Handbolti

Holstebro staðfestir komu Halldórs Jóhanns

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Halldór Jóhann Sigfússon er á leið til Danmerkur.
Halldór Jóhann Sigfússon er á leið til Danmerkur. Vísir/Hulda Margrét

Handknattleiksþjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon hefur verið ráðinn til starfa sem aðstoðarþjálfari danska úrvalsdeildarfélaginu TTH Holstebro.

Fyrr í vikunni var greint frá því hér á Vísi að Halldór Jóhann væri að hætta sem þjálfari Selfyssinga eftir tveggja ára starf. Selfyssingar sendu svo frá sér tilkynningu í morgun þar sem þeir staðfestu að Þórir Ólafsson myndi taka við starfinu.

Nú hefur TTH Holstebro birt tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem Halldór er kynntur til leiks sem nýr aðstoðarþjálfari liðsins. Halldór kemur inn í þjálfarateymi Søren Hansen sem stýrir liðinu, en Halldór skrifaði undir eins árs samning.

„Ég hef alltaf átt mér þann draum að þjálfa í dönsku deildinni,“ sagði Halldór í tilkynningu Holstebro.

„Danska deildin er meðal þeirra bestu í Evrópu og ég hlakka því mikið til. Ég mun ásamt þjálfarateyminu leggja mitt af mörkum til að gera þetta að góðu tímabili fyrir Holstebro.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×