Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2022 14:48 Mótmælendur á skrifstofu embættis forsætisráðherra Srí Lanka. AP/Eranga Jayawardena Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. Gotabaya Rajapaksa flúði eftir að mótmælendur tóku yfir forsetahöllina og er hann sagður hafa tekið eiginkonu sína, tvo lífverði og herflugvél til Maldíveyja. Rajapaksa hefur heitið því að segja af sér embætti í dag en fjölskylda hans hefur stjórnað landinu síðustu tvo áratugi. Samkvæmt BBC ætlar forsetinn ekki að halda kyrru fyrir í Maldíveyjum heldur er hann sagður ætla að ferðast til annars ríkis og er talið mögulegt að hann sé á leið til Singapúr eða Dúbaí. Basil Rajapaksa, bróðir forsetans og fyrrverandi fjármálaráðherra, ku einnig hafa flúið land og er sagður á leið til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Srí Lanka undanfarna daga, vegna gífurlegra efnahagsvandræða þar. Efnahagsvandræði Srí Lanka hafa að miklu leyti verið rakin til lélegrar efnahagsstjórnar stjórnvalda eyríkisins. Forsvarsmenn ríkisins hafa þó haldið því fram að faraldri kórónuveirunnar og tilheyrandi fækkun ferðamanna sé um að kenna. Táragasi var skotið að mótmælendum í dag.AP/ Photo/Rafiq Maqbool Mótmælendur hafa krafist nýrrar ríkisstjórnar. Wickremesinghe hefur sagt að hann muni ekki segja af sér fyrr en ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Þúsundir mótmælenda ruddu sér leið inn á skrifstofur forsætisráðuneytisins í morgun. Í fyrstu skutu lögregluþjónar táragasi að mótmælendum en að endingu virtust þeir gefast upp, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Við munum elda hérna, borða hérna og búa hérna. Við verðum hér þar til hann [Wickremesinghe] segir af sér,“ sagði einn mótmælenda í samtali við AP. Um helgina gerðu mótmælendur hið sama við forsetahöllina, eins og áður hefur komið fram. AP segir að síðan þá hafi þúsundir sótt forsetahöllina heim, stungið sér til sunds, lagt sig eða virt fyrir sér málverkin þar. Sjá einnig: Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Wckremesinghe segist hafa skipað sérstaka nefnd yfirmanna í lögreglunni og hernum og þeirra verk sé að tryggja frið í Srí Lanka. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra, segist ekki ætla að segja af sér fyrr en búið er að mynda nýja ríkisstjórn.AP/Eranga Jayawardena Muni Rajapaksa segja af sér, eins og hann hefur sagst ætla að gera, segjast þingmenn ætla að kjósa nýjan forseta til að sitja út núverandi kjörtímabil, sem endar árið 2024. Sá forseti myndi þá skipa nýjan forsætisráðherra sem þingið þyrfti að samþykkja. Srí Lanka Tengdar fréttir Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Forseta Srí Lanka mistókst að flýja land Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka, hefur mistekist að flýja land. Flugvallarstarfsmenn eru sagðir hafa komið í veg fyrir að forsetinn gæti notað sérútgang til að komast í flug til Dubai. 12. júlí 2022 11:20 Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. 11. júlí 2022 07:49 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Gotabaya Rajapaksa flúði eftir að mótmælendur tóku yfir forsetahöllina og er hann sagður hafa tekið eiginkonu sína, tvo lífverði og herflugvél til Maldíveyja. Rajapaksa hefur heitið því að segja af sér embætti í dag en fjölskylda hans hefur stjórnað landinu síðustu tvo áratugi. Samkvæmt BBC ætlar forsetinn ekki að halda kyrru fyrir í Maldíveyjum heldur er hann sagður ætla að ferðast til annars ríkis og er talið mögulegt að hann sé á leið til Singapúr eða Dúbaí. Basil Rajapaksa, bróðir forsetans og fyrrverandi fjármálaráðherra, ku einnig hafa flúið land og er sagður á leið til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Srí Lanka undanfarna daga, vegna gífurlegra efnahagsvandræða þar. Efnahagsvandræði Srí Lanka hafa að miklu leyti verið rakin til lélegrar efnahagsstjórnar stjórnvalda eyríkisins. Forsvarsmenn ríkisins hafa þó haldið því fram að faraldri kórónuveirunnar og tilheyrandi fækkun ferðamanna sé um að kenna. Táragasi var skotið að mótmælendum í dag.AP/ Photo/Rafiq Maqbool Mótmælendur hafa krafist nýrrar ríkisstjórnar. Wickremesinghe hefur sagt að hann muni ekki segja af sér fyrr en ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Þúsundir mótmælenda ruddu sér leið inn á skrifstofur forsætisráðuneytisins í morgun. Í fyrstu skutu lögregluþjónar táragasi að mótmælendum en að endingu virtust þeir gefast upp, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Við munum elda hérna, borða hérna og búa hérna. Við verðum hér þar til hann [Wickremesinghe] segir af sér,“ sagði einn mótmælenda í samtali við AP. Um helgina gerðu mótmælendur hið sama við forsetahöllina, eins og áður hefur komið fram. AP segir að síðan þá hafi þúsundir sótt forsetahöllina heim, stungið sér til sunds, lagt sig eða virt fyrir sér málverkin þar. Sjá einnig: Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Wckremesinghe segist hafa skipað sérstaka nefnd yfirmanna í lögreglunni og hernum og þeirra verk sé að tryggja frið í Srí Lanka. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra, segist ekki ætla að segja af sér fyrr en búið er að mynda nýja ríkisstjórn.AP/Eranga Jayawardena Muni Rajapaksa segja af sér, eins og hann hefur sagst ætla að gera, segjast þingmenn ætla að kjósa nýjan forseta til að sitja út núverandi kjörtímabil, sem endar árið 2024. Sá forseti myndi þá skipa nýjan forsætisráðherra sem þingið þyrfti að samþykkja.
Srí Lanka Tengdar fréttir Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Forseta Srí Lanka mistókst að flýja land Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka, hefur mistekist að flýja land. Flugvallarstarfsmenn eru sagðir hafa komið í veg fyrir að forsetinn gæti notað sérútgang til að komast í flug til Dubai. 12. júlí 2022 11:20 Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. 11. júlí 2022 07:49 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42
Forseta Srí Lanka mistókst að flýja land Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka, hefur mistekist að flýja land. Flugvallarstarfsmenn eru sagðir hafa komið í veg fyrir að forsetinn gæti notað sérútgang til að komast í flug til Dubai. 12. júlí 2022 11:20
Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. 11. júlí 2022 07:49
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent