Rósa hefur gegnt embætti bæjarstjóri Hafnarfjarðar undanfarin fjögur ár. Hún var áður formaður bæjarráðs og fræðsluráðs og bæjarfulltrúi frá árinu 2006. Rósa var jafnframt formaður stjórnar SSH, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu árin 2018 -2020.
„Tel ég að reynsla mín og fyrri störf komi að góðum notum innan stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og fyrir þá mikilvægu starfsemi sem fram fer á sameiginlegum vettvangi sveitarfélaga,“ segir í tilkynningu frá Rósu.
Þar segist hún vilja leggja áherslu á frekari uppbyggingu í húsnæðismálum, mörkun sameiginlegrar stefnu ríkis og sveitarfélaga í málefnum og þjónustu við eldra fólk, úrgangs- og umhverfismál og, menntun og farsæld barna. Að auki nefnir hún stafræna þróun sveitarfélaga í þjónustu við íbúa og vill að lagðar verði fram nýjar tillögur um kostnaðarskiptingu rikis og sveitarfélaga í málefnum fatlaðs fólks.