Síðasta þjóðhagsspá Hagfræðideildarinnar gerði ráð fyrir að meðal atvinnuleysi á árinu yrði 4,5 prósent en ef núverandi staða atvinnuleysis helst óbreytt út árið verður það 3,9 prósent. Hagsjánni samkvæmt minnkaði atvinnuleysi alls staðar á landinu á milli mánaða en mesta minnkunin var um 0,8 prósent á Suðurnesjum og Norðurlandi eystra. Atvinnuleysi er þó mest á Suðurnesjum eða 5,8%.
Staða ferðaþjónustunnar muni skipta miklu fyrir stöðu vinnumarkaðar innanlands.
Hagsjánna má lesa hér.