Sænsku miðlarnir um leikinn á Víkingsvelli: „Óþarflega spennandi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2022 16:00 Víkingur tók á móti Malmö í háspennuleik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Vísir/Hulda Margrét Líkt og íslenskir fjölmiðlar fjölluðu þeir sænsku um leik Víkings og Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli og sænsku meistararnir fóru því áfram eftir samanlagðan 6-5 sigur. Þrír af stærstu miðlum Svíþjóðar, Expressen, SVT og Aftonbladet, sögðu sína skoðun á leiknum. Flestur voru þeir sammála varnarmanni Malmö, Felix Beijmo, sem sagði að einvígið hafi verið óþarflega spennandi. Beijmo skoraði eitt og lagði upp annað í leik gærdagsins er Malmö fór naumlega áfram, en í samtali við Expressen eftir leikinn í gær sagði hann að einvígið hafi unnist á smáatriðum. „Auðvitað varð þetta óþarflega spennandi undir lokin. En mér fannst þeir ekki fá mjög mörg færi, þeir skoruðu bara úr þeim færum sem þeir fengu,“ sagði Beijmo að leikslokum. „Það er alltaf meiri pressa í forkeppninni heldur en í venjulegum deildarleik. En við erum með reynslumikla menn í liðinu og á seinasta ári vorum við líka í jöfnum leikjum þannig við vorum undirbúnir fyrir það í ár. Við vissum að við þyrftum að leggja okkur alla fram í þessa leiki.“ Felix Beijmo í leik með sænska U21 árs landsliðinu.Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images SVT fjallaði einnig um leikinn, en í umsögn þeirra var talað um „sveiflukennda markaveislu.“ Þeir voru einnig sammála Beijmo um að leikurinn hafi orðið full spennandi. „Eftir sveiflukennda markaveislu sem endaði 3-3 á Íslandi tókst sænsku meisturunum að verja forystu sína frá fyrri leiknum á heimavelli,“ sagði í umsögn SVT. „Víkingur gaf sig ekki og skapaði alvöru spennu undir lok leiks.“ Malmö FF är vidare till den andra kvalomgången i Champions League👏⚽️ #fotboll https://t.co/nG8rMmuwHp— SVT Sport (@SVTSport) July 12, 2022 Sama tón mátti finna hjá Aftonbladet þar sem blaðamaðurinn Jonathan Nilsson sagði frá „dramatík á Íslandi.“ „Malmö FF er á leið í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar, en það var dramatík á Íslandi,“ sagði í umfjöllun Nilsson á Aftonbladet. „Eftir að hafa hleypt lakara liðinu inn í leikinn vann Malmö aðeins 3-2 heimasigur gegn íslenska liðinu í seinustu viku. Ekki varð spennan minni þegar Víkingur tók 1-0 forystu í síðari leiknum á gervigrasinu í Reykjavík.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Enski boltinn Fleiri fréttir Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Real Madrid - Leganés | Madrídingar mega ekki misstíga sig Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Sjá meira
Þrír af stærstu miðlum Svíþjóðar, Expressen, SVT og Aftonbladet, sögðu sína skoðun á leiknum. Flestur voru þeir sammála varnarmanni Malmö, Felix Beijmo, sem sagði að einvígið hafi verið óþarflega spennandi. Beijmo skoraði eitt og lagði upp annað í leik gærdagsins er Malmö fór naumlega áfram, en í samtali við Expressen eftir leikinn í gær sagði hann að einvígið hafi unnist á smáatriðum. „Auðvitað varð þetta óþarflega spennandi undir lokin. En mér fannst þeir ekki fá mjög mörg færi, þeir skoruðu bara úr þeim færum sem þeir fengu,“ sagði Beijmo að leikslokum. „Það er alltaf meiri pressa í forkeppninni heldur en í venjulegum deildarleik. En við erum með reynslumikla menn í liðinu og á seinasta ári vorum við líka í jöfnum leikjum þannig við vorum undirbúnir fyrir það í ár. Við vissum að við þyrftum að leggja okkur alla fram í þessa leiki.“ Felix Beijmo í leik með sænska U21 árs landsliðinu.Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images SVT fjallaði einnig um leikinn, en í umsögn þeirra var talað um „sveiflukennda markaveislu.“ Þeir voru einnig sammála Beijmo um að leikurinn hafi orðið full spennandi. „Eftir sveiflukennda markaveislu sem endaði 3-3 á Íslandi tókst sænsku meisturunum að verja forystu sína frá fyrri leiknum á heimavelli,“ sagði í umsögn SVT. „Víkingur gaf sig ekki og skapaði alvöru spennu undir lok leiks.“ Malmö FF är vidare till den andra kvalomgången i Champions League👏⚽️ #fotboll https://t.co/nG8rMmuwHp— SVT Sport (@SVTSport) July 12, 2022 Sama tón mátti finna hjá Aftonbladet þar sem blaðamaðurinn Jonathan Nilsson sagði frá „dramatík á Íslandi.“ „Malmö FF er á leið í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar, en það var dramatík á Íslandi,“ sagði í umfjöllun Nilsson á Aftonbladet. „Eftir að hafa hleypt lakara liðinu inn í leikinn vann Malmö aðeins 3-2 heimasigur gegn íslenska liðinu í seinustu viku. Ekki varð spennan minni þegar Víkingur tók 1-0 forystu í síðari leiknum á gervigrasinu í Reykjavík.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Enski boltinn Fleiri fréttir Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Real Madrid - Leganés | Madrídingar mega ekki misstíga sig Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Sjá meira