Lífið

Hver yrðu viðbrögð þín ef makinn bæði um leyfi til að vera með öðrum?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru ekki í opnu sambandi eða fjölástarsambandi. 
Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru ekki í opnu sambandi eða fjölástarsambandi.  Getty

„Ég elska bara þig... en er í lagi þín vegna að ég aðeins athugi með smá annað?“ 

Í dag eru sambandsformin allavega, svo ólík og margbreytileg að stundum á orðið form kannski ekki við í öllum tilvikum. 

Fólk er orðið frjálsara og opnara þegar kemur að löngunum sínum og væntingum til sambanda og ástar en undanfarin misseri hafa svokölluð opin sambönd og fjölástir verið mikið í umræðunni. 

Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til þeirra sem tilheyra ekki þessum hópi heldur þeirra sem telja sig vera í þessu hefðbundna sambandsformi milli tveggja aðila. Sambandi þar sem ekki hefur verið rætt um að opna sambandið eða eiga í einhverskonar ástar- eða kynlífssambandi við aðila utan sambandsins. 

Spurningin er kynjaskipt og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem við á. 

Hver yrðu viðbrögð þín ef makinn bæði um leyfi til að vera með öðrum?


Konur svara hér: 

Karlar svara hér: 

Kynsegin svara hér: 


Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi.



Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér.Hefur þú upplifað sambandsslit vegna flókinna stjúptengsla?Hefur þú laðast kynferðislega að einhverjum sem þú þolir ekki?


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.