Sá aldrei neitt annað fyrir sér en að verða tónlistarmaður Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. júlí 2022 11:30 Tónlistarmaðurinn Ásgeir ræddi við blaðamann um tónlistina, innblásturinn og lífið. Sigurjón Ólason Tónlistarmaðurinn Ásgeir, áður þekktur undir listamannsnafninu Ásgeir Trausti, fagnar því í ár að tíu ár eru liðin frá því fyrsta platan hans Dýrð í Dauðaþögn kom út. Í tilefni af þessum tímamótum ákvað hann að gefa plötuna aftur út og ásamt því mun hann halda stórtónleika í Eldborg, Hörpu þann 27. ágúst næstkomandi. Það er ýmislegt fleira á döfinni í tónlistarheimi Ásgeirs en þekkt íslenskt tónlistarfólk kemur til með að endurgera þekktustu lög hans á plötu sem enn á eftir að tilkynna hvenær kemur út. Blaðamaður hitti Ásgeir í kaffibolla og fékk að taka púlsinn á honum. Klippa: Fagnar 10 ára útgáfuafmæli plötunar Dýrð í Dauðaþögn Hvernig kom það til að þú ákvaðst að endurútgefa plötuna Dýrð í Dauðaþögn? Það er í tilefni 10 ára afmælisins í ár, sem er frekar ótrúlegt, að það séu liðin 10 ár. Þannig að það var nú bara svona til að halda upp á það og við erum reyndar að gera ýmislegt annað líka. Við erum með þessa endurútgáfu á plötu, sem er í raun sama platan með nokkrum fleiri aukalögum sem að komu út í kringum þann tíma sem við gáfum fyrstu plötuna, og svo er afmælis vínyllinn grænn og mjög flottur. Auk þess verðum við með afmælistónleika í Eldborg í Hörpu. Eftir þessi tvö ár þar sem maður er búinn að vera svolítið einangraður og ekkert tónleikahald er gaman að geta haldið upp á þetta þar sem allt er búið að opnast. View this post on Instagram A post shared by A sgeir (@asgeirmusic) Svo ertu með annað spennandi verkefni í gangi þar sem þú ert að vinna með öðru íslensku tónlistarfólki. Geturðu sagt mér svolítið frá því? Það er að vísu ekki hugmynd sem kom frá mér en er mjög góð hugmynd. Ég er svona minnst búinn að koma nálægt því, það er bara búið að vera að vinna að þessu annars staðar. Ég held það hafi verið Gummi Páls á Rás 2 sem fékk þessa hugmynd og sagði Kidda umboðsmanninum mínum frá því. Þar byrjaði þetta, að gera cover lög af allri fyrstu plötunni minni og fá tíu tónlistarmenn til að taka öll lög plötunnar Dýrð í dauðaþögn í nýjum útgáfum. Hvert lag verður þeirra útgáfa, þau ráða algjörlega hvernig þau útfæra þetta og ég kem ekkert nálægt því. Og hvernig er sú tilfinning, að leyfa einhverjum öðrum tónlistarmanni að taka þitt og gera það að sýnu? Það er mjög gaman og það er sérstaklega gaman að koma ekkert nálægt því og fá bara að hlusta á það eftir á. Þá geta lögin líka fengið aðra merkingu, í nýjum búning, og maður skilur tónlistarfólkið betur, hvaðan það kemur og afhverju það ákveður að gera það svona eða hinsegin. Það er ýmislegt skemmtilegt sem kemur af því. Við settum þetta mest út í cosmosið en höfðum samband við einhverja aðila. Til að byrja með voru öll lögin í boði og svo hægt og rólega minnkaði úrvalið. Ég er svona lauslega búinn að fara yfir það sem þau hafa tekið upp og þetta er bara algjör snilld. Það er rosalega gaman og ég er ótrúlega þakklátur fyrir allt þetta frábæra tónlistarfólk sem hefur áhuga á að taka þátt í þessu. Því eins og ég segi þá átti þetta að vera þannig að ef fólkið hafði einlægan áhuga á að gera þetta þá væri það mjög gaman. Klippa: Fagnar 10 ára útgáfuafmæli plötunar Dýrð í Dauðaþögn Ef þú lítur yfir farinn veg, síðastliðinn áratug í þessum tónlistarbransa, hvernig finnst þér þú hafa þróast og hvað finnst þér þú hafa lært sem mest af bransanum? Það er erfitt að segja, það er örugglega ýmislegt. Ég er náttúrulega bara búinn að læra allt, því ég kom inn í þennan bransa vitandi ekki neitt. Það byrjaði bara mikið lærdómsferli frá fyrsta degi og kannski erfitt að segja hvað svona helst stendur upp úr. Þetta er svo stór heimur og bransi og margt sem snýr að þessu sem maður gerði sér engan veginn grein fyrir í byrjun, það er í mörg horn að líta. Útgáfa, að semja og að taka upp, sú vinna er einhvern veginn eitt og svo er það að flytja lögin og túra, það er annar pakki og þeir eru svolítið aðskildir. Ég hef alltaf verið meira fyrir það að loka mig inni og taka upp, það er meira fyrir mig. Hitt var erfiðara fyrir mig að læra, að koma mikið fram og þetta performer element var ekkert mjög sterkt í mér held ég. Þannig að ég var lengi að díla við það og læra inn á það hjá sjálfum mér, ég held að mesta púðrið hafi eiginlega farið í það. Áttaðirðu þig á því út í hvað þú varst að fara þegar þú byrjaðir í þessum bransa og varstu að búast við að verkefnið yrði eins farsælt og það varð? Nei, alls ekki. Þetta gerðist rosalega hratt til að byrja með hérna á Íslandi. Ég hafði alltaf haft drauma um að verða tónlistarmaður, frá því ég var lítill, þannig að ég sá svo sem aldrei neitt annað fyrir mér. En ég sá það ekki endilega fyrir mér í þessari mynd og að þetta myndi fara af stað svona hratt. View this post on Instagram A post shared by A sgeir (@asgeirmusic) Kemurðu til með að þróa tónlistina þína á erlendum markaði í auknum mæli í framtíðinni? Já, við höfum að mestu einblínt á erlendan markað síðan að fyrsta platan kom út. Í lok árs 2012 byrjuðum við að túra og þá tók við langt tímabil, tvö til þrjú ár, þar sem maður var aldrei almennilega heima og alltaf með annan fótinn úti. Síðan þá hefur það eiginlega bara verið ferlið. Svo kemur út önnur platan og við fylgjum henni eftir með tónleikaferðalagi sem er yfirleitt þannig að þegar allt gengur upp, og það er ekkert Covid, þá er það Evrópa, Ástralía, Japan, svo kannski aftur Evrópu og Bandaríkin og þá er það búið. Svo tökum við einhver gigg hérna heima á milli. Mér hefur alltaf þótt mjög skemmtilegt að fara hringinn í kringum landið hérna heima og taka smá túr með einfalt set-up, tveir kassagítarar. Það hefur komið mjög vel út. Er eitthvað nýtt efni væntanlegt? Við kláruðum plötu í Covidinu, nýttum tímann í stúdíóinu á meðan maður gat ekki gert neitt annað og sú plata kemur út í haust. Þannig við fylgjum henni eftir í haust, í október erum við búnir að setja á sölu mánaðartúr og svo setjum við meira í sölu í kjölfarið. Ásgeir við vinnu í stúdíóinu.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í þinni tónlistarsköpun? Það er góð spurning og ég hef oft pælt í því. Það er náttúrulega mjög mikið í aðra tónlist, að finna tónlist sem að hreyfir við manni, það býr til eitthvað í undirmeðvitundinni sem kemur út í manns eigin músík en líka drifkraftur einhver. Ef maður heyrir eitthvað sem hreyfir við manni hugsar maður: Mig langar að gera eitthvað svona, til að geta kannski hreyft við einhverjum á sama hátt, því þetta er svo mögnuð tilfinning. Aðsend Svo er það oft líka lífið sjálft, mér fannst ég til dæmis á tímabili aðeins of mikið vera að loka mig inn í stúdíói og maður gleymir aðeins að lifa lífinu. Af því það þarf ekki að taka neitt rosalega langan tíma að koma einhverju frá sér. Ef maður lifir bara lífinu og líður vel og er að taka eitthvað inn, fara í gegnum tilfinningar, þá kemur maður með einhverja hleðslu til að koma einhverju frá sér þegar maður sest síðan niður. Hefurðu alltaf fengið svigrúm til að gera hlutina á þínum forsendum og vera þú sjálfur í þinni tónlist? Já, ég hef verið mjög heppinn með það. Árið 2012 þá sömdum við við frekar lítið plötufyrirtæki í Bretlandi sem heitir One Little Independent, sem fleiri íslenskir artistar eru hjá. Þeirra megin áhersla er að leyfa öllum artistum sem eru hjá þeim að gjörsamlega ráða för og gera það sem þeir vilja og bara styðja þau í því. Við höfum gert samninga við stærri fyrirtæki og þá fékk maður einmitt smjörþefinn af afskiptasemi þar sem var verið að reyna að hafa áhrif á eitthvað og mér fannst það ekkert sérstaklega gaman. Enda hættum við að vinna með því fyrirtæki ekki löngu seinna. Mér finnst lang heilbrigðast ef þetta er bara þannig að útgáfufyrirtæki styðja við tónlistarfólk í því sem þau náttúrulega eru og leyfa þeim að blómstra þannig, ég held að það sé eina vitið. Að lokum, hvað er uppáhalds lagið þitt sem þú hefur gefið út? Það er yfirleitt bara það sem ég er að vinna í, það nýjasta. Ég held að það sé eitthvað af nýju plötunni sem enginn hefur heyrt, þannig að ég skal svara þessu seinna! Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Afmælisútgáfa Dýrðar í dauðaþögn Ásgeir Trausti endurgerði plötuna „Dýrð í dauða þögn“ í sérstakri afmælisútgáfu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að hún kom upprunalega út. Afmælisútgáfan lenti í dag, á afmælisdegi kappans og inniheldur einnig fjögur áður óútgefin lög. 1. júlí 2022 14:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Klippa: Fagnar 10 ára útgáfuafmæli plötunar Dýrð í Dauðaþögn Hvernig kom það til að þú ákvaðst að endurútgefa plötuna Dýrð í Dauðaþögn? Það er í tilefni 10 ára afmælisins í ár, sem er frekar ótrúlegt, að það séu liðin 10 ár. Þannig að það var nú bara svona til að halda upp á það og við erum reyndar að gera ýmislegt annað líka. Við erum með þessa endurútgáfu á plötu, sem er í raun sama platan með nokkrum fleiri aukalögum sem að komu út í kringum þann tíma sem við gáfum fyrstu plötuna, og svo er afmælis vínyllinn grænn og mjög flottur. Auk þess verðum við með afmælistónleika í Eldborg í Hörpu. Eftir þessi tvö ár þar sem maður er búinn að vera svolítið einangraður og ekkert tónleikahald er gaman að geta haldið upp á þetta þar sem allt er búið að opnast. View this post on Instagram A post shared by A sgeir (@asgeirmusic) Svo ertu með annað spennandi verkefni í gangi þar sem þú ert að vinna með öðru íslensku tónlistarfólki. Geturðu sagt mér svolítið frá því? Það er að vísu ekki hugmynd sem kom frá mér en er mjög góð hugmynd. Ég er svona minnst búinn að koma nálægt því, það er bara búið að vera að vinna að þessu annars staðar. Ég held það hafi verið Gummi Páls á Rás 2 sem fékk þessa hugmynd og sagði Kidda umboðsmanninum mínum frá því. Þar byrjaði þetta, að gera cover lög af allri fyrstu plötunni minni og fá tíu tónlistarmenn til að taka öll lög plötunnar Dýrð í dauðaþögn í nýjum útgáfum. Hvert lag verður þeirra útgáfa, þau ráða algjörlega hvernig þau útfæra þetta og ég kem ekkert nálægt því. Og hvernig er sú tilfinning, að leyfa einhverjum öðrum tónlistarmanni að taka þitt og gera það að sýnu? Það er mjög gaman og það er sérstaklega gaman að koma ekkert nálægt því og fá bara að hlusta á það eftir á. Þá geta lögin líka fengið aðra merkingu, í nýjum búning, og maður skilur tónlistarfólkið betur, hvaðan það kemur og afhverju það ákveður að gera það svona eða hinsegin. Það er ýmislegt skemmtilegt sem kemur af því. Við settum þetta mest út í cosmosið en höfðum samband við einhverja aðila. Til að byrja með voru öll lögin í boði og svo hægt og rólega minnkaði úrvalið. Ég er svona lauslega búinn að fara yfir það sem þau hafa tekið upp og þetta er bara algjör snilld. Það er rosalega gaman og ég er ótrúlega þakklátur fyrir allt þetta frábæra tónlistarfólk sem hefur áhuga á að taka þátt í þessu. Því eins og ég segi þá átti þetta að vera þannig að ef fólkið hafði einlægan áhuga á að gera þetta þá væri það mjög gaman. Klippa: Fagnar 10 ára útgáfuafmæli plötunar Dýrð í Dauðaþögn Ef þú lítur yfir farinn veg, síðastliðinn áratug í þessum tónlistarbransa, hvernig finnst þér þú hafa þróast og hvað finnst þér þú hafa lært sem mest af bransanum? Það er erfitt að segja, það er örugglega ýmislegt. Ég er náttúrulega bara búinn að læra allt, því ég kom inn í þennan bransa vitandi ekki neitt. Það byrjaði bara mikið lærdómsferli frá fyrsta degi og kannski erfitt að segja hvað svona helst stendur upp úr. Þetta er svo stór heimur og bransi og margt sem snýr að þessu sem maður gerði sér engan veginn grein fyrir í byrjun, það er í mörg horn að líta. Útgáfa, að semja og að taka upp, sú vinna er einhvern veginn eitt og svo er það að flytja lögin og túra, það er annar pakki og þeir eru svolítið aðskildir. Ég hef alltaf verið meira fyrir það að loka mig inni og taka upp, það er meira fyrir mig. Hitt var erfiðara fyrir mig að læra, að koma mikið fram og þetta performer element var ekkert mjög sterkt í mér held ég. Þannig að ég var lengi að díla við það og læra inn á það hjá sjálfum mér, ég held að mesta púðrið hafi eiginlega farið í það. Áttaðirðu þig á því út í hvað þú varst að fara þegar þú byrjaðir í þessum bransa og varstu að búast við að verkefnið yrði eins farsælt og það varð? Nei, alls ekki. Þetta gerðist rosalega hratt til að byrja með hérna á Íslandi. Ég hafði alltaf haft drauma um að verða tónlistarmaður, frá því ég var lítill, þannig að ég sá svo sem aldrei neitt annað fyrir mér. En ég sá það ekki endilega fyrir mér í þessari mynd og að þetta myndi fara af stað svona hratt. View this post on Instagram A post shared by A sgeir (@asgeirmusic) Kemurðu til með að þróa tónlistina þína á erlendum markaði í auknum mæli í framtíðinni? Já, við höfum að mestu einblínt á erlendan markað síðan að fyrsta platan kom út. Í lok árs 2012 byrjuðum við að túra og þá tók við langt tímabil, tvö til þrjú ár, þar sem maður var aldrei almennilega heima og alltaf með annan fótinn úti. Síðan þá hefur það eiginlega bara verið ferlið. Svo kemur út önnur platan og við fylgjum henni eftir með tónleikaferðalagi sem er yfirleitt þannig að þegar allt gengur upp, og það er ekkert Covid, þá er það Evrópa, Ástralía, Japan, svo kannski aftur Evrópu og Bandaríkin og þá er það búið. Svo tökum við einhver gigg hérna heima á milli. Mér hefur alltaf þótt mjög skemmtilegt að fara hringinn í kringum landið hérna heima og taka smá túr með einfalt set-up, tveir kassagítarar. Það hefur komið mjög vel út. Er eitthvað nýtt efni væntanlegt? Við kláruðum plötu í Covidinu, nýttum tímann í stúdíóinu á meðan maður gat ekki gert neitt annað og sú plata kemur út í haust. Þannig við fylgjum henni eftir í haust, í október erum við búnir að setja á sölu mánaðartúr og svo setjum við meira í sölu í kjölfarið. Ásgeir við vinnu í stúdíóinu.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í þinni tónlistarsköpun? Það er góð spurning og ég hef oft pælt í því. Það er náttúrulega mjög mikið í aðra tónlist, að finna tónlist sem að hreyfir við manni, það býr til eitthvað í undirmeðvitundinni sem kemur út í manns eigin músík en líka drifkraftur einhver. Ef maður heyrir eitthvað sem hreyfir við manni hugsar maður: Mig langar að gera eitthvað svona, til að geta kannski hreyft við einhverjum á sama hátt, því þetta er svo mögnuð tilfinning. Aðsend Svo er það oft líka lífið sjálft, mér fannst ég til dæmis á tímabili aðeins of mikið vera að loka mig inn í stúdíói og maður gleymir aðeins að lifa lífinu. Af því það þarf ekki að taka neitt rosalega langan tíma að koma einhverju frá sér. Ef maður lifir bara lífinu og líður vel og er að taka eitthvað inn, fara í gegnum tilfinningar, þá kemur maður með einhverja hleðslu til að koma einhverju frá sér þegar maður sest síðan niður. Hefurðu alltaf fengið svigrúm til að gera hlutina á þínum forsendum og vera þú sjálfur í þinni tónlist? Já, ég hef verið mjög heppinn með það. Árið 2012 þá sömdum við við frekar lítið plötufyrirtæki í Bretlandi sem heitir One Little Independent, sem fleiri íslenskir artistar eru hjá. Þeirra megin áhersla er að leyfa öllum artistum sem eru hjá þeim að gjörsamlega ráða för og gera það sem þeir vilja og bara styðja þau í því. Við höfum gert samninga við stærri fyrirtæki og þá fékk maður einmitt smjörþefinn af afskiptasemi þar sem var verið að reyna að hafa áhrif á eitthvað og mér fannst það ekkert sérstaklega gaman. Enda hættum við að vinna með því fyrirtæki ekki löngu seinna. Mér finnst lang heilbrigðast ef þetta er bara þannig að útgáfufyrirtæki styðja við tónlistarfólk í því sem þau náttúrulega eru og leyfa þeim að blómstra þannig, ég held að það sé eina vitið. Að lokum, hvað er uppáhalds lagið þitt sem þú hefur gefið út? Það er yfirleitt bara það sem ég er að vinna í, það nýjasta. Ég held að það sé eitthvað af nýju plötunni sem enginn hefur heyrt, þannig að ég skal svara þessu seinna!
Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Afmælisútgáfa Dýrðar í dauðaþögn Ásgeir Trausti endurgerði plötuna „Dýrð í dauða þögn“ í sérstakri afmælisútgáfu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að hún kom upprunalega út. Afmælisútgáfan lenti í dag, á afmælisdegi kappans og inniheldur einnig fjögur áður óútgefin lög. 1. júlí 2022 14:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Afmælisútgáfa Dýrðar í dauðaþögn Ásgeir Trausti endurgerði plötuna „Dýrð í dauða þögn“ í sérstakri afmælisútgáfu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að hún kom upprunalega út. Afmælisútgáfan lenti í dag, á afmælisdegi kappans og inniheldur einnig fjögur áður óútgefin lög. 1. júlí 2022 14:30