Gisting úti á Fjallsárlóni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júlí 2022 08:29 Sem stendur er einungis einn húsbátur á lóninu en annar bætist við á næstunni. Fjallsárlón Á Fjallsárlóni er nú hægt að bóka ævintýraferð sem inniheldur siglingu um lónið og eftir hana er dvalið í húsbát á lóninu. Eigandi húsbátanna segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af kulda. Fjallsárlón er staðsett á Breiðamerkursandi á Öræfum við rætur Breiðamerkurjökuls. Lónið er nokkrum kílómetrum vestar en Jökulsárljón sem er ein vinsælasta náttúruperla landsins. Steinþór Arnarson ákvað, ásamt fleirum, að hefja siglingar á lóninu árið 2013. Siglingarnar hefjast í byrjun apríl til loka október ár hvert. Búið er að koma upp húsbátum á lóninu þar sem hægt er að bóka gistingu. Í bátnum hefur fólk útsýni yfir lónið en á veturna, þegar lónið frýs, er bátnum komið fyrir ofan á ísnum. Í bátnum er fólk með útsýni yfir lónið sem og á Breiðamerkurjökul.Fjallsárlón „Þetta er ferð sem kostar 140 þúsund fyrir tvo. Inni í því er sigling um lónið á okkar hefðbundnu bátum og endum svo í þessu. Þetta er ákveðin ævintýraferð í heild sinni,“ segir Steinþór í samtali við fréttastofu. Hann segir að báturinn trufli ekki útsýnið fyrir fólk sem kemur að skoða lónið og að næturgestir fái fullkominn frið á meðan dvöl þeirra stendur yfir. Báturinn er langt frá öllum útsýnisstöðum og að minnsta kosti hingað til hafi enginn labbað svo langt að hann sjái bátinn. Bátarnir eru umhverfisvænir og að sögn Steinþórs er það afar mikilvægt að allar framkvæmdir séu gerðar í sátt við umhverfið. Þá þurfa gestir ekki að hafa áhyggjur af því að verða kalt þegar þeir gista í bátnum en hann er upphitaður ásamt því að vera með rafmagn. Þegar lónið frýs verður hægt að draga bátana upp á land og síðan á ísinn.Fjallsárlón „Það er Wi-Fi, hljóðkerfi, eldhús, þetta er hlaðið af aukabúnaði svo það fari vel um fólk þarna,“ segir Steinþór. Hann fékk hugmyndina að því að hafa báta þegar hann vildi bjóða upp á afþreyingu við lónið yfir vetrartímann því lónið frýs og þá er ekki hægt að bjóða upp á siglingar. „Þetta er mikið notað í Finnlandi og Noregi. Það er hægt að draga þetta, það eru skíði undir þessu líka. Þá getum við haft þetta á lóninu þegar það er frosið. Það er mikið gler á þessu þannig ef það verða norðurljós þá er auðvitað magnað að vera í þessu.“ Vatnajökulsþjóðgarður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Fjallsárlón er staðsett á Breiðamerkursandi á Öræfum við rætur Breiðamerkurjökuls. Lónið er nokkrum kílómetrum vestar en Jökulsárljón sem er ein vinsælasta náttúruperla landsins. Steinþór Arnarson ákvað, ásamt fleirum, að hefja siglingar á lóninu árið 2013. Siglingarnar hefjast í byrjun apríl til loka október ár hvert. Búið er að koma upp húsbátum á lóninu þar sem hægt er að bóka gistingu. Í bátnum hefur fólk útsýni yfir lónið en á veturna, þegar lónið frýs, er bátnum komið fyrir ofan á ísnum. Í bátnum er fólk með útsýni yfir lónið sem og á Breiðamerkurjökul.Fjallsárlón „Þetta er ferð sem kostar 140 þúsund fyrir tvo. Inni í því er sigling um lónið á okkar hefðbundnu bátum og endum svo í þessu. Þetta er ákveðin ævintýraferð í heild sinni,“ segir Steinþór í samtali við fréttastofu. Hann segir að báturinn trufli ekki útsýnið fyrir fólk sem kemur að skoða lónið og að næturgestir fái fullkominn frið á meðan dvöl þeirra stendur yfir. Báturinn er langt frá öllum útsýnisstöðum og að minnsta kosti hingað til hafi enginn labbað svo langt að hann sjái bátinn. Bátarnir eru umhverfisvænir og að sögn Steinþórs er það afar mikilvægt að allar framkvæmdir séu gerðar í sátt við umhverfið. Þá þurfa gestir ekki að hafa áhyggjur af því að verða kalt þegar þeir gista í bátnum en hann er upphitaður ásamt því að vera með rafmagn. Þegar lónið frýs verður hægt að draga bátana upp á land og síðan á ísinn.Fjallsárlón „Það er Wi-Fi, hljóðkerfi, eldhús, þetta er hlaðið af aukabúnaði svo það fari vel um fólk þarna,“ segir Steinþór. Hann fékk hugmyndina að því að hafa báta þegar hann vildi bjóða upp á afþreyingu við lónið yfir vetrartímann því lónið frýs og þá er ekki hægt að bjóða upp á siglingar. „Þetta er mikið notað í Finnlandi og Noregi. Það er hægt að draga þetta, það eru skíði undir þessu líka. Þá getum við haft þetta á lóninu þegar það er frosið. Það er mikið gler á þessu þannig ef það verða norðurljós þá er auðvitað magnað að vera í þessu.“
Vatnajökulsþjóðgarður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira