Erlent

Twitter ekki legið jafn lengi niðri í fjölda ára

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Twitter lá niðri í um hálftíma fyrir fjölmarga notendur samfélagsmiðilsins um allan heim.
Twitter lá niðri í um hálftíma fyrir fjölmarga notendur samfélagsmiðilsins um allan heim. Skjáskot

Twitter datt út í um hálftíma rétt fyrir hádegi fyrir tugþúsundir notenda samfélagsmiðlsins. Þetta hálftíma sambandsleysi er það lengsta hjá forritinu síðan 2016. Forsvarsaðilar miðilsins hafa ekki greint frá ástæðunum.

Samkvæmt frétt Guardian um málið datt Twitter út klukkan 11:55 að íslenskum tíma og var niðri í um það bil hálftíma. Samfélagsmiðillinn bilaði á heimsvísu, í það minnsta á Bretlandseyjum, í Bandaríkjunum og víða um Evrópu, þar á meðal á Íslandi.

Bilunin var ein sú lengsta sem Twitter hefur glímt við í mörg ár, eða síðan 2016 þegar samfélagsmiðillinn var ónothæfur í tvo og hálfan klukkutíma. Forsvarsaðilar miðilsins hafa ekki tjáð sig um málið en samkvæmt færslu frá Twitter-aðgangi notendaþjónustu Twitter segir að verið sé að vinna að því að koma miðlinum aftur í gang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×