Ísland ekki uppselt þrátt fyrir að eftirspurn fari fram úr væntingum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. júlí 2022 21:35 Dennis Jung, framkvæmdastjóri Reykjavík Edition. Vísir/Arnar Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir gistingu hér á landi í sumar telur framkvæmdastjóri Edition hótelsins, Ísland samt ekki uppselt. Mjög erfiðlega gengur hins vegar að finna starfsfólk til að vinna í ferðaþjónustunni víðast hvar. Tveimur og hálfu ári eftir að kórónuveirufaraldurinn setti allt í lamasess er fólk byrjað að ferðast á nýjan leik og er Ísland heitur áfangastaður. Ferðamannabransinn hefur heldur betur tekið við sér og svipar fjöldi ferðamanna síðustu missera til þess sem sást fyrir faraldur. Ferðamenn dvelja sömuleiðis yfirleitt lengur og eyða meiru, sem bætir upp fyrir að þeir séu eilítið færri en árin fyrir faraldur. Spár gera ráð fyrir að um 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár og allt að tvær milljónir á næsta ári. Til samanburðar komu tæplega 490 þúsund árið 2020 og tæplega 700 þúsund árið 2021. Nú er gríðarleg eftirspurn eftir gistingu, þar á meðal á nýjasta lúxushóteli Reykjavíkur. Hótelið er við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur en það var opnað haustið 2021.Vísir/Vilhelm „Þetta lítur mjög vel út núna. Ég held að júní hafi verið annasamasti mánuðurinn frá haustinu 2019 og við sjáum að Reykjavík og Ísland eru að lifna aftur við,“ segir Dennis Jung, framkvæmdastjóri Reykjavík Edition hótelsins. Fjöldi ferðamanna hafi aukist hraðar en margir bjuggust við. „Mig hafði dreymt um þetta frá 2019 en staðan nú fer fram úr væntingum,“ segir Dennis aðspurður um hvort hann hafi séð fyrir sér í lok síðasta árs að þetta yrði staðan. Vinnuafl af skornum skammti Hótelið opnaði síðasta haust en það státar ríflega 250 herbergjum ásamt nokkrum veitingastöðum, börum, og bráðum næturklúbb. Fjölmörg fyrirtæki auglýsa nú eftir starfsfólki. Hótelið er því í stöðugri leit að vinnuafli en sömu sögu má segja annars staðar, sérstaklega í veitinga og þjónustugeiranum, þar sem atvinnuauglýsingum rignir inn á sama tíma og færri eru í atvinnuleit. Dennis segir það ekki beint vandamál, heldur frekar áskorun sem fleiri á heimsvísu eru að glíma við. Einhverjir hafa haft orð á því að Ísland sé í raun uppselt en framkvæmdastjórinn segir það full djúpt í árina tekið. „Það er sannarlega takmarkað framboð hótelherbergja og innviðum á Íslandi og því tel ég að fjöldinn verði slíkur að hámarki gistimöguleika verði náð,“ segir Dennis. En við erum ekki komin á það stig enn? „Nei, ekki enn.“ Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ísland heldur áfram að heilla ferðamenn upp úr skónum: „Þetta er yndislegur staður, alveg yndislegur“ Ferðamenn streyma nú til landsins eftir kórónuveirufaraldurinn. Fréttastofa náði tali af nokkrum þeirra en íslenska náttúran virtist heilla þá hvað mest. Allir voru sammála um að vilja koma aftur, sumir fyrr en aðrir. 12. júlí 2022 23:22 Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. 12. júlí 2022 20:42 Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei meiri Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var 28,3 milljarðar króna í júní. Það er aukning um 27,4 prósent á milli ára og hefur veltan aldrei mælst hærri í júnímánuði frá því mælingar hófust árið 2012. 12. júlí 2022 11:10 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Tveimur og hálfu ári eftir að kórónuveirufaraldurinn setti allt í lamasess er fólk byrjað að ferðast á nýjan leik og er Ísland heitur áfangastaður. Ferðamannabransinn hefur heldur betur tekið við sér og svipar fjöldi ferðamanna síðustu missera til þess sem sást fyrir faraldur. Ferðamenn dvelja sömuleiðis yfirleitt lengur og eyða meiru, sem bætir upp fyrir að þeir séu eilítið færri en árin fyrir faraldur. Spár gera ráð fyrir að um 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár og allt að tvær milljónir á næsta ári. Til samanburðar komu tæplega 490 þúsund árið 2020 og tæplega 700 þúsund árið 2021. Nú er gríðarleg eftirspurn eftir gistingu, þar á meðal á nýjasta lúxushóteli Reykjavíkur. Hótelið er við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur en það var opnað haustið 2021.Vísir/Vilhelm „Þetta lítur mjög vel út núna. Ég held að júní hafi verið annasamasti mánuðurinn frá haustinu 2019 og við sjáum að Reykjavík og Ísland eru að lifna aftur við,“ segir Dennis Jung, framkvæmdastjóri Reykjavík Edition hótelsins. Fjöldi ferðamanna hafi aukist hraðar en margir bjuggust við. „Mig hafði dreymt um þetta frá 2019 en staðan nú fer fram úr væntingum,“ segir Dennis aðspurður um hvort hann hafi séð fyrir sér í lok síðasta árs að þetta yrði staðan. Vinnuafl af skornum skammti Hótelið opnaði síðasta haust en það státar ríflega 250 herbergjum ásamt nokkrum veitingastöðum, börum, og bráðum næturklúbb. Fjölmörg fyrirtæki auglýsa nú eftir starfsfólki. Hótelið er því í stöðugri leit að vinnuafli en sömu sögu má segja annars staðar, sérstaklega í veitinga og þjónustugeiranum, þar sem atvinnuauglýsingum rignir inn á sama tíma og færri eru í atvinnuleit. Dennis segir það ekki beint vandamál, heldur frekar áskorun sem fleiri á heimsvísu eru að glíma við. Einhverjir hafa haft orð á því að Ísland sé í raun uppselt en framkvæmdastjórinn segir það full djúpt í árina tekið. „Það er sannarlega takmarkað framboð hótelherbergja og innviðum á Íslandi og því tel ég að fjöldinn verði slíkur að hámarki gistimöguleika verði náð,“ segir Dennis. En við erum ekki komin á það stig enn? „Nei, ekki enn.“
Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ísland heldur áfram að heilla ferðamenn upp úr skónum: „Þetta er yndislegur staður, alveg yndislegur“ Ferðamenn streyma nú til landsins eftir kórónuveirufaraldurinn. Fréttastofa náði tali af nokkrum þeirra en íslenska náttúran virtist heilla þá hvað mest. Allir voru sammála um að vilja koma aftur, sumir fyrr en aðrir. 12. júlí 2022 23:22 Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. 12. júlí 2022 20:42 Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei meiri Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var 28,3 milljarðar króna í júní. Það er aukning um 27,4 prósent á milli ára og hefur veltan aldrei mælst hærri í júnímánuði frá því mælingar hófust árið 2012. 12. júlí 2022 11:10 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ísland heldur áfram að heilla ferðamenn upp úr skónum: „Þetta er yndislegur staður, alveg yndislegur“ Ferðamenn streyma nú til landsins eftir kórónuveirufaraldurinn. Fréttastofa náði tali af nokkrum þeirra en íslenska náttúran virtist heilla þá hvað mest. Allir voru sammála um að vilja koma aftur, sumir fyrr en aðrir. 12. júlí 2022 23:22
Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. 12. júlí 2022 20:42
Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei meiri Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var 28,3 milljarðar króna í júní. Það er aukning um 27,4 prósent á milli ára og hefur veltan aldrei mælst hærri í júnímánuði frá því mælingar hófust árið 2012. 12. júlí 2022 11:10