Þjálfarateymi liðsins var í viðtölum fyrir æfinguna og það var greinilegt að starfsmenn æfingasvæðis Crewe Alexandra ætluðu ekki að láta grasið þorna. Ekki einu sinni þegar viðtöl voru í gangi.
Tvívegis fór vökvunarkerfið í gang þegar fjölmiðlamenn voru að ræða við þjálfarana.
Í seinni skiptið þá var Svava Kristín Grétarsdóttir að ræða við Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfara.
Það má sjá þegar vökvunarkerfið fer í gang í myndbandinu hér fyrir neðan.