Forseta Srí Lanka mistókst að flýja land Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júlí 2022 11:20 Gotabaya Rajapaksa hefur aðeins verið forseti Srí Lanka frá árinu 2019. Andy Buchanan/Getty Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka, hefur mistekist að flýja land. Flugvallarstarfsmenn eru sagðir hafa komið í veg fyrir að forsetinn gæti notað sérútgang til að komast í flug til Dubai. Fregnir herma að Rajapaksa, sem átti að segja af sér næstkomandi miðvikudag, hafi gert tilraun til að flýja landið í gær, að kvöldi mánudags. Að sögn yfirvalda neitaði flugvallarstarfsfólk að hleypa forsetanum að einkasvæði flugvallarins, með þeim afleiðingum að Rajapaksa fékk ekki stimplun á vegabréf sitt og missti af nokkrum flugum til Dubai. Enduðu Rajapaksa og kona hans á því að halda til nærliggjandi herstöðvar. Þeir embættismenn sem ræddu við Agence France-Press segja forsetann nú íhuga að nýta sér herskipaflota landsins til að koma sér úr landi, án þess að það hafi fengist staðfest. Þar sem Rajapaksa er enn forseti landsins, er hann undanþeginn handtökuheimildum og er honum því mikið í mun að komast úr landi áður þeirri undanþágu lýkur. Forsetinn er nú sakaður um spillingu og mikla óstjórn fjármála sem hafi keyrt efnahag landsins í þrot og leitt af sé verstu kreppu landsins frá upphafi. Þá situr forsetinn einnig undir ásökunum um stríðsglæpi sem tengjast mannshvarfi og þætti hans í borgarastríðinu í Srí Lanka árið 2009, er hann gegndi embætti varnarmálaráðherra. Um áratugaskeið hefur verið komið í veg fyrir að þessar ásakanir komist til kasta dómstóla. Srí Lanka Tengdar fréttir Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. 11. júlí 2022 07:49 Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Fregnir herma að Rajapaksa, sem átti að segja af sér næstkomandi miðvikudag, hafi gert tilraun til að flýja landið í gær, að kvöldi mánudags. Að sögn yfirvalda neitaði flugvallarstarfsfólk að hleypa forsetanum að einkasvæði flugvallarins, með þeim afleiðingum að Rajapaksa fékk ekki stimplun á vegabréf sitt og missti af nokkrum flugum til Dubai. Enduðu Rajapaksa og kona hans á því að halda til nærliggjandi herstöðvar. Þeir embættismenn sem ræddu við Agence France-Press segja forsetann nú íhuga að nýta sér herskipaflota landsins til að koma sér úr landi, án þess að það hafi fengist staðfest. Þar sem Rajapaksa er enn forseti landsins, er hann undanþeginn handtökuheimildum og er honum því mikið í mun að komast úr landi áður þeirri undanþágu lýkur. Forsetinn er nú sakaður um spillingu og mikla óstjórn fjármála sem hafi keyrt efnahag landsins í þrot og leitt af sé verstu kreppu landsins frá upphafi. Þá situr forsetinn einnig undir ásökunum um stríðsglæpi sem tengjast mannshvarfi og þætti hans í borgarastríðinu í Srí Lanka árið 2009, er hann gegndi embætti varnarmálaráðherra. Um áratugaskeið hefur verið komið í veg fyrir að þessar ásakanir komist til kasta dómstóla.
Srí Lanka Tengdar fréttir Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. 11. júlí 2022 07:49 Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. 11. júlí 2022 07:49
Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07