Sport

Dagskráin: Hvað gera íslensku liðin í Sambandsdeild Evrópu?

Atli Arason skrifar
Breiðablik og KR verða í eldlínunni í Sambandsdeildinni.
Breiðablik og KR verða í eldlínunni í Sambandsdeildinni. Vísir/ Hulda Margrét

Það eru átta beinar útsendingar á sport rásum Stöðvar 2 frá morgni til kvölds í dag. Þrjár golf mótaraðir og Evrópuleikir íslensku félagsliðanna í knattspyrnu fá alla athyglina.

Stöð 2 Golf

Fyrsta útsending dagsins er af Opna breska meistaramótinu í golfi sem hefst stundvísislega klukkan 05.30.

Barracude Championship á PGA mótaröðinni er á dagskrá klukkan 22.00.

Stöð 2 Sport

Seinni leikur Breiðabliks og Santa Coloma í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu hefst klukkan 19.05.

Klukkan 21.15 er uppgjörið úr Sambandsdeildinni, þar sem farið verður yfir bæði leiki Breiðabliks og KR.

Stöð 2 Sport 2

Tvær útsendingar verða af Live at the Range þar sem fylgst verður með kylfingum á Opna breska meistaramótinu. Fyrri útsendingin hefst klukkan 06.30.

Síðari útsending af Live at the Range er klukkan 11.00.

Great Lakes Bay Invitational mótið á LPGA mótaröðinni fer af stað klukkan 17.00.

Stöð 2 Sport 4

Seinni leikur KR og pólska liðsins Pogon Szczecin er í kvöld og hefst bein útsending klukkan 18.05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×