people: You have the power to elect leaders who will defend and protect your rights. And as the president said, with your vote, you can act. You have the final word. So this is not over.— Kamala Harris (@KamalaHarris) June 25, 2022 Að sögn Kára er ýmislegt hægt að gera til að tryggja réttindi íbúa en það fari þó eftir hvers eðlis réttindin eru. „Eins og staðan er núna hafa Demókratar mjög tæpan meirihluta í þingdeildunum, sérstaklega Öldungadeildinni og svo eru flestir sem búast við því að Demókratar muni tapa fylgi núna í nóvember. Það er meginhindrunin, að Demrókratar hafa ekki tekist að vinna kosningar á grundvelli sinnar stefnu, þó mörg stefnumál Demókrata séu oft vinsælli en mörg stefnumál Repúblikana. Þeim hefur bara ekki tekist að vinna kosningar sannfærandi.“ Meirihluti í ósamræmi við almenningsálit Hæstiréttur hefur einnig úrskurðað um mál innan kosningakerfisins sem hafa verið Repúblikönum í hag, en meginástæðan fyrir slæmu gengi Demókrata er þeirra eigin frammistaða. Demókratarnir telja að íhaldssamur meirihluti Hæstaréttar byggi á stolnum sætum sem Demókratar hefðu átt að skipa í en fengu ekki. Sjá einnig: Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Mitch McConnell, þáverandi leiðtogi Repúblikana á þingi hafi haldið einu dómarasætinu í gíslingu annars vegar, áður en Neil Gorsuch var skipaður árið 2017 en McConnell hafi svo flýtt skipun Amy Coney Barrett, rétt áður en kom að kosningum árið 2020. Mótmælendur í New York haldi á lofti spjöldum með andlitum íhaldsmannanna sex við Hæstarétt Bandaríkjanna. Fimm þeirra stóðu að meirihlutaáliti sem sneri við dómi Roe gegn Wade, þau Amy Coney Barrett, Clarence Thomas, Brett Kavanaugh, Samuel Alito og Neil Gorsuch. John Roberts, forseti Hæstaréttar, (lengst til vinstri), er talinn vilja ganga skemur en félagar sínir í að takmarka þungunarrof.Vísir/EPA „Almennt telja flestir demókratar að rétturinn endurspegli ekki viðhorf meirihlutans í Bandaríkjunum og því skuli breyta honum. Það er hægt að breyta honum lögfræðilega séð en það er meiri spurning hvort það sé pólitískt skynsamlegt,“ segir Kári. Hann nefnir þar breytingar líkt og að bæta við dómurum við réttinn eða fækka þeim, setja þak á kjörtímabil dómara eða takmarka lögsögu dómstólsins. „Þá eru einnig hugmyndir um að gera kröfu um aukinn meirihluta til að komast að þeirri niðurstöðu að lög standist ekki stjórnarskrá.“ Þessar hugmyndir séu allar umdeildar og ólíklegt að komi til framkvæmda. Einungis skipað af lista íhaldssamra lögfræðinga „Hæstiréttur er, eins og svo margt annað í Bandarísku þjóðfélagi, að póleríserast meira. Gjáin á milli þessara sex gegn þriggja hefur í raun aldrei aldrei verið meiri. Tölfræðin ber það einnig með sér, það eru mun færri dómar en venjulega sem eru einróma niðurstöður.“ Dómarar réttarins séu samt sem áður allt hæft fólk með langar og fagrar ferilskrár. Stóru söguna varðandi skipunarferlið síðustu ár segir Kári vera þátt Federalist society, stærstu samtök íhaldssamra lögfræðinga í Bandaríkjunum, í skipunum við réttinn. Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ „Fyrir nokkrum áratugum síðan byrjaði það verkefni að finna og hampa fólki sem þau samtök töldu að ætti að skipa sem dómara á öllum stigum. Þegar Donald Trump er að bjóða sig fram sem forseti var eitt af hans loforðum, sem hann stóð svo við, að skipa einungis dómara af lista Federalist society. Skipunarferlið er annars eins pólitískt og það gerist,“ segir Kári. Eitt af kosningaloforðum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, var að skipa einungis dómara við Hæstarétt af lista Samtaka íhaldssamra lögfræðinga í Bandaríkjunum.AP/Kenneth Ferriera Hann segir jafnframt að breyting hafi orðið á því hvernig öldungadeildin kýs með dómurum. „Iðulega voru Hæstaréttardómarar skipaðir með yfirgnæfandi stuðningi innan öldungadeildarinnar úr báðum flokkum. Það hefur gjörbreyst, nú er þetta nánast alveg eftir flokkslínum.“ segir Kári að lokum.
Komu í veg fyrir úrskurð sem leyfði þungunarrof í Texas Hæstiréttur í Texas-ríki hefur komið í veg fyrir úrskurð undirréttar í ríkinu sem leyfði konum að fara í þungunarrof þrátt fyrir niðurfellingu Roe v Wade. 2. júlí 2022 14:16
Ketanji Jackson fyrsta svarta konan í hæstarétti Ketanji Brown Jackson var í dag fyrst svartra kvenna til að taka sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hún tekur við af Stephen Breyer sem er að setjast í helgan stein. 30. júní 2022 18:07
Biden segir þetta sorglegan dag fyrir bandarísku þjóðina Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína rétt í þessu vegna ákvörðunar Hæstaréttar um að hafna rétti kvenna til þungunarrofs. Hann segir daginn vera sorglegan fyrir Hæstarétt og þjóðina alla. 24. júní 2022 17:30
Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13
Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37