„Mér finnst gott að fjalla um veðrið“ Steinar Fjeldsted skrifar 12. júlí 2022 16:01 Fyrir stuttu kom út lagið Cold Aired Breeze en lagið er fyrsta smáskífan af frumraun Árnýjar Margrétar í fullri lengd, plötunni They Only Talk About the Weather, sem kemur út á vegum One Little Independent þann 21. október nk. Í febrúar sl. gaf Árný Margrét út EP-plötuna Intertwined og undanfarna mánuði hefur hún komið fram á tónleikum í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem hún hefur m.a. hitað upp fyrir hinn kanadíska Leif Vollebekk. Í júlí heldur Árný Margrét aftur til Bandaríkjanna til að koma fram á hinni goðsagnakenndu tónlistarhátíð Newport Folk Festival, auk þess sem hún mun hita upp fyrir Blake Mills og Pino Palladino á fernum tónleikum. Í ágúst kemur Árný síðan fram á tónleikum Ásgeirs í Eldborg í Hörpu. They Only Talk About the Weather er tilfinningarík plata um ferðalag Árnýjar Margrétar frá því að hún er ung stúlka á Ísafirði, nemandi á heimavist í Danmörku og til dagsins í dag þar sem hún er orðin alþjóðleg tónlistarkona á ferðalögum um heiminn. Textarnir á plötunni eru ljóðrænir og áhrifaríkir þar sem efnistökin eru eitthvað sem flestir geta tengt sterklega við – sambönd og samskipti, einangrun, einmanaleiki, eftirsjá og sársauki. Lagasmíðarnar eru sterkar og melódíurnar eru þesslegar að þær smeygja sér inn í undirmeðvitundina. Lögin eru tær, heiðarleg og frábærlega útsett og af plötunni stafar mikið sjálfsöryggi. Veðrið leikur stórt hlutverk á plötunni og Árný lýsir gjarnan tilfinningum sínum með því að fjalla um veðrið og umhverfið. Árný segir sjálf frá: „Mér finnst gott að fjalla um veðrið og í einu laga minna persónugeri ég það meira að segja þegar ég syng: „I am blinded by the light of winter, but it comes and goes away, I don’t like her very much, you can’t depend on anything she’ll say“. Í Cold Aired Breeze segir Árný á einum stað: „Now everything’s covered in white, well I still had the hope to ride my bike“. Tónlistarleg áhrif Árnýjar koma einna helst frá þjóðlagatónlist og þegar hún er spurð um áhrifavalda hefur hún nefnt tónlistarfólk eins og Andy Shauf, Phoebe Bridgers, Bon Iver, Leif Vollebekk og Gregory Alan Isakov til sögunnar. Platan er hlýleg, lágstemmd og einfaldleikinn allsráðandi. Á einungis tveimur lögum plötunnar spilar Árný með fullu bandi. Á örstuttum tíma hefur hins vestfirska Árný Margrét öðlast talsverða reynslu í hinum alþjóðlega tónlistarheimi. Hún hefur komið sér upp öflugu teymi af samstarfsaðilum, m.a. breska útgáfufyrirtækinu One Little Independent og bókunarfyrirtækjunum ATC Live í Evrópu og High Road Touring í Norður-Ameríku. Hún starfar náið með upptökustjóranum og tónlistarmanninum Guðmundi Kristni Jónssyni sem hefur átt stóran þátt í velgengni Ásgeirs (Trausta) en bæði EP-plata og hin væntanlega plata Árnýjar Margrétar eru teknar upp í hljóðveri Guðmundar Kristins, Hljóðrita í Hafnarfirði. https://open.spotify.com/artist/0is0GJzcvwz5jg1qVZyOwW/discography/all?pageUri=spotify:album:1pPm3pPYciWzpbb7Gfw6nh Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Í febrúar sl. gaf Árný Margrét út EP-plötuna Intertwined og undanfarna mánuði hefur hún komið fram á tónleikum í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem hún hefur m.a. hitað upp fyrir hinn kanadíska Leif Vollebekk. Í júlí heldur Árný Margrét aftur til Bandaríkjanna til að koma fram á hinni goðsagnakenndu tónlistarhátíð Newport Folk Festival, auk þess sem hún mun hita upp fyrir Blake Mills og Pino Palladino á fernum tónleikum. Í ágúst kemur Árný síðan fram á tónleikum Ásgeirs í Eldborg í Hörpu. They Only Talk About the Weather er tilfinningarík plata um ferðalag Árnýjar Margrétar frá því að hún er ung stúlka á Ísafirði, nemandi á heimavist í Danmörku og til dagsins í dag þar sem hún er orðin alþjóðleg tónlistarkona á ferðalögum um heiminn. Textarnir á plötunni eru ljóðrænir og áhrifaríkir þar sem efnistökin eru eitthvað sem flestir geta tengt sterklega við – sambönd og samskipti, einangrun, einmanaleiki, eftirsjá og sársauki. Lagasmíðarnar eru sterkar og melódíurnar eru þesslegar að þær smeygja sér inn í undirmeðvitundina. Lögin eru tær, heiðarleg og frábærlega útsett og af plötunni stafar mikið sjálfsöryggi. Veðrið leikur stórt hlutverk á plötunni og Árný lýsir gjarnan tilfinningum sínum með því að fjalla um veðrið og umhverfið. Árný segir sjálf frá: „Mér finnst gott að fjalla um veðrið og í einu laga minna persónugeri ég það meira að segja þegar ég syng: „I am blinded by the light of winter, but it comes and goes away, I don’t like her very much, you can’t depend on anything she’ll say“. Í Cold Aired Breeze segir Árný á einum stað: „Now everything’s covered in white, well I still had the hope to ride my bike“. Tónlistarleg áhrif Árnýjar koma einna helst frá þjóðlagatónlist og þegar hún er spurð um áhrifavalda hefur hún nefnt tónlistarfólk eins og Andy Shauf, Phoebe Bridgers, Bon Iver, Leif Vollebekk og Gregory Alan Isakov til sögunnar. Platan er hlýleg, lágstemmd og einfaldleikinn allsráðandi. Á einungis tveimur lögum plötunnar spilar Árný með fullu bandi. Á örstuttum tíma hefur hins vestfirska Árný Margrét öðlast talsverða reynslu í hinum alþjóðlega tónlistarheimi. Hún hefur komið sér upp öflugu teymi af samstarfsaðilum, m.a. breska útgáfufyrirtækinu One Little Independent og bókunarfyrirtækjunum ATC Live í Evrópu og High Road Touring í Norður-Ameríku. Hún starfar náið með upptökustjóranum og tónlistarmanninum Guðmundi Kristni Jónssyni sem hefur átt stóran þátt í velgengni Ásgeirs (Trausta) en bæði EP-plata og hin væntanlega plata Árnýjar Margrétar eru teknar upp í hljóðveri Guðmundar Kristins, Hljóðrita í Hafnarfirði. https://open.spotify.com/artist/0is0GJzcvwz5jg1qVZyOwW/discography/all?pageUri=spotify:album:1pPm3pPYciWzpbb7Gfw6nh Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið