Rýnt í stiklu Rings of Power Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2022 15:29 Amazon Studios birtu í dag nýja stiklu fyrir þættina The Rings of Power en þeir byggja á Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkien. Þættirnir gerast þúsundum ára áður en Aragorn steig sín fyrstu skref í Rivendell. Við fyrstu sýn er ansi margt að sjá í stiklunni og í senn lítið sem ekki neitt, eins og oft á við með stiklur sem þessa. Þar bregður þó mörgum persónum fyrir og sömuleiðis mörgum stöðum sem aðdáendur söguheims Tolkiens ættu að kannast við. Sjá einnig: Kafað í fyrstu stiklu Rings of Power Hringadróttinssaga gerist á þriðju öld Miðgarðs en þættirnir á annarri öld. Þá voru hringar Saurons og hinir hringarnir smíðaðir og hjarðir orka og drýsla herjuðu á gervallan Miðgarð, þar til álfar og menn frá Númenor tóku höndum saman og mynduðu hið svokallaða síðasta bandalag álfa og manna. Meðal annars fjalla þættirnir um Galadriel, álfadrottninguna sem Kate Blanchet lék í þríleiknum. Hún er leikin af Morfydd Clark en í upphafi hennar sögu mun hún vera að elta uppi þá sem þjónuðu hinum illa Melkor/Morgoth/Bauglir en fróðir lesendur vita ef til vill að Sauron sjálfur var einn þeirra. Stikluna má sjá hér að neðan. Rings of Power verða frumsýndir á Prime Video þann 2. september. Amazon birti í síðasta viku styttri stiklu en þar má sjá oggulítið myndefni sem er ekki sýnilegt í stiklunni hér að ofan. Hér að neðan förum við lauslega yfir það sem sjá má í nýju stiklunni. Hún hefst á því að við heyrum rödd segja að Miðgarður hafi einu sinni verið svo ungur að heimurinn hafi ekki enn upplifað sólarupprás. Þrátt fyrir það hafi verið ljós. Það ljós kom frá trjám Valinor, sem bregður fyrir í stikunni. Tré Valinor. Stærðarinnar örn á flugi. Álfabær sem svipar mjög til Imladris (Rivendell). Sá bær ætti þó ekki að vera til á þeim tíma sem þættirnir gerast. Nokkrir Harfoot að halda einhverskonar partí. Þessi stelpa ku vera ein af aðalpersónum þáttanna en hún tilheyrir fólki sem kallast Harfoot og eiga að vera forferður Hobbita. Galadriel og annar álfur en þau virðast hafa átt í erfiðleikum. Hér má sjá borg manna, líklegast, og þá væntanlega á eyjunni Númenor. Í stiklunni rifjar Galadriel upp mikil átök sem líklega eru frá hinu svokallað „War of Wrath“, þegar álfarnir og bandamenn þeirra börðust við Morgoth. Skipi siglt til hafnar í annaðhvort Númenor eða Lindon. Álfakonungurinn Gil-Galad (líklega) en hann er leikinn af Benjamin Walker. Her Orka að fara yfir brú. Þessi loðni maður er ekki í fókus í stiklunni en hann er sagður vera nokkuð mikilvægur sögu þáttanna. Ungur Elrond með dvergunum, mögulega í Minas Tirith. Lesendur kannast ef til vill við leikarann en hann lék ungan Eddar Stark í Game of Thrones, þegar hann reyndi að bjarga systur sinni úr Tower of Joy. Þetta er Halbrand en hann er leikinn af Charlie Vickers. Álfurinn Arondir. Galadriel ríður til orrustu með hermönnum Númenor. Ungur Isildur á sjó, glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að það var Isildur sem skar hringinn af fingri Sauron en neitaði að kasta honum í Mt. Doom. Hér má sjá sjálfan Elendil, sem leikinn er af Lloyd Owen. Þegar hér er að komið kemur hröð runa atriði þar sem sjá má mann á hesti með spjót, dvergaprinsinn Durin fjórða halda á einhverju glansandi, hóp álfa lyfta sverðum, hlekkjaðan Arondir hoppa undan árás stórs úlfs og Galadriel berjast við tröll. Hér er loðni maðurinn mættur aftur og við frekar undarlegar kringumstæður. Hann virðist krjúpa í logandi hrauni og grjót svífur í loftinu í kringum hann. Harfott-ar á göngu um fallegan Miðgarð. Bíó og sjónvarp Amazon Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Við fyrstu sýn er ansi margt að sjá í stiklunni og í senn lítið sem ekki neitt, eins og oft á við með stiklur sem þessa. Þar bregður þó mörgum persónum fyrir og sömuleiðis mörgum stöðum sem aðdáendur söguheims Tolkiens ættu að kannast við. Sjá einnig: Kafað í fyrstu stiklu Rings of Power Hringadróttinssaga gerist á þriðju öld Miðgarðs en þættirnir á annarri öld. Þá voru hringar Saurons og hinir hringarnir smíðaðir og hjarðir orka og drýsla herjuðu á gervallan Miðgarð, þar til álfar og menn frá Númenor tóku höndum saman og mynduðu hið svokallaða síðasta bandalag álfa og manna. Meðal annars fjalla þættirnir um Galadriel, álfadrottninguna sem Kate Blanchet lék í þríleiknum. Hún er leikin af Morfydd Clark en í upphafi hennar sögu mun hún vera að elta uppi þá sem þjónuðu hinum illa Melkor/Morgoth/Bauglir en fróðir lesendur vita ef til vill að Sauron sjálfur var einn þeirra. Stikluna má sjá hér að neðan. Rings of Power verða frumsýndir á Prime Video þann 2. september. Amazon birti í síðasta viku styttri stiklu en þar má sjá oggulítið myndefni sem er ekki sýnilegt í stiklunni hér að ofan. Hér að neðan förum við lauslega yfir það sem sjá má í nýju stiklunni. Hún hefst á því að við heyrum rödd segja að Miðgarður hafi einu sinni verið svo ungur að heimurinn hafi ekki enn upplifað sólarupprás. Þrátt fyrir það hafi verið ljós. Það ljós kom frá trjám Valinor, sem bregður fyrir í stikunni. Tré Valinor. Stærðarinnar örn á flugi. Álfabær sem svipar mjög til Imladris (Rivendell). Sá bær ætti þó ekki að vera til á þeim tíma sem þættirnir gerast. Nokkrir Harfoot að halda einhverskonar partí. Þessi stelpa ku vera ein af aðalpersónum þáttanna en hún tilheyrir fólki sem kallast Harfoot og eiga að vera forferður Hobbita. Galadriel og annar álfur en þau virðast hafa átt í erfiðleikum. Hér má sjá borg manna, líklegast, og þá væntanlega á eyjunni Númenor. Í stiklunni rifjar Galadriel upp mikil átök sem líklega eru frá hinu svokallað „War of Wrath“, þegar álfarnir og bandamenn þeirra börðust við Morgoth. Skipi siglt til hafnar í annaðhvort Númenor eða Lindon. Álfakonungurinn Gil-Galad (líklega) en hann er leikinn af Benjamin Walker. Her Orka að fara yfir brú. Þessi loðni maður er ekki í fókus í stiklunni en hann er sagður vera nokkuð mikilvægur sögu þáttanna. Ungur Elrond með dvergunum, mögulega í Minas Tirith. Lesendur kannast ef til vill við leikarann en hann lék ungan Eddar Stark í Game of Thrones, þegar hann reyndi að bjarga systur sinni úr Tower of Joy. Þetta er Halbrand en hann er leikinn af Charlie Vickers. Álfurinn Arondir. Galadriel ríður til orrustu með hermönnum Númenor. Ungur Isildur á sjó, glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að það var Isildur sem skar hringinn af fingri Sauron en neitaði að kasta honum í Mt. Doom. Hér má sjá sjálfan Elendil, sem leikinn er af Lloyd Owen. Þegar hér er að komið kemur hröð runa atriði þar sem sjá má mann á hesti með spjót, dvergaprinsinn Durin fjórða halda á einhverju glansandi, hóp álfa lyfta sverðum, hlekkjaðan Arondir hoppa undan árás stórs úlfs og Galadriel berjast við tröll. Hér er loðni maðurinn mættur aftur og við frekar undarlegar kringumstæður. Hann virðist krjúpa í logandi hrauni og grjót svífur í loftinu í kringum hann. Harfott-ar á göngu um fallegan Miðgarð.
Bíó og sjónvarp Amazon Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira