Emil skipti yfir til KR árið 2020 en sífeld meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir. Alls hefur hann bara leikið tvo deildarleiki fyrir þá svarthvítu á sínum tíma í Vesturbænum.
Emil hefur ekki verið í leikmannahóp KR í þeim 12 leikjum sem liðið hefur spilað í deildinni á þessu tímabili.
Fylkir er í baráttu um að komast upp úr Lengjudeildinni en liðið er í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir topp liði Gróttu. KR-ingar vonast eflaust eftir því að Emil finni sitt gamla form með uppeldisfélaginu og snúi meiðslalaus til baka.