Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þjóðskrár. Skráðum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 968 síðan 1. desember 2021.
Næst fjölmennasta trúfélag landsins er Kaþólska kirkjan með 14.709 skráða meðlimi og hefur þeim fækkað um 28 á áðurnefndu tímabili eða um 0,2 prósent.
Frá 1. desember sl. hefur fjölgað mest í Siðmennt eða um 289 meðlimi, sem er 6,3 prósentu fjölgun. Mest hlutfallsleg fjölgun var í ICCI trúfélagi um 30,7 prósent en nú eru 328 meðlimir skráðir í félaginu.
Alls voru 29.620 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða 7,8 prósent landsmanna.