Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2022 19:21 Þingmenn skorska aðskilnaðarflokksins Alba gengu svo hart að Boris Johnson fráfarandi forsætisráðherra á breska þinginu í dag að þingforseti lét henda þeim út. AP/Andy Bailey Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. Frambjóðendur þurftu að fá að lágmarki 30 atkvæði til að geta haldið áfram baráttunni um leiðtogasætið og þar með forsætisráðherraembættið. Í næstu umferðum dettur sá út sem fær fæst atkvæði. Sunak hlaut 88 atkvæði þingmanna flokksins í dag og Penny Mordaunt 67 atkvæði. Þar á eftir komu Liz Truss með 50, Kemi Badenoch með 40, Tom Tugendhat með 37 og Suella Braverman með 32. Nadim Zahawi og Jeremy Hunt féllu úr leik. Róstursamt var í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn skorska aðskilnaðarflokksins Alba vildu komast að til að mótmæla einum af síðustu embættisverkum Borisar Johnsons sem var að hafna beiðni stjórnvalda í Skotlandi um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota frá Bretlandi. Forsætisráðherrann komst ekki að fyrir framíköllum og var Sir Lindsay Hoyle forseti þingsins langt í frá ánægður með framgöngu skorsku þingmannanna. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins sagði tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba beinlínis að halda kjafti á þingfundi í dag eftir ítrekuð framíköll. Að lokum lét hann henda þingmönnunum út úr þingsal.Getty/House of Commons „Hr. forseti... á morgun,“ reyndi Johnson að byrja þar til forsetinn hrópaði: „Haldið kjafti í smá stund.“ Ef þingmenn verða ekki við tilmælum forseta á breska þinginu getur hann byrjað á viðvörun með því að nefna þá á nafn. Að lokum getur hann vísað þeim af þingfundi og sett þá í fundarbann í fimm daga en breska þingið fer í sumarfrí á föstudag í næstu viku. „Þögn í salnum! Ég segi við virðulegan herramann að ég læt slíka hegðun ekki viðgangast,“ hrópaði þingforsetinn þegar óróinn hélt áfram. Þingmennirnir létu hins vegar ekki segjast og voru þá ekki teknir neinum vettlingatökum. Fyrirspurnartíminn á breska þinginu í dag gæti hafa verið sá síðasti sem Boris Johnson tók þátt í sem forsætisráðherra. Hann sagðist stoltur af verkum sínum og stjórnar sinnar.AP/Andy Bailey „Neale Hanvey, ég nefni þig og Kenny MacAskill og skipa ykkur að yfirgefa þingsalinn. Þingverðir takið á þeim, takið á þeim. Út með ykkur. Þingverið fylgið þeim út. Fjarlægið þá, farið með þá út,“ skipaði þingforsetinn. Að endingu komst Johnson loksins að. „Það má með sanni segja að ég fer ekki á þeirri stundu sem ég hefði kosið. Sannarlega. En ég er hreykinn af góðu samstarfi okkar í málefnavinnu okkar bæði innanlands og utan. Hr. forseti. Ég er einnig hreykinn af leiðtogastarfi mínu,“ sagði Boris Johnson. Bretland Tengdar fréttir Rishi Sunak vann í fyrstu umferðinni Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sigraði í fyrstu umferð leiðtogakosninga breska Íhaldsflokksins í dag. Alls buðu átta manns sig fram og féllu tveir úr keppni. 13. júlí 2022 17:52 Breyta kosningareglunum fyrir leiðtogakjörið Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður kynntur til leiks þann 5. september næst komandi. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi af 1922 nefndinni svo kölluðu sem sér um kjörið. 12. júlí 2022 07:01 Nýr forsætisráðherra þann 5. september Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku. 11. júlí 2022 20:07 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Frambjóðendur þurftu að fá að lágmarki 30 atkvæði til að geta haldið áfram baráttunni um leiðtogasætið og þar með forsætisráðherraembættið. Í næstu umferðum dettur sá út sem fær fæst atkvæði. Sunak hlaut 88 atkvæði þingmanna flokksins í dag og Penny Mordaunt 67 atkvæði. Þar á eftir komu Liz Truss með 50, Kemi Badenoch með 40, Tom Tugendhat með 37 og Suella Braverman með 32. Nadim Zahawi og Jeremy Hunt féllu úr leik. Róstursamt var í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn skorska aðskilnaðarflokksins Alba vildu komast að til að mótmæla einum af síðustu embættisverkum Borisar Johnsons sem var að hafna beiðni stjórnvalda í Skotlandi um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota frá Bretlandi. Forsætisráðherrann komst ekki að fyrir framíköllum og var Sir Lindsay Hoyle forseti þingsins langt í frá ánægður með framgöngu skorsku þingmannanna. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins sagði tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba beinlínis að halda kjafti á þingfundi í dag eftir ítrekuð framíköll. Að lokum lét hann henda þingmönnunum út úr þingsal.Getty/House of Commons „Hr. forseti... á morgun,“ reyndi Johnson að byrja þar til forsetinn hrópaði: „Haldið kjafti í smá stund.“ Ef þingmenn verða ekki við tilmælum forseta á breska þinginu getur hann byrjað á viðvörun með því að nefna þá á nafn. Að lokum getur hann vísað þeim af þingfundi og sett þá í fundarbann í fimm daga en breska þingið fer í sumarfrí á föstudag í næstu viku. „Þögn í salnum! Ég segi við virðulegan herramann að ég læt slíka hegðun ekki viðgangast,“ hrópaði þingforsetinn þegar óróinn hélt áfram. Þingmennirnir létu hins vegar ekki segjast og voru þá ekki teknir neinum vettlingatökum. Fyrirspurnartíminn á breska þinginu í dag gæti hafa verið sá síðasti sem Boris Johnson tók þátt í sem forsætisráðherra. Hann sagðist stoltur af verkum sínum og stjórnar sinnar.AP/Andy Bailey „Neale Hanvey, ég nefni þig og Kenny MacAskill og skipa ykkur að yfirgefa þingsalinn. Þingverðir takið á þeim, takið á þeim. Út með ykkur. Þingverið fylgið þeim út. Fjarlægið þá, farið með þá út,“ skipaði þingforsetinn. Að endingu komst Johnson loksins að. „Það má með sanni segja að ég fer ekki á þeirri stundu sem ég hefði kosið. Sannarlega. En ég er hreykinn af góðu samstarfi okkar í málefnavinnu okkar bæði innanlands og utan. Hr. forseti. Ég er einnig hreykinn af leiðtogastarfi mínu,“ sagði Boris Johnson.
Bretland Tengdar fréttir Rishi Sunak vann í fyrstu umferðinni Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sigraði í fyrstu umferð leiðtogakosninga breska Íhaldsflokksins í dag. Alls buðu átta manns sig fram og féllu tveir úr keppni. 13. júlí 2022 17:52 Breyta kosningareglunum fyrir leiðtogakjörið Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður kynntur til leiks þann 5. september næst komandi. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi af 1922 nefndinni svo kölluðu sem sér um kjörið. 12. júlí 2022 07:01 Nýr forsætisráðherra þann 5. september Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku. 11. júlí 2022 20:07 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Rishi Sunak vann í fyrstu umferðinni Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sigraði í fyrstu umferð leiðtogakosninga breska Íhaldsflokksins í dag. Alls buðu átta manns sig fram og féllu tveir úr keppni. 13. júlí 2022 17:52
Breyta kosningareglunum fyrir leiðtogakjörið Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður kynntur til leiks þann 5. september næst komandi. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi af 1922 nefndinni svo kölluðu sem sér um kjörið. 12. júlí 2022 07:01
Nýr forsætisráðherra þann 5. september Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku. 11. júlí 2022 20:07
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent