Með á öllum EM-mótum Íslands en bíður enn þolinmóð eftir fyrstu mínútunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 13:00 Sandra Sigurðardóttir hefur verið varamarkvörður á síðustu þremur Evrópumótum íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er nú mætt á sitt fjórða stórmót og er þar í hópi þeim Söru Björk Gunnarsdóttur og Sif Atladóttur. Munurinn á þeim og Söndru er að Sandra hefur ekki enn fengið að spila einn einasta leik á EM. Sandra var þriðji markvörður í fyrstu tveimur keppnunum, á eftir þeim Þóru B. Helgadóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur og var síðan varamarkvörður Guðbjargar á síðasta Evrópumóti. Sandra hitti íslenska fjölmiðlamenn á æfingasvæði landsliðsins í Crewe í gær. „Loksins erum við komnar til Englands segi ég bara. Við erum búnar að bíða lengi,“ sagði Sandra Sigurðardóttir og hún er eins og fleiri ánægð með síðustu vikurnar í undirbúningi liðsins. „Það gekk mjög vel hjá okkur út í Þýskalandi, aðstæður voru frábærar og við fengum góðan tíma til að æfa vel og vera saman. Þetta var bara flott. Það var ekkert vesen í ferðalaginu heldur sem bara skotgekk,“ sagði Sandra. „Undirbúningurinn er búinn að vera góður og ég get ekkert sett út á það. Við erum búnar að ná mörgum dögum saman og æfa vel,“ sagði Sandra en aðspurð um að bera undirbúninginn núna saman við þegar þær fóru síðast á EM þá var ljóst að einbeitingin er á verkefnið í ár en ekki það fyrir fimm árum. „Ég man ekki alveg hvernig þetta var síðast, enda þetta fljótt að gleymast en ég mjög sátt við undirbúninginn núna,“ sagði Sandra. Nú finnst mörgum vera kominn tími á að Sandra fái langþráðar mínútur á Evrópumótinu. Þær gætu vissulega komið í fyrsta leik á móti Belgíu. „Ég er búin að fara á öll þessi mót og það er alls konar reynsla sem felst í því. Vonandi loksins fæ ég núna að spila,“ sagði Sandra en veit hún eitthvað um hvort hún fá sinn fyrsta EM leik á móti Belgum? „Nei, nei ekkert meira en aðrir en ég er klár í allt,“ sagði Sandra. Hún var í hópnum á EM 2009 í Finnlandi, á EM í Svíþjóð 2013 og á EM í Hollandi 2017. Sandra var auðvitað búin að vonast eftir því að fá þennan leik miklu fyrr. „Þetta hefur verið mikil þolinmæði og ég er búin að bíða lengi eftir þessu,“ sagði Sandra. „Ég er búin að vera í boltanum í öll þessi mörg ár og á helling reynslu að baki. Vonandi get ég bara nýtt það,“ sagði Sandra sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild á Íslandi áður en yngstu leikmenn landsliðshópsins fæddust. „Það er alveg hárrétt hjá þér,“ sagði Sandra hlæjandi. Íslenska liðið byrjar á móti Belgíu á sunnudaginn kemur. „Það er verðugur andstæðingur en þær eru flottar og vaxandi þjóð. Við erum ekki búnar að skoða þær neitt en förum bara að undirbúa okkur núna á næstum tveimur dögum. Það er spennandi en verður erfitt verkefni. Það skiptir miklu að byrja vel og við ætlum okkur þrjú stig. Vonandi tekst það,“ sagði Sandra. „Núna er bara að nýta þessa síðustu daga vel. Undirbúa okkur vel, skoða andstæðinganna og reyna að stilla spennustigið rétt,“ sagði Sandra. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Sandra var þriðji markvörður í fyrstu tveimur keppnunum, á eftir þeim Þóru B. Helgadóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur og var síðan varamarkvörður Guðbjargar á síðasta Evrópumóti. Sandra hitti íslenska fjölmiðlamenn á æfingasvæði landsliðsins í Crewe í gær. „Loksins erum við komnar til Englands segi ég bara. Við erum búnar að bíða lengi,“ sagði Sandra Sigurðardóttir og hún er eins og fleiri ánægð með síðustu vikurnar í undirbúningi liðsins. „Það gekk mjög vel hjá okkur út í Þýskalandi, aðstæður voru frábærar og við fengum góðan tíma til að æfa vel og vera saman. Þetta var bara flott. Það var ekkert vesen í ferðalaginu heldur sem bara skotgekk,“ sagði Sandra. „Undirbúningurinn er búinn að vera góður og ég get ekkert sett út á það. Við erum búnar að ná mörgum dögum saman og æfa vel,“ sagði Sandra en aðspurð um að bera undirbúninginn núna saman við þegar þær fóru síðast á EM þá var ljóst að einbeitingin er á verkefnið í ár en ekki það fyrir fimm árum. „Ég man ekki alveg hvernig þetta var síðast, enda þetta fljótt að gleymast en ég mjög sátt við undirbúninginn núna,“ sagði Sandra. Nú finnst mörgum vera kominn tími á að Sandra fái langþráðar mínútur á Evrópumótinu. Þær gætu vissulega komið í fyrsta leik á móti Belgíu. „Ég er búin að fara á öll þessi mót og það er alls konar reynsla sem felst í því. Vonandi loksins fæ ég núna að spila,“ sagði Sandra en veit hún eitthvað um hvort hún fá sinn fyrsta EM leik á móti Belgum? „Nei, nei ekkert meira en aðrir en ég er klár í allt,“ sagði Sandra. Hún var í hópnum á EM 2009 í Finnlandi, á EM í Svíþjóð 2013 og á EM í Hollandi 2017. Sandra var auðvitað búin að vonast eftir því að fá þennan leik miklu fyrr. „Þetta hefur verið mikil þolinmæði og ég er búin að bíða lengi eftir þessu,“ sagði Sandra. „Ég er búin að vera í boltanum í öll þessi mörg ár og á helling reynslu að baki. Vonandi get ég bara nýtt það,“ sagði Sandra sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild á Íslandi áður en yngstu leikmenn landsliðshópsins fæddust. „Það er alveg hárrétt hjá þér,“ sagði Sandra hlæjandi. Íslenska liðið byrjar á móti Belgíu á sunnudaginn kemur. „Það er verðugur andstæðingur en þær eru flottar og vaxandi þjóð. Við erum ekki búnar að skoða þær neitt en förum bara að undirbúa okkur núna á næstum tveimur dögum. Það er spennandi en verður erfitt verkefni. Það skiptir miklu að byrja vel og við ætlum okkur þrjú stig. Vonandi tekst það,“ sagði Sandra. „Núna er bara að nýta þessa síðustu daga vel. Undirbúa okkur vel, skoða andstæðinganna og reyna að stilla spennustigið rétt,“ sagði Sandra.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti