Fótbolti

Sveindís Jane átti hugmyndina að koma með treyju Cecilíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir halda á treyjunni hennar Cessu fyrir leik.
Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir halda á treyjunni hennar Cessu fyrir leik. Vísir/Vilhelm

Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir og framherjinn Sveindís Jane Jónsdóttir eru mjög nánar og það var því áfall fyrir Sveindísi líka þegar Cecilía fingurbrotnaði sem tók af henni EM.

Það vakti athygli fyrir leikinn að þær Sveindís og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir héldu á treyju Cecilíu á liðsmyndinni fyrir leikinn.

Sveindís Jane var valinn maður leiksins af UEFA og mætti á blaðamannafund eftir leikinn. En hver átti hugmyndina.

„Ég. Ég og Cessa erum mjög nánar,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir en þetta eru tvær af efnilegustu knattspyrnukonum landsins og báðar komnar á samning hjá þýskum stórliðum.

„Það er ógeðslega leiðinlegt að hún verði ekki með. Hún var orðin mjög spennt fyrir þessu. Hún á nóg eftir og tekur bara næsta mót í staðinn,“ sagði Sveindís Jane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×