Heimildarmaður People segir Kardashian og Thompson ekki byrjuð saman aftur en þau eiga fyrir hina fjögurra ára True. Samband þeirra var mjög stormasamt, ekki síst vegna ítrekaðra framhjáhalda Thompson, sem gat annað barn á meðan hann var enn með Khloe.
Kardashian sleit síðast sambandinu við Thompson í janúar, þegar upp komst að kona að nafni Maralee Nichols hefði eignast dóttur Thompson í desember síðastliðnum.
Samband Kardashian og Thompson var til umfjöllunar í nýjustu raunveruleikaþáttaröðinni um Kardashian og fjölskyldu og þá var sýnt frá því þegar Khloe og systir hennar Kim ræddu kosti staðgöngumæðrunar.