Bill Gates heitir því að detta af listanum yfir auðugustu menn heims Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2022 10:51 Gates var ríkasti maður heims frá 1995 til 2010 og aftur frá 2013 til 2017. Getty/Wire Image/Taylor Hill Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Bill Gates hefur heitið því enn og aftur að gefa auðæfi sín og segist stefna að því að detta af listum yfir ríkustu einstaklinga veraldar. Eins og stendur er hann í fjórða sæti, á eftir Elon Musk, Jeff Bezos og Bernard Arnault og fjölskyldu. Gates segir það skyldu sína að gefa auð sinn aftur til samfélagsins en eins og kunnugt er auðgaðist hann gríðarlega á því að stofna og eiga tölvufyrirtækið Microsoft. Eignir hans eru nú metnar á um 118 milljarða Bandaríkjadala en hann hyggst nú gefa 20 milljarða til Bill & Melinda Gates Foundation. Um er að ræða góðgerðastofnun sem hann stofnaði með eiginkonu sinni en þau eru nú skilin. Gates sagði á Twitter að stofnunin myndi auka styrkveitingar sínar úr 6 milljörðum á ári í 9 milljarða fyrir árið 2026 vegna nýlegra bakslaga, meðal annars kórónuveirufaraldursins og innrásarinnar í Úkraínu. Although the foundation bears our names, basically half our resources have come from Warren Buffett. His incredible generosity is a huge reason why the foundation has been able to be so ambitious. I can never adequately express how much I appreciate his friendship and guidance. pic.twitter.com/at7MvJKxQv— Bill Gates (@BillGates) July 13, 2022 „Er ég horfi til framtíðar þá hyggst ég gefa næstum allan auð minn til stofnunarinnar. Ég mun færast niður og að lokum af listanum yfir ríkasta fólk heims,“ segir Gates. Bill & Melinda Gates Foundation hefur meðal annars unnið að því að styrkja bóluefnarannsóknir og útrýma sjúkdómum á borð við malaríu. Þá er stofnunin stærsti einkarekni stuðningsaðili Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og aðeins á eftir Bandaríkjunum þegar kemur að fjárstuðningi við WHO. Stofnunin hefur notið mikils stuðnings annars auðjöfurs, Warren Buffet, sem Gates segist hafa lært mikið af. Bandaríkin Microsoft Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Gates segir það skyldu sína að gefa auð sinn aftur til samfélagsins en eins og kunnugt er auðgaðist hann gríðarlega á því að stofna og eiga tölvufyrirtækið Microsoft. Eignir hans eru nú metnar á um 118 milljarða Bandaríkjadala en hann hyggst nú gefa 20 milljarða til Bill & Melinda Gates Foundation. Um er að ræða góðgerðastofnun sem hann stofnaði með eiginkonu sinni en þau eru nú skilin. Gates sagði á Twitter að stofnunin myndi auka styrkveitingar sínar úr 6 milljörðum á ári í 9 milljarða fyrir árið 2026 vegna nýlegra bakslaga, meðal annars kórónuveirufaraldursins og innrásarinnar í Úkraínu. Although the foundation bears our names, basically half our resources have come from Warren Buffett. His incredible generosity is a huge reason why the foundation has been able to be so ambitious. I can never adequately express how much I appreciate his friendship and guidance. pic.twitter.com/at7MvJKxQv— Bill Gates (@BillGates) July 13, 2022 „Er ég horfi til framtíðar þá hyggst ég gefa næstum allan auð minn til stofnunarinnar. Ég mun færast niður og að lokum af listanum yfir ríkasta fólk heims,“ segir Gates. Bill & Melinda Gates Foundation hefur meðal annars unnið að því að styrkja bóluefnarannsóknir og útrýma sjúkdómum á borð við malaríu. Þá er stofnunin stærsti einkarekni stuðningsaðili Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og aðeins á eftir Bandaríkjunum þegar kemur að fjárstuðningi við WHO. Stofnunin hefur notið mikils stuðnings annars auðjöfurs, Warren Buffet, sem Gates segist hafa lært mikið af.
Bandaríkin Microsoft Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira