Að vera hinsegin Hrafnkell Karlsson skrifar 11. júlí 2022 12:00 Ég hef alltaf talið mér trú um að ég sé heppinn að búa á Íslandi. Miðað við mörg önnur lönd þá er það rétt, ég á meiri réttindi hér en í mörgum öðrum löndum, ég má gifta mig, vera í sambúð, ættleiða og eiga hamingjusamt líf, þrátt fyrir að vera hinsegin. Lagalega séð er Ísland á góðum stað en lagaleg réttindi eru yfirborðskennd ef samfélagið stendur ekki vörð um þau. Hvað varðar félagsleg viðhorf og fordóma í samfélaginu þá lítur út fyrir að myndin sé önnur og hafi því miður farið versnandi. Flest fólk hefur núna heyrt af nýju trendi þar sem einstaklingar og hópar veitast að hinsegin fólki með því að gelta á það. Þetta áreiti hefur þann eina tilgang að svipta hinsegin fólk mennsku sinni. Þann níunda júlí síðastliðin voru samkynja hjón að fagna brúðkaupsafmæli sínu þegar hópur karla tók að gelta á þá. Fullorðnir karlar á þrítugsaldri. Einn þeirra sagði síðan: „Það á að gelta á þessi helvíti.“ Þetta er ekki einsdæmi. Áreitið er orðið svo slæmt að hópar af hinsegin unglingum forðast að fara ein út úr húsi. Þessi sömu ungmenni fá þau komment að þau séu ekki einu sinni manneskjur fyrir það eina að vera sönn sjálfum sér og sýna með stolti hinseginleika sinn. Þeim er hrint aftur inn í skápinn. Maður myndi halda að þetta áreiti ætti sér einungis stað utan veggja skóla og börn fengju að vera örugg í skólunum en annað hefur komið í ljós. Það hryggði mig mjög þegar ég las yfir þessa tölfræði í skýrslunni Könnun á líðan hinsegin ungmenna í skólaumhverfi sem Samtökin ‘78 birtu. Ég óskaði, vonaðist eftir að þetta hefði breyst frá því að ég var sjálfur í skápnum fyrir um áratug síðan og orðfærið sem beint var gegn mér heyrði sögunni til. Ég vil renna aðeins yfir þessa tölfræði sem smá reality check eins og maður segir á góðri ensku: - Þriðjungur hinsegin nemenda greindi frá því að finna til óöryggis í skólanum síðasta árið vegna kynhneigðar sinnar. - Fimmtungur fann til óöryggis vegna kyntjáningar sinnar. - Næstum þriðjungur hinsegin nemenda (32,2%) hafði verið áreitt munnlega vegna kynhneigðar sinnar. - Fjórðungur hinsegin nemenda (25,9%) voru áreitt munnlega vegna kyntjáningar sinnar. - 12,6% hinsegin nemenda höfðu verið áreitt líkamlega vegna kynhneigðar sinnar. - 6,2% höfðu verið líkamlega áreitt vegna kyngervis síns og 5,3% vegna kyntjáningar sinnar. Þessi tölfræði ætti auðvitað að vera 0% í alla staði. Það er greinilega eitthvað sem virkar ekki ef þetta hefur haldið áfram og jafnvel versnað síðan ég var lítill skápahommi fyrir áratug síðan. Þessar sögur staðfesta að það er mikil vinna eftir, við sem erum hinsegin erum líka mennsk, við eigum skilið að vera elskuð, eigum skilið að geta labbað um göturnar án þess að vera munnlega og líkamlega áreitt. Við eigum skilið að vera sýnileg og stolt af okkur sjálfum eins og allt fólk á skilið að vera stolt af sér sama hvaða samfélagshópum það tilheyrir. Við eigum skilið að vera til. Höfundur er stoltur hinsegin Hafnfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf talið mér trú um að ég sé heppinn að búa á Íslandi. Miðað við mörg önnur lönd þá er það rétt, ég á meiri réttindi hér en í mörgum öðrum löndum, ég má gifta mig, vera í sambúð, ættleiða og eiga hamingjusamt líf, þrátt fyrir að vera hinsegin. Lagalega séð er Ísland á góðum stað en lagaleg réttindi eru yfirborðskennd ef samfélagið stendur ekki vörð um þau. Hvað varðar félagsleg viðhorf og fordóma í samfélaginu þá lítur út fyrir að myndin sé önnur og hafi því miður farið versnandi. Flest fólk hefur núna heyrt af nýju trendi þar sem einstaklingar og hópar veitast að hinsegin fólki með því að gelta á það. Þetta áreiti hefur þann eina tilgang að svipta hinsegin fólk mennsku sinni. Þann níunda júlí síðastliðin voru samkynja hjón að fagna brúðkaupsafmæli sínu þegar hópur karla tók að gelta á þá. Fullorðnir karlar á þrítugsaldri. Einn þeirra sagði síðan: „Það á að gelta á þessi helvíti.“ Þetta er ekki einsdæmi. Áreitið er orðið svo slæmt að hópar af hinsegin unglingum forðast að fara ein út úr húsi. Þessi sömu ungmenni fá þau komment að þau séu ekki einu sinni manneskjur fyrir það eina að vera sönn sjálfum sér og sýna með stolti hinseginleika sinn. Þeim er hrint aftur inn í skápinn. Maður myndi halda að þetta áreiti ætti sér einungis stað utan veggja skóla og börn fengju að vera örugg í skólunum en annað hefur komið í ljós. Það hryggði mig mjög þegar ég las yfir þessa tölfræði í skýrslunni Könnun á líðan hinsegin ungmenna í skólaumhverfi sem Samtökin ‘78 birtu. Ég óskaði, vonaðist eftir að þetta hefði breyst frá því að ég var sjálfur í skápnum fyrir um áratug síðan og orðfærið sem beint var gegn mér heyrði sögunni til. Ég vil renna aðeins yfir þessa tölfræði sem smá reality check eins og maður segir á góðri ensku: - Þriðjungur hinsegin nemenda greindi frá því að finna til óöryggis í skólanum síðasta árið vegna kynhneigðar sinnar. - Fimmtungur fann til óöryggis vegna kyntjáningar sinnar. - Næstum þriðjungur hinsegin nemenda (32,2%) hafði verið áreitt munnlega vegna kynhneigðar sinnar. - Fjórðungur hinsegin nemenda (25,9%) voru áreitt munnlega vegna kyntjáningar sinnar. - 12,6% hinsegin nemenda höfðu verið áreitt líkamlega vegna kynhneigðar sinnar. - 6,2% höfðu verið líkamlega áreitt vegna kyngervis síns og 5,3% vegna kyntjáningar sinnar. Þessi tölfræði ætti auðvitað að vera 0% í alla staði. Það er greinilega eitthvað sem virkar ekki ef þetta hefur haldið áfram og jafnvel versnað síðan ég var lítill skápahommi fyrir áratug síðan. Þessar sögur staðfesta að það er mikil vinna eftir, við sem erum hinsegin erum líka mennsk, við eigum skilið að vera elskuð, eigum skilið að geta labbað um göturnar án þess að vera munnlega og líkamlega áreitt. Við eigum skilið að vera sýnileg og stolt af okkur sjálfum eins og allt fólk á skilið að vera stolt af sér sama hvaða samfélagshópum það tilheyrir. Við eigum skilið að vera til. Höfundur er stoltur hinsegin Hafnfirðingur.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun