Innlent

Lægð yfir landinu þessa vikuna

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Útlit er fyrir rigningu víðast hvar á landinu í vikunni.
Útlit er fyrir rigningu víðast hvar á landinu í vikunni. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir rigningu og norðanátt þessa vikuna. Skýjað og víða lítilsháttar væta verður í dag, en seinnipartinn má búast við meiri vætu fyrir austan með vaxandi norðanátt, samkvæmt vef Veðurstofunnar. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Vestan og síðar suðvestan 3-10. Bjart með köflum og yfirleitt þurrt, en smáskúrir á vestanverðu landinu seinnipartinn. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast suðaustanlands.

Á fimmtudag:

Hæg breytileg átt. Skýjað að mestu og víða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast suðaustanlands.

Á föstudag:

Austlæg átt, 3-13 m/s, hvassast suðvestanlands. Rigning sunnan- og vestanlands um hádegi. Skýjað norðaustantil en þurrt. Hiti 10 til 15 stig, hlýjast norðanlands.

Á laugardag:

Austan- og síðan norðanátt, 5-13 m/s. Rigning um norðanvert landið en skúrir sunnanlands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast suðvestanlands.

Á sunnudag:

Norðlæg átt, væta og hiti 5-10 stig fyrir norðan, en bjart með köflum allt að 17 stiga hiti syðra.


Spáin á þriðjudag. Það styttir upp á miðvikudag en þykknar aftur upp með rigningu í kjölfarið.veðurstofan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×