Meðaltekjur 640 þúsund krónur á mánuði Árni Sæberg skrifar 14. júlí 2022 10:11 Frá undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara árið 2019. Tekjur landsmanna árið 2021 byggðu að miklu leyti á þeim samningum. Vísir/Vilhelm Heildartekjur einstaklinga voru um 7,7 milljónir króna að meðaltali árið 2021. Það gerir um 640 þúsund krónur á mánuði. Miðgildi tekna var lægra, um fimm hundruð þúsund krónur á mánuði. Það þýðir að helmingur var með tekjur undir fimm hundruð þúsund krónum og helmingur yfir. Þetta kemur fram í skýrslu á vef Hagstofunnar. Þar segir að tekjur hafi verið rúmlega átta prósent hærri en árið 2020 en sé horft til verðlagsleiðréttra heildartekna er hækkunin tæplega fjögur prósent. Meðaltekjur eru hæstar í aldurshópunum 45 til 49 ára, 50 til 54 ára og 55 til 59 ára, rúmlega tíu milljónir króna á ári, og lægstar í yngsta aldurhópnum 16 til 19 ára, tæplega 1,6 milljón króna á ári. „í því samhengi er rétt að benda á að hér er um að ræða einstaklingstekjur og að margir í þessum aldurshópi búa enn í foreldrahúsum,“ segir í skýrslunni. Hér að neða má sjá heildartekjur á ári í þúsundum króna eftir aldri árið 2021: Hlutfall atvinnuleysisbóta dróst saman milli ára Heildartekjur samanstanda af atvinnu-, fjármagns- og öðrum tekjum. Atvinnutekjur mynda stærstan hluta tekna flestra aldurshópa. Aðeins hjá 67 ára og eldri eru atvinnutekjur ekki meirihluti tekna, eða aðeins fjórtán prósent. Árið 2021 skiptust heildartekjur allra einstaklinga þannig að atvinnutekjur voru 68,2 prósent af heildartekjum, fjármagnstekjur 9,2 prósent og aðrar tekjur 22,6 prósent. Til annarra tekna teljast meðal annars lífeyrisgreiðslur, greiðslur frá Tryggingastofnun og aðrar bótagreiðslur. Hlutfall annarra tekna dróst saman á milli ára og skýrist það af því að hlutfall atvinnuleysisbóta dróst saman frá árinu 2020. „Árið 2020 hafði hins vegar summa tekna vegna atvinnuleysisbóta aukist verulega á milli ára, meðal annars vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Summa tekna vegna atvinnuleysisbóta var þó eftir sem áður sögulega há árið 2021,“ segir í skýrslunni. Ítarlegt yfirlit yfir tekjur Íslendinga má lesa á vef Hagstofunnar hér. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Það þýðir að helmingur var með tekjur undir fimm hundruð þúsund krónum og helmingur yfir. Þetta kemur fram í skýrslu á vef Hagstofunnar. Þar segir að tekjur hafi verið rúmlega átta prósent hærri en árið 2020 en sé horft til verðlagsleiðréttra heildartekna er hækkunin tæplega fjögur prósent. Meðaltekjur eru hæstar í aldurshópunum 45 til 49 ára, 50 til 54 ára og 55 til 59 ára, rúmlega tíu milljónir króna á ári, og lægstar í yngsta aldurhópnum 16 til 19 ára, tæplega 1,6 milljón króna á ári. „í því samhengi er rétt að benda á að hér er um að ræða einstaklingstekjur og að margir í þessum aldurshópi búa enn í foreldrahúsum,“ segir í skýrslunni. Hér að neða má sjá heildartekjur á ári í þúsundum króna eftir aldri árið 2021: Hlutfall atvinnuleysisbóta dróst saman milli ára Heildartekjur samanstanda af atvinnu-, fjármagns- og öðrum tekjum. Atvinnutekjur mynda stærstan hluta tekna flestra aldurshópa. Aðeins hjá 67 ára og eldri eru atvinnutekjur ekki meirihluti tekna, eða aðeins fjórtán prósent. Árið 2021 skiptust heildartekjur allra einstaklinga þannig að atvinnutekjur voru 68,2 prósent af heildartekjum, fjármagnstekjur 9,2 prósent og aðrar tekjur 22,6 prósent. Til annarra tekna teljast meðal annars lífeyrisgreiðslur, greiðslur frá Tryggingastofnun og aðrar bótagreiðslur. Hlutfall annarra tekna dróst saman á milli ára og skýrist það af því að hlutfall atvinnuleysisbóta dróst saman frá árinu 2020. „Árið 2020 hafði hins vegar summa tekna vegna atvinnuleysisbóta aukist verulega á milli ára, meðal annars vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Summa tekna vegna atvinnuleysisbóta var þó eftir sem áður sögulega há árið 2021,“ segir í skýrslunni. Ítarlegt yfirlit yfir tekjur Íslendinga má lesa á vef Hagstofunnar hér.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira