Fótbolti

Óbólusettir leikmenn fá ekki félagaskipti

Atli Arason skrifar
Ruben Loftus-Cheek er óbólusettur
Ruben Loftus-Cheek er óbólusettur Getty

Knattspyrnufélög víðsvegar um Evrópu hætta að spyrjast fyrir um leikmenn sem þau sækjast eftir ef þau komast af því að leikmennirnir eru ekki bólusettir.

Telegraph greinir frá málinu. Miðillinn segir frá því að evrópsk félög vilja vera undirbúinn ef önnur Covid bylgja skellur á. Í Frakklandi og Ítalíu er bólusetning skylda fyrir leikmenn eftir það sem hefur gengið á undanfarin ár.

N‘Golo Kante og Ruben Loftus-Cheek, leikmenn Chelsea, gátu til að mynda ekki farið með liðinu í undirbúningstímabilið sitt í Bandaríkjunum þar sem lög í Bandaríkjunum krefjast þess að allir ferðamenn sem þar koma verða að vera bólusettir. Voru leikmennirnir tveir því eftir í London þar sem þeir eru óbólusettir.

Það sama á við víða í Evrópu, ef nýjum tilfellum fer fjölgandi þá mega þeir sem eru óbólusettir ekki ferðast á milli landa.

Samkvæmt heimildarmanni Telegraph hefur verið slitið á öll samskipti á milli félaga þegar upp kemst að leikmaður sem áhugi er fyrir er ekki með bólusetningu fyrir Covid-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×