Verður eiginlega alltaf stressaður áður en hann stígur á svið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. júlí 2022 12:32 Emmsjé Gauti kemur fram á Þjóðhátíð í ár . Daniel Thor Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti er í hópi þess listafólks sem kemur fram á Þjóðhátíð í ár. Hann fór fyrst á hátíðina fyrir átta árum síðan og segist ætla að leggja allt í atriðið sitt í ár. Þjóðhátíð 2022 fer fram með pompi og prakt í Heimaey í lok júlí í ár. Fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið og skemmta gestum en hátíðin er nú haldin í fyrsta skipti frá árinu 2019. Lífið á Vísi tekur hér púlsinn á tónlistarfólkinu og fær nánari innsýn í atriðið þeirra á Þjóðhátíð. View this post on Instagram A post shared by Emmsje Gauti (@emmsjegauti) Hvenær fórst þú fyrst á Þjóðhátíð? Mig minnir að ég hafi farið fyrst á Þjóðhátíð árið 2014. Ég var einhvern veginn aldrei búinn að fara fyrir það og var með einhverjar fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig þetta væri. Síðan var þetta bara mesta snilld í heimi og ógeðslega gaman að fara á þetta svið. Ég held ég sé búinn að spila á Þjóðhátíð fimm eða sex sinnum og þetta er alltaf ákveðinn hápunktur. Hvað finnst þér skemmtilegast við þessa hátíð? Það er bara stemning að koma sér þangað, vera í bílnum með strákunum og koma sér yfir. Síðustu svö skipti sem ég hef verið hef ég líka verið með fjölskyldugigg. Ég hef náttúrulega bara verið á föstudeginum en skemmtilegasta við þessa hátíð er hversu mikil stemning er og spennan í loftinu. View this post on Instagram A post shared by Emmsje Gauti (@emmsjegauti) Við hverju mega hátíðargestir búast þegar þú stígur á svið? Gestir mega búast við algjörri klikkun. Ég var að gefa út nýtt lag 8. júlí sem ég er mjög spenntur að taka. Svo kom Malbik náttúrulega út seint 2019 og ég hef aldrei tekið það á Þjóðhátíð! Síðan bara ljósashow og klikkun og skemmtilegheit. Fólk má búast við því að ég fari all in með showið mitt. Hvað er uppáhalds Þjóðhátíðarlagið þitt? Lífið er yndislegt, við gerðum einhvern tíma remix af því og ætli það sé ekki bara uppáhalds Þjóðhátíðarlagið mitt. Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir stóru stundina? Bara finna eitthvað nett dress og senda mynd á konuna mína og systur mínar. Þær segja nei fyrst og finna eitthvað annað sem ég fer síðan í. Svo er það að fara bak við, hálftíma fyrir gigg, verða stressaður eins og ég er eiginlega alltaf fyrir öll show og síðan bara fara upp á svið og öskra einu sinni í micinn: Hvað segið þið gott motherfuckers og gera sturlað show. Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Nýtt lag frá Emmsjé Gauta Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti var að gefa út lagið HVAÐ ER AÐ FRÉTTA í dag. Það er mikið um að vera hjá Gauta í sumar en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá því. 8. júlí 2022 11:31 Frumsýning á nýrri útgáfu af Lífið er yndislegt Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á glænýrri útgáfu af Lífið er yndislegt þar sem tónlistarfólkið Klara Elias og Hreimur syngja órafmagnaða útgáfu af þessu sögulega Þjóðhátíðarlagi. 7. júlí 2022 11:31 Enn bætist í dagskrána á Þjóðhátíð Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla, Hreimur, Aldamótatónleikarnir og Herbert Guðmundsson bætast á sívaxandi lista þeirra sem munu koma fram á Þjóðhátíð í ár. Þetta verður frumraun Herberts í dalnum. 1. júlí 2022 10:31 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Þjóðhátíð 2022 fer fram með pompi og prakt í Heimaey í lok júlí í ár. Fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið og skemmta gestum en hátíðin er nú haldin í fyrsta skipti frá árinu 2019. Lífið á Vísi tekur hér púlsinn á tónlistarfólkinu og fær nánari innsýn í atriðið þeirra á Þjóðhátíð. View this post on Instagram A post shared by Emmsje Gauti (@emmsjegauti) Hvenær fórst þú fyrst á Þjóðhátíð? Mig minnir að ég hafi farið fyrst á Þjóðhátíð árið 2014. Ég var einhvern veginn aldrei búinn að fara fyrir það og var með einhverjar fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig þetta væri. Síðan var þetta bara mesta snilld í heimi og ógeðslega gaman að fara á þetta svið. Ég held ég sé búinn að spila á Þjóðhátíð fimm eða sex sinnum og þetta er alltaf ákveðinn hápunktur. Hvað finnst þér skemmtilegast við þessa hátíð? Það er bara stemning að koma sér þangað, vera í bílnum með strákunum og koma sér yfir. Síðustu svö skipti sem ég hef verið hef ég líka verið með fjölskyldugigg. Ég hef náttúrulega bara verið á föstudeginum en skemmtilegasta við þessa hátíð er hversu mikil stemning er og spennan í loftinu. View this post on Instagram A post shared by Emmsje Gauti (@emmsjegauti) Við hverju mega hátíðargestir búast þegar þú stígur á svið? Gestir mega búast við algjörri klikkun. Ég var að gefa út nýtt lag 8. júlí sem ég er mjög spenntur að taka. Svo kom Malbik náttúrulega út seint 2019 og ég hef aldrei tekið það á Þjóðhátíð! Síðan bara ljósashow og klikkun og skemmtilegheit. Fólk má búast við því að ég fari all in með showið mitt. Hvað er uppáhalds Þjóðhátíðarlagið þitt? Lífið er yndislegt, við gerðum einhvern tíma remix af því og ætli það sé ekki bara uppáhalds Þjóðhátíðarlagið mitt. Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir stóru stundina? Bara finna eitthvað nett dress og senda mynd á konuna mína og systur mínar. Þær segja nei fyrst og finna eitthvað annað sem ég fer síðan í. Svo er það að fara bak við, hálftíma fyrir gigg, verða stressaður eins og ég er eiginlega alltaf fyrir öll show og síðan bara fara upp á svið og öskra einu sinni í micinn: Hvað segið þið gott motherfuckers og gera sturlað show.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Nýtt lag frá Emmsjé Gauta Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti var að gefa út lagið HVAÐ ER AÐ FRÉTTA í dag. Það er mikið um að vera hjá Gauta í sumar en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá því. 8. júlí 2022 11:31 Frumsýning á nýrri útgáfu af Lífið er yndislegt Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á glænýrri útgáfu af Lífið er yndislegt þar sem tónlistarfólkið Klara Elias og Hreimur syngja órafmagnaða útgáfu af þessu sögulega Þjóðhátíðarlagi. 7. júlí 2022 11:31 Enn bætist í dagskrána á Þjóðhátíð Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla, Hreimur, Aldamótatónleikarnir og Herbert Guðmundsson bætast á sívaxandi lista þeirra sem munu koma fram á Þjóðhátíð í ár. Þetta verður frumraun Herberts í dalnum. 1. júlí 2022 10:31 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Nýtt lag frá Emmsjé Gauta Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti var að gefa út lagið HVAÐ ER AÐ FRÉTTA í dag. Það er mikið um að vera hjá Gauta í sumar en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá því. 8. júlí 2022 11:31
Frumsýning á nýrri útgáfu af Lífið er yndislegt Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á glænýrri útgáfu af Lífið er yndislegt þar sem tónlistarfólkið Klara Elias og Hreimur syngja órafmagnaða útgáfu af þessu sögulega Þjóðhátíðarlagi. 7. júlí 2022 11:31
Enn bætist í dagskrána á Þjóðhátíð Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla, Hreimur, Aldamótatónleikarnir og Herbert Guðmundsson bætast á sívaxandi lista þeirra sem munu koma fram á Þjóðhátíð í ár. Þetta verður frumraun Herberts í dalnum. 1. júlí 2022 10:31